Lífið

Myndskeið sem sýnir Íslendinga njóta lífsins í Laugardalslaug og Sundhöllinni árið 1946

Stefán Árni Pálsson skrifar
sfhsfh

Kvikmyndasafn Íslands hefur opnað nýjan vef undir yfirskriftinni Ísland á filmu. Tilgangur Íslands á filmu er að opna almenningi sýn inn í fágætan safnkost Kvikmyndasafns Íslands.

Þar er að finna mikinn fróðleik um verklag í landbúnaði og sjávarháttum auk ómetanlegra myndskeiða frá einhverjum merkustu atburðum Íslandssögunnar, alveg frá árinu 1924.

Í einu myndbandi sem finna má á síðunni má sjá Íslendinga baða sig í sundlaugum Reykjavíkur árið 1946.

Þá var aðstaðan við laugarnar var nokkuð frumstæð, miðað við sundlaugar nútímans, en ljóst að fólk var sannarlega að njóta sólargeislanna, útiverunnar, samverunnar og heita vatnsins.

Bæði má sjá myndskeið úr Laugardalslauginni og síðan frá Sundhöll Reykjavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni og tekin í notkun árið 1937.

Myndskeiðið er úr kvikmyndinni Reykjavík vorra daga, fyrri hluti.

Hér að neðan má sjá Íslendinga baða sig í sólinni árið 1947.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×