Hilary Swank og Philip Schneider gengin í það heilaga: „Draumur sem rættist“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 18:53 Hilary Swank giftist ástinni í lífi sínu um helgina. Vísir/getty Bandaríska leikkonan Hilary Swank giftist Philip Schneider í Kaliforníu um helgina. Parið vildi lágstemmt brúðkaup og því fór athöfnin leynilega fram. Aðeins nánustu vinir og ættingjar voru viðstaddir þegar parið gekk í heilagt hjónaband. „Þetta var algjörlega tímalaust,“ sagði Swank um stóra daginn. „Það er eina leiðin sem ég get lýst þessu. Ég er gríðarlega þakklát fyrir að hafa gifst manni drauma minna frammi fyrir öllum þeim sem við elskum svo heitt.“ Swank segir að þetta skref í sambandi þeirra Schneiders hafi verið draumur sem rættist. Hilary Swank hefur tvívegis hlotið hin virtu Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína á hvíta tjaldinu en hún kynntist Schneider á blindu stefnumóti árið 2016. Að hálfu ári liðnu voru þau trúlofuð. Leikarinn Misha Collins, sem þekktastur er fyrir frammistöðu sína í þáttaröðinni Supernatural, kom Swank og Schneider fyrst saman. Það kom því engum á óvart að hann yrði með mikilvægt hlutverk í brúðkaupinu en hann var svaramaður. Aðalleikkona lögfræðiþáttanna Law & Order: SVU Mariska Hargitay var brúðarmær í brúðkaupinu svo það má með sanni segja að athöfnin hafi verið stjörnum prýdd þó svo að brúðkaupið hafi vissulega verið lágstemmt og rómantískt. Swank klæddist brúðarkjól frá hönnuðinum Elie Saab. „Ég hef verið hugfangin af hönnun Elie Saab í mörg ár og var himinlifandi þegar ég fékk hann til að hanna kjólinn minn,“ segir Swank sem vildi rómantískan og sígildan kjól. Á Vogue er hægt að nálgast ljósmyndir úr brúðkaupinu. Congratulations to my dearest friends Philip and @HilarySwank on your beautiful wedding. Wishing you an eternity of happiness. https://t.co/F52GQC65K6— Misha Collins (@mishacollins) August 21, 2018 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
Bandaríska leikkonan Hilary Swank giftist Philip Schneider í Kaliforníu um helgina. Parið vildi lágstemmt brúðkaup og því fór athöfnin leynilega fram. Aðeins nánustu vinir og ættingjar voru viðstaddir þegar parið gekk í heilagt hjónaband. „Þetta var algjörlega tímalaust,“ sagði Swank um stóra daginn. „Það er eina leiðin sem ég get lýst þessu. Ég er gríðarlega þakklát fyrir að hafa gifst manni drauma minna frammi fyrir öllum þeim sem við elskum svo heitt.“ Swank segir að þetta skref í sambandi þeirra Schneiders hafi verið draumur sem rættist. Hilary Swank hefur tvívegis hlotið hin virtu Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína á hvíta tjaldinu en hún kynntist Schneider á blindu stefnumóti árið 2016. Að hálfu ári liðnu voru þau trúlofuð. Leikarinn Misha Collins, sem þekktastur er fyrir frammistöðu sína í þáttaröðinni Supernatural, kom Swank og Schneider fyrst saman. Það kom því engum á óvart að hann yrði með mikilvægt hlutverk í brúðkaupinu en hann var svaramaður. Aðalleikkona lögfræðiþáttanna Law & Order: SVU Mariska Hargitay var brúðarmær í brúðkaupinu svo það má með sanni segja að athöfnin hafi verið stjörnum prýdd þó svo að brúðkaupið hafi vissulega verið lágstemmt og rómantískt. Swank klæddist brúðarkjól frá hönnuðinum Elie Saab. „Ég hef verið hugfangin af hönnun Elie Saab í mörg ár og var himinlifandi þegar ég fékk hann til að hanna kjólinn minn,“ segir Swank sem vildi rómantískan og sígildan kjól. Á Vogue er hægt að nálgast ljósmyndir úr brúðkaupinu. Congratulations to my dearest friends Philip and @HilarySwank on your beautiful wedding. Wishing you an eternity of happiness. https://t.co/F52GQC65K6— Misha Collins (@mishacollins) August 21, 2018
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira