Innlent

Ætla að gista á Austurvelli: „Gæti orðið kalt, sérstaklega þegar við hættum að dansa“

Samúel Karl Ólason skrifar
Elínborg segir mótmælendur vera um 50 talsins núna en hún giskar á að þau hafi verið um 200 þegar mest var um klukkan fimm í dag.
Elínborg segir mótmælendur vera um 50 talsins núna en hún giskar á að þau hafi verið um 200 þegar mest var um klukkan fimm í dag. Vísir/Vilhelm
Mótmælendur, sem hafa síðustu daga mótmælt aðstæðum hælisleitenda hér á landi, ætla að gista á Austurvelli í nótt á dýnum og í svefnpokum, en ekki í tjöldum. Elínborg Harpa Önundardóttir, aktívisti hjá No Borders Iceland, segir í samtali við Vísi að stemningin á Austurvelli hafi verið önnur í dag en hún var í gær þegar tveir mótmælendur voru handteknir og til stimpinga kom á milli mótmælenda og lögregluþjóna.

Elínborg segir þau hafa verið látin afskiptalaus í dag.

„Við erum í góðum gír að dansa og drekka kaffi. Einhverjir eru að tefla og spila fótbolta,“ segir Elínborg. Hún segir að tónlistin verði líklegast spiluð áfram þar til þau megi það ekki lengur og þá ætli mótmælendur að gista á Austurvelli.

Að þessu sinni eru engin tjöld á staðnum og munu þau sofa undir berum himni.

„Þetta gæti orðið kalt, sérstaklega þegar við hættum að dansa,“ segir Elínborg. Þá segir hún að vegna kuldans standi til að sofa í vöktum á Austurvelli svo fólk geti horfið frá og yljað sér.

Elínborg segir mótmælendur vera um 50 talsins núna en hún giskar á að þau hafi verið um 200 þegar mest var um klukkan fimm í dag. Hún segir þeim hafa verið sýnd ótrúlega mikla samstöðu, þvert á alla aldurshópa. Fólk sem hafi aldreið unnið með þeim áður hafi boðið fram hjálp sína, dýnur, svefnpoka, mat og fleira.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×