Auka níunda spor Andra F Birgir Örn Steinarsson skrifar 9. júní 2016 10:51 Andri Freyr Alfreðsson, eða Andri F eins og hann kýs að kalla sig þegar hann mundar hljóðnemann, er 27 ára gamall hafnfirskur rappari. Hann er einn þeirra grjóthörðu sem hefur merkt sig fótboltafélaginu til lífstíðar og skartar stoltur húðflúðri FH-mafíunnar sem er traustur stuðningsmannahópur fótboltafélagsins. Eftir nokkra ára óreglu, sem olli því meðal annars að hann missti tengslin við skáldagyðjuna, hefur Andra F tekist að snúa við blaðinu og er nú aftur kominn á fullt í rappið eftir fimm mánaða edrúmennsku. Í gær gaf hann út fyrsta lagið í þrjú ár sem heitir Fyrirgefðu. Það má heyra hér að ofan. „Maður hefur verið í mikilli óreglu í gamla daga og ég vildi bara nota tækifærið til þess að biðjast afsökunar á hegðun minni í gegnum árin,“ segir Andri F og talar um lagið sem eins konar auka níunda spor við vini sína og ættingja en eitt af því sem menn eru hvattir til að gera í meðferð er að gera upp fortíð sína og misgjörðir. „Ég fékk hugmyndina af þessu lagi daginn sem ég kom úr meðferð. Ég var ákveðinn í því að láta þetta takast núna. Lokaði á alla neyslufélaga og geri þetta af alvörunni.“Heiðar félagi í FH-mafíunniÍ laginu styðja félagar Andra F við bakið á honum en um bakraddir sjá þau Heiðar Örn Kristjánsson úr Botnleðju og Pollapönk og Eyrún Eðvalds sem hefur starfað með gospelkór Jóns Vídalín. „Eyrún er búin að vera taka upp með mér í mörg ár. Mér dettur ekki í hug að taka upp án hennar. Hún veit alltaf hvað hún á að gera. Ég og Heiðar erum náttúrulega báðir í FH-mafíunni og við bjuggum hlið við hlið þegar við vorum krakkar. Eyrún er meira áberandi en ég fékk þá hugmynd að fá einhvern til þess að þétta raddirnar og datt hann í hug.“ Þetta er fyrsta útgáfa Andra F frá því að hann gaf út lagið Heimurinn er minn árið 2013. Tónlist Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Andri Freyr Alfreðsson, eða Andri F eins og hann kýs að kalla sig þegar hann mundar hljóðnemann, er 27 ára gamall hafnfirskur rappari. Hann er einn þeirra grjóthörðu sem hefur merkt sig fótboltafélaginu til lífstíðar og skartar stoltur húðflúðri FH-mafíunnar sem er traustur stuðningsmannahópur fótboltafélagsins. Eftir nokkra ára óreglu, sem olli því meðal annars að hann missti tengslin við skáldagyðjuna, hefur Andra F tekist að snúa við blaðinu og er nú aftur kominn á fullt í rappið eftir fimm mánaða edrúmennsku. Í gær gaf hann út fyrsta lagið í þrjú ár sem heitir Fyrirgefðu. Það má heyra hér að ofan. „Maður hefur verið í mikilli óreglu í gamla daga og ég vildi bara nota tækifærið til þess að biðjast afsökunar á hegðun minni í gegnum árin,“ segir Andri F og talar um lagið sem eins konar auka níunda spor við vini sína og ættingja en eitt af því sem menn eru hvattir til að gera í meðferð er að gera upp fortíð sína og misgjörðir. „Ég fékk hugmyndina af þessu lagi daginn sem ég kom úr meðferð. Ég var ákveðinn í því að láta þetta takast núna. Lokaði á alla neyslufélaga og geri þetta af alvörunni.“Heiðar félagi í FH-mafíunniÍ laginu styðja félagar Andra F við bakið á honum en um bakraddir sjá þau Heiðar Örn Kristjánsson úr Botnleðju og Pollapönk og Eyrún Eðvalds sem hefur starfað með gospelkór Jóns Vídalín. „Eyrún er búin að vera taka upp með mér í mörg ár. Mér dettur ekki í hug að taka upp án hennar. Hún veit alltaf hvað hún á að gera. Ég og Heiðar erum náttúrulega báðir í FH-mafíunni og við bjuggum hlið við hlið þegar við vorum krakkar. Eyrún er meira áberandi en ég fékk þá hugmynd að fá einhvern til þess að þétta raddirnar og datt hann í hug.“ Þetta er fyrsta útgáfa Andra F frá því að hann gaf út lagið Heimurinn er minn árið 2013.
Tónlist Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira