Nýtt tónlistarmyndband frá Úlfi Freyr Bjarnason skrifar 9. október 2013 09:30 Úlfur Hansson hefur sent frá sér nýtt myndband. fréttablaðið/anton Tónlistarmaðurinn Úlfur hefur sent frá sér myndband við lagið Heaven In A Wildflower. Leikstjóri var Máni Sigfússon. Heimsfrumsýning á myndbandinu var í höndum tónlistarritsins Stereogum.com. Lagið er að finna á plötu hans, White Mountain, sem kom út í mars hjá bandaríska útgáfufyrirtækinu Western Vinyl og japanska útgáfufyrirtækinu After Hours. Síðasta myndband Úlfs og Mána vakti mikla athygli. Rúmlega 80 þúsund manns hafa séð það á Vimeo.com Úlfur hefur verið virkur í tónlistarlífi hérlendis sem og á erlendum vettvangi. Hann hóf nám við nýmiðlabraut Listaháskóla Íslands árið 2008 og hefur síðan þá gefið út tvær sólóplötur. Hann hefur einnig unnið hljóðverk fyrir innsetningar og samið tónlist fyrir kvikmyndir. Hann hlaut nýverið nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir uppfinningu sína OHM, eða segulhörpu, sem er ný tegund hljóðfæris. Úlfur fékk fyrstu verðlaun fyrir hönd RÚV á alþjóðaþingi tónskálda UNESCO fyrir lagið So Very Strange þar sem hljóðfærið kemur við sögu. Úlfur stundar nú meistaranám í raftónlist við Mills College í Kaliforníu. Máni Sigfússon stundaði nám við kvikmyndagerð í Amsterdam og fór síðan til Íslands þar sem hann kláraði B.A nám í myndlist við Listaháskóla Íslands. Hann hefur gert yfir tuttugu tónlistarmyndbönd á síðastliðnum þremur árum. Úlfur - Heaven In A Wildflower from Máni M. Sigfússon on Vimeo. Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Úlfur hefur sent frá sér myndband við lagið Heaven In A Wildflower. Leikstjóri var Máni Sigfússon. Heimsfrumsýning á myndbandinu var í höndum tónlistarritsins Stereogum.com. Lagið er að finna á plötu hans, White Mountain, sem kom út í mars hjá bandaríska útgáfufyrirtækinu Western Vinyl og japanska útgáfufyrirtækinu After Hours. Síðasta myndband Úlfs og Mána vakti mikla athygli. Rúmlega 80 þúsund manns hafa séð það á Vimeo.com Úlfur hefur verið virkur í tónlistarlífi hérlendis sem og á erlendum vettvangi. Hann hóf nám við nýmiðlabraut Listaháskóla Íslands árið 2008 og hefur síðan þá gefið út tvær sólóplötur. Hann hefur einnig unnið hljóðverk fyrir innsetningar og samið tónlist fyrir kvikmyndir. Hann hlaut nýverið nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir uppfinningu sína OHM, eða segulhörpu, sem er ný tegund hljóðfæris. Úlfur fékk fyrstu verðlaun fyrir hönd RÚV á alþjóðaþingi tónskálda UNESCO fyrir lagið So Very Strange þar sem hljóðfærið kemur við sögu. Úlfur stundar nú meistaranám í raftónlist við Mills College í Kaliforníu. Máni Sigfússon stundaði nám við kvikmyndagerð í Amsterdam og fór síðan til Íslands þar sem hann kláraði B.A nám í myndlist við Listaháskóla Íslands. Hann hefur gert yfir tuttugu tónlistarmyndbönd á síðastliðnum þremur árum. Úlfur - Heaven In A Wildflower from Máni M. Sigfússon on Vimeo.
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira