Erlent

Friðargæsluliðum fjölgað í Darfur

Afríkuráðið hefur samþykkt að meira en tvöfalda fjölda friðargæsluliða í hinu stríðshrjáða Darfur-héraði í Súdan. Sem stendur eru aðeins 2200 hermenn í héraðinu, sem þurfa að gæta svæðis á stærð við Frakkland, en reiknað er með að friðargæsluliðarnir verði 7700 í september næstkomandi og þá gæti þeim jafnvel verið fjölgað í tólf þúsund áður en yfir lýkur. Alls hafa um 180 þúsund manns fallið í átökum í héraðinu og um tvær milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín, en stríðandi fylkingar hafa ítrekað rofið vopnahlé sem samið var um í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×