Innlent

Hermönnum bjargað úr pytti

Fimm varnarliðsmönnum í skemmtiferð var bjargað skammt frá Kerlingafjöllum skömmu fyrir klukkan hálf sjö í gær þar sem þeir höfðu fest Ford 450 pikkupjeppabifreið sína í krapapytti. Björgunarsveitirnar Ingunn úr Bláskógabyggð og Biskup úr Biskupstungnahreppi sóttu mennina, en ekkert amaði að þeim þar sem þeir höfðust við í öðrum bifreiðum. Einn mannanna fékk far niður að Gullfossi og kallaði eftir aðstöð björgunarsveita. Ingunn var að koma úr útkalli þar sem bíll hafði bilað við Hlöðufell þegar aðstoðarbeiðnin frá Kerlingafjöllum barst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×