Eva Longoria, Victoria Beckham, Kim Kardashian, Rosie Huntington-Whiteley og Taylor Swift virðast taka hlutverk sitt alvarlega sem tískufyrirmyndir því þær leyfa sér ekki einu sinni þægilegan fatnað á ferðalögum sínum.
Þessar myndir voru allar teknar af sjörnunum á leiðinni í flug. Eins og sjá má klæðist Kim Kardashian leðurbuxum og hælaskóm sem getur varla talist góður ferðafatnaður.
Taylor Swift sýndi þó örlitla skynsemi og flaug í flatbotna skóm.
