Innlent

Samnorrænn svifflugdagur á morgun

Samnorrænn svifflugdagur verður haldinn á Sandskeiði á morgun, laugardag, og verður þá opið hús hjá Svifflugfélaginu á Sandskeiði. Allir eru velkomnir og ef einhvern langar til að bregða sér á loft í svifflugu þá er það hægt, gegn vægu gjaldi. Einnig verður boðið upp á kaffi og kökuhlaðborð. Heiðursgestur á svifflugdeginum verður Bergur G. Gíslason en hann flaug flaug fyrsta svifflugið á Íslandi árið 1931. Bergur er nú níutíu og sex ára gamall, og er gert ráð fyrir að hann fari í annað svifflug á morgun. Hátíðin verður á milli klukkan 12 og 18 á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×