Innlent

Hvalaskoðunarbátur strandar

Hvalaskoðunarbáturinn Náttfari frá Húsavík virðist vera óskemmdur eftir að hann strandaði með ferðamannahóp við Lundey, skammt frá Húsavík, í gærkvöldi. Sjötíu og sjö farþegar og fjórir skipverjar voru um borð og voru björgunarsveitir kallaðar út. Björgunarbáturinn Jón Kjartansson var sendur til hjálpar auk þess sem nærstaddir hvalaskoðunarbátar og trillur héldu á vettvang. Gott veður var á svæðinu og voru farþegarnir selfluttir úr Náttfara yfir í aðra hvalaskoðunarbáta sem fluttu fólkið í land. Björgunarbáturinn og handfærabátur náðu svo að draga Náttfara af strandstað rétt fyrir klukkan níu og var Náttfara siglt til hafnar. Engar skemmdir sjást við skoðun á honum. Myndin er af hvalaskoðunarbátum við höfnina á Húsavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×