Innlent

Flóðið náði ekki upp í brúargólf

Flóðið í Jöklu í gærkvöldi var mun minna en í fyrrakvöld og náði ekki upp í brúargólfið sem fór á kaf kvöldið áður. Flóðahættan virðist liðin hjá og er það í samræmi við reiknilíkan verkfræðistofunnar Vatnaskila um framvindu mála. Framkvæmdir við undirstöður aðal stíflunnar í gljúfrinu, neðan varnargarðsins, eru nú komnar í fullan gang. Stefnt er að því að vinna upp tafir sem urðu vegna vatnsaga á vinnusvæðinu og tafir sem áður höfðu orðið vegna óvæntra aðstæðna í gljúfrinu. Brúin yfir Jöklu verður væntanlega opnuð almenningi á ný um eða eftir helgi, þegar lokið verður við lagfæringar á henni eftir ágang vatns og jakahröngls. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×