Borgið verðtryggð lán með séreignasparnaði Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 29. mars 2014 08:00 Fræðimenn við HÍ segja skynsamlegt að nota skattfrjálsan séreignasparnað til að greiða niður verðtryggð húsnæðislán.Þeir segja hins vegar að kynslóðir framtíðarinnar borgi brúsan. Fréttablaðið /Vilhelm „Það borgar sig í dag fyrir fólk að greiða niður fasteignalán með séreignasparnaði. Skattgreiðendur framtíðarinnar munu hinsvegar borga reikninginn og svo hefur fólk minna til ráðstöfunar á efri árum,“ segir Gylfi Magnússon, lektor við Hásksóla Íslands, um nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar. Það gerir ráð fyrir að fólk geti annað hvort nýtt séreignasparnað til íbúðakaupa, eigi það ekki húsnæði, eða til að greiða niður lán. Samkvæmt frumvarpinu verður þak á því hversu háar upphæðir má nota til þessara hluta og er miðað við 1,5 milljónir á þriggja ára tímbabili á heimili, sama hvor leiðin er farin. Nokkur umræða hefur spunnist um hvort að það borgi sig fyrir fólk að nýta séreignasparnað sinn til þessara hluta. Gylfi segir að það sé fundið fé að gera það því ekki þurf að greiða skatt af þessum peningum og í sama streng tekur Marías Gestsson aðjúnkt við Háskólann og sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. „Þar sem fólk greiðir ekki skatt af þessari upphæð má segja að skatturinn sé ávöxtun,“ segir Marías. „Ef fólk hefur ekki verið að nýta sér séreignasparnaðinn ætti það að fara að gera það. Það er góð ákvörðun. Launþegar leggja fram tvö prósent af tekjum sínum á móti jafnháu framlagi frá atvinnurekandanum,“ segir Gylfi. Hann segir að það borgi sig alltaf að greiða fasteignalánin, verðbólguskot breyti þar engu um. „Verðbólguskot auka ekki raunvirði láns heldur fjölgar krónunum sem menn skulda eða greiða í hverjum mánuði á móti kemur að hver króna er minna virði,“ segi Gylfi. Marías segir að það þó það sé skynsamlegt að nota skattfrjálsan séreignasparnað til að greiða niður lán þá komi það einhversstaðar niður. „Stjórnvöld verða að hækka skatta í framtíðinni eða að spara í ríkisbúskapnum og það hefur þá væntanlega í för með að ekki verður hægt að eyða jafn miklu í heilbrigðis- og skólakerfi svo dæmi séu tekin,“ segir Marías.Heildarskuldin vex Eyjólfur Lárusson framkvæmdastjóri Allianz á Íslandi sagði meðal annars í Fréttablaðinu í gær að verðtryggð lán gætu hækkað á svipstundu og þá væri allt inngreitt þar á meðal séreignasparnaðurinn farinn. Eyjólfur segir að í tilefni af umræðu, vegna orða hans í blaðinu í gær vilji hann koma því á framfæri, talandi mannamál, að miðað við meðalverðbólgu síðastliðinna ára þá hefur heildarskuld á verðtryggðu láni vaxið upp í upphaflega stöðu þrátt fyrir að greitt hafi verið samviskusamlega í 5 ár. „Ég held að hinn almenni Íslendingur sem hefur verðtryggt lán hafi fundið þetta á eigin skinni,“ segir hann. Jafnframt kvaðst Eyjólfur hvetja alla til að skoða sína stöðu og vega og meta sín mál út frá sínum eigin hagsmunum. Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
„Það borgar sig í dag fyrir fólk að greiða niður fasteignalán með séreignasparnaði. Skattgreiðendur framtíðarinnar munu hinsvegar borga reikninginn og svo hefur fólk minna til ráðstöfunar á efri árum,“ segir Gylfi Magnússon, lektor við Hásksóla Íslands, um nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar. Það gerir ráð fyrir að fólk geti annað hvort nýtt séreignasparnað til íbúðakaupa, eigi það ekki húsnæði, eða til að greiða niður lán. Samkvæmt frumvarpinu verður þak á því hversu háar upphæðir má nota til þessara hluta og er miðað við 1,5 milljónir á þriggja ára tímbabili á heimili, sama hvor leiðin er farin. Nokkur umræða hefur spunnist um hvort að það borgi sig fyrir fólk að nýta séreignasparnað sinn til þessara hluta. Gylfi segir að það sé fundið fé að gera það því ekki þurf að greiða skatt af þessum peningum og í sama streng tekur Marías Gestsson aðjúnkt við Háskólann og sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. „Þar sem fólk greiðir ekki skatt af þessari upphæð má segja að skatturinn sé ávöxtun,“ segir Marías. „Ef fólk hefur ekki verið að nýta sér séreignasparnaðinn ætti það að fara að gera það. Það er góð ákvörðun. Launþegar leggja fram tvö prósent af tekjum sínum á móti jafnháu framlagi frá atvinnurekandanum,“ segir Gylfi. Hann segir að það borgi sig alltaf að greiða fasteignalánin, verðbólguskot breyti þar engu um. „Verðbólguskot auka ekki raunvirði láns heldur fjölgar krónunum sem menn skulda eða greiða í hverjum mánuði á móti kemur að hver króna er minna virði,“ segi Gylfi. Marías segir að það þó það sé skynsamlegt að nota skattfrjálsan séreignasparnað til að greiða niður lán þá komi það einhversstaðar niður. „Stjórnvöld verða að hækka skatta í framtíðinni eða að spara í ríkisbúskapnum og það hefur þá væntanlega í för með að ekki verður hægt að eyða jafn miklu í heilbrigðis- og skólakerfi svo dæmi séu tekin,“ segir Marías.Heildarskuldin vex Eyjólfur Lárusson framkvæmdastjóri Allianz á Íslandi sagði meðal annars í Fréttablaðinu í gær að verðtryggð lán gætu hækkað á svipstundu og þá væri allt inngreitt þar á meðal séreignasparnaðurinn farinn. Eyjólfur segir að í tilefni af umræðu, vegna orða hans í blaðinu í gær vilji hann koma því á framfæri, talandi mannamál, að miðað við meðalverðbólgu síðastliðinna ára þá hefur heildarskuld á verðtryggðu láni vaxið upp í upphaflega stöðu þrátt fyrir að greitt hafi verið samviskusamlega í 5 ár. „Ég held að hinn almenni Íslendingur sem hefur verðtryggt lán hafi fundið þetta á eigin skinni,“ segir hann. Jafnframt kvaðst Eyjólfur hvetja alla til að skoða sína stöðu og vega og meta sín mál út frá sínum eigin hagsmunum.
Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira