Broadway kveður fyrir fullt og allt Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. mars 2014 11:30 Hörður Sigurjónsson er einn þeirra sem skipuleggur lokakvöld á Broadway sem fram fer þann 11. apríl Vísir/Stefán „Þegar það lá ljóst fyrir að Broadway í Ármúla myndi loka, ákváðum við að hóa saman eldri og yngri starfsmönnum, skemmtikröftum og velunnurum á einu veglegu lokakvöldi áður en Broadway lokar endanlega,“ segir Hörður Sigurjónsson, fyrrum yfirþjónn á Broadway, en hann starfaði þar í fimmtán ár. Nú liggur ljóst fyrir að þann 11. apríl næstkomandi verður síðasta kvöldið sem eitthvað verður um að vera á Broadway. „Það hafa auðvitað einhverjar þúsundir unnið og skemmt á stöðunum þremur þannig það verður eflaust talsvert af fólki. Það komast um 2.500 manns fyrir þannig að það er nóg pláss fyrir almenna gesti og velunnara,“ segir Hörður. Broadway var stofnað í Álfabakka 6. nóvember árið 1981 af Ólafi Laufdal og varð fljótlega vinsælasti veitingastaður landsins. „Hótel Ísland opnar svo í Ármúla árið 1986 en Broadway verður þó áfram í Álfabakka í einhvern tíma. Svo flutti Broadway á Hótel Ísland.“ Á lokakvöldi Broadway kemur fram fjöldi listamanna sem tengjast staðnum. „Það ætla skemmtikraftar sem skemmt hafa á stöðunum í gegnum árin að koma fram á lokakvöldinu eins og Stjórnin, sem var einmitt húshljómsveit á Hótel Íslandi á sínum tíma, Regína Ósk, Bryndís Ásmundsdóttir, Ari Jónsson, Einar Júlíusson, gamlir diskótekarar og margir fleiri listamenn,“ segir Hörður um lokakvöldið. Myndum af starfsmönnum í leik og starfi verður varpað á stórt tjald á lokakvöldinu. Broadway hýsti fjölda sýninga, tónleika og skemmtana og hefur skipað stórt hlutverk í menningarlífi Íslendinga þau ár sem starfsemin hefur verið í gangi. Þar hafa komið fram listamenn á borð við Tom Jones, Jerry Lee Lewis, Fats Domino, The Shadows, The Strokes, Nick Cave, Rod Stewart og ógrynni fleiri heimsþekktra nafna í tónlistargeiranum. Forsala á þennan merkilega viðburð verður miðvikudaginn 9. apríl og fimmtudaginn 10. apríl.Sigríður BeinteinsdóttirVísir/GVASigríður Beinteinsdóttir „Það er hræðilegt að það þurfi að loka þessu húsi, þetta er eina húsið þar sem hægt er að vera með svona dinner, „show“ og dansleik á eftir. Þetta hús er svo sérstakt og flott. Það var frábært að vinna fyrir Ólaf Laufdal. Það verður mikil eftirsjá hjá flestu tónlistarfólki sem ég þekki. Ég á margar minningar þaðan og var mikið að spila og syngja í þessu húsi. Ég setti til dæmis upp Tinu Turner tribute, á árunum 2006-2007, það var rosalega skemmtilegt. Svo var Stjórnin húshljómsveit þarna í þrjú ár. Það var mjög eftirminnilegt þegar ég hitti John Travolta og Tom Jones. Það kom mér sérstaklega á óvart hvað Travolta var lítill en hann kom hingað stuttu eftir Grease-ævintýrið. Við í Stjórninni spilum í lokahófinu, það verður talið í allt þetta skemmtilegasta og við rifjum gamla prógrammið.“Björgvin HalldórssonMynd/RósaBjörgvin Halldórsson „Ég var skemmtanastjóri á Broadway í mörg ár og tók þar til dæmis á móti mörgum heimsþekktum erlendum skemmtikröftum. Þetta var rosalega skemmtilegur tími og gaman að taka á móti þessum frægu stjörnum. Ég á margar frábærar minningar, það var til dæmis mjög gaman að syngja með Rod Stewart. Allar sýningarnar sem ég setti upp og tók þátt í eru líka ofarlega í huga eins og sýningarnar Allt vitlaust, Þó líði ár og öld og margar fleiri söngsýningar. Það var algjört þrekvirki að byggja staðinn upp, eftir að Broadway lokar er sárvöntun á svona stöðum, þar sem fólk getur borðað, horft á „show“ og dansað, þetta eru bara orðnir litlir öskubakkar niðri í bæ. Ég hef þó trú á að þetta fari í hringi því ég man að þegar diskóið var við völd, var minna um lifandi flutning og þá voru plötusnúðarnir allsráðandi. Þegar diskóið rann út þá duttu plötusnúðarnir inni í hljómsveitirnar. Þetta breytist og fer í bylgjur.“Ólafur LaufdalMynd/SkjáskotÓlafur Laufdal, stofnandi Broadway „Ég hætti fyrir tíu árum en þetta var meiriháttar tími þegar ég byggði upp Broadway. Ég var menntaður þjónn og stofnaði Hollywood sem var vinsælasti veitingastaður í bænum. Eftir það byggði ég svo Broadway í Álfabakka, sem tók 1.500 manns og þar komu fram margir frægir skemmtikraftar. Svo kom upp sú staða að mig vantaði stærra pláss og þá byggði ég Hótel Ísland í Ármúla. Þar hafði ég leyfi fyrir 2.200 manns. Ég á frábærar minningar og það var gaman að hitta svona mikið af heimsfrægum skemmtikröftum. Þegar ég hætti með reksturinn þá var mjög mikið að gera. Sonur minn, Arnar Laufdal tók við rekstrinum og það gekk mjög vel. Við vorum alltaf með stærstu árshátíðirnar en eftir hrunið urðu margar árshátíðir minni. Það var alltaf nóg að gera þegar við vorum með þetta. Reksturinn var í fínu lagi þegar ég hætti, en ég ætlaði að taka því rólega og gerði það í eitt til tvö ár en svo fór að byggja hús í Grímsnesi og er nú með Hótel Grímsborgir.“Björgvin Halldórsson og Rod StewartGunnar Þórðarson, Björgvin Halldórsson, Þuríður Sigurðardóttir og Egill ÓlafssonFleiri myndir og upplýsingar má finna hér. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Þegar það lá ljóst fyrir að Broadway í Ármúla myndi loka, ákváðum við að hóa saman eldri og yngri starfsmönnum, skemmtikröftum og velunnurum á einu veglegu lokakvöldi áður en Broadway lokar endanlega,“ segir Hörður Sigurjónsson, fyrrum yfirþjónn á Broadway, en hann starfaði þar í fimmtán ár. Nú liggur ljóst fyrir að þann 11. apríl næstkomandi verður síðasta kvöldið sem eitthvað verður um að vera á Broadway. „Það hafa auðvitað einhverjar þúsundir unnið og skemmt á stöðunum þremur þannig það verður eflaust talsvert af fólki. Það komast um 2.500 manns fyrir þannig að það er nóg pláss fyrir almenna gesti og velunnara,“ segir Hörður. Broadway var stofnað í Álfabakka 6. nóvember árið 1981 af Ólafi Laufdal og varð fljótlega vinsælasti veitingastaður landsins. „Hótel Ísland opnar svo í Ármúla árið 1986 en Broadway verður þó áfram í Álfabakka í einhvern tíma. Svo flutti Broadway á Hótel Ísland.“ Á lokakvöldi Broadway kemur fram fjöldi listamanna sem tengjast staðnum. „Það ætla skemmtikraftar sem skemmt hafa á stöðunum í gegnum árin að koma fram á lokakvöldinu eins og Stjórnin, sem var einmitt húshljómsveit á Hótel Íslandi á sínum tíma, Regína Ósk, Bryndís Ásmundsdóttir, Ari Jónsson, Einar Júlíusson, gamlir diskótekarar og margir fleiri listamenn,“ segir Hörður um lokakvöldið. Myndum af starfsmönnum í leik og starfi verður varpað á stórt tjald á lokakvöldinu. Broadway hýsti fjölda sýninga, tónleika og skemmtana og hefur skipað stórt hlutverk í menningarlífi Íslendinga þau ár sem starfsemin hefur verið í gangi. Þar hafa komið fram listamenn á borð við Tom Jones, Jerry Lee Lewis, Fats Domino, The Shadows, The Strokes, Nick Cave, Rod Stewart og ógrynni fleiri heimsþekktra nafna í tónlistargeiranum. Forsala á þennan merkilega viðburð verður miðvikudaginn 9. apríl og fimmtudaginn 10. apríl.Sigríður BeinteinsdóttirVísir/GVASigríður Beinteinsdóttir „Það er hræðilegt að það þurfi að loka þessu húsi, þetta er eina húsið þar sem hægt er að vera með svona dinner, „show“ og dansleik á eftir. Þetta hús er svo sérstakt og flott. Það var frábært að vinna fyrir Ólaf Laufdal. Það verður mikil eftirsjá hjá flestu tónlistarfólki sem ég þekki. Ég á margar minningar þaðan og var mikið að spila og syngja í þessu húsi. Ég setti til dæmis upp Tinu Turner tribute, á árunum 2006-2007, það var rosalega skemmtilegt. Svo var Stjórnin húshljómsveit þarna í þrjú ár. Það var mjög eftirminnilegt þegar ég hitti John Travolta og Tom Jones. Það kom mér sérstaklega á óvart hvað Travolta var lítill en hann kom hingað stuttu eftir Grease-ævintýrið. Við í Stjórninni spilum í lokahófinu, það verður talið í allt þetta skemmtilegasta og við rifjum gamla prógrammið.“Björgvin HalldórssonMynd/RósaBjörgvin Halldórsson „Ég var skemmtanastjóri á Broadway í mörg ár og tók þar til dæmis á móti mörgum heimsþekktum erlendum skemmtikröftum. Þetta var rosalega skemmtilegur tími og gaman að taka á móti þessum frægu stjörnum. Ég á margar frábærar minningar, það var til dæmis mjög gaman að syngja með Rod Stewart. Allar sýningarnar sem ég setti upp og tók þátt í eru líka ofarlega í huga eins og sýningarnar Allt vitlaust, Þó líði ár og öld og margar fleiri söngsýningar. Það var algjört þrekvirki að byggja staðinn upp, eftir að Broadway lokar er sárvöntun á svona stöðum, þar sem fólk getur borðað, horft á „show“ og dansað, þetta eru bara orðnir litlir öskubakkar niðri í bæ. Ég hef þó trú á að þetta fari í hringi því ég man að þegar diskóið var við völd, var minna um lifandi flutning og þá voru plötusnúðarnir allsráðandi. Þegar diskóið rann út þá duttu plötusnúðarnir inni í hljómsveitirnar. Þetta breytist og fer í bylgjur.“Ólafur LaufdalMynd/SkjáskotÓlafur Laufdal, stofnandi Broadway „Ég hætti fyrir tíu árum en þetta var meiriháttar tími þegar ég byggði upp Broadway. Ég var menntaður þjónn og stofnaði Hollywood sem var vinsælasti veitingastaður í bænum. Eftir það byggði ég svo Broadway í Álfabakka, sem tók 1.500 manns og þar komu fram margir frægir skemmtikraftar. Svo kom upp sú staða að mig vantaði stærra pláss og þá byggði ég Hótel Ísland í Ármúla. Þar hafði ég leyfi fyrir 2.200 manns. Ég á frábærar minningar og það var gaman að hitta svona mikið af heimsfrægum skemmtikröftum. Þegar ég hætti með reksturinn þá var mjög mikið að gera. Sonur minn, Arnar Laufdal tók við rekstrinum og það gekk mjög vel. Við vorum alltaf með stærstu árshátíðirnar en eftir hrunið urðu margar árshátíðir minni. Það var alltaf nóg að gera þegar við vorum með þetta. Reksturinn var í fínu lagi þegar ég hætti, en ég ætlaði að taka því rólega og gerði það í eitt til tvö ár en svo fór að byggja hús í Grímsnesi og er nú með Hótel Grímsborgir.“Björgvin Halldórsson og Rod StewartGunnar Þórðarson, Björgvin Halldórsson, Þuríður Sigurðardóttir og Egill ÓlafssonFleiri myndir og upplýsingar má finna hér.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira