Veruleg brögð af því að veiðimenn vitji ekki leyfa sinna Jakob Bjarnar skrifar 30. júlí 2014 16:13 Hreindýraveiðin fór af stað fyrir rúmum hálfum mánuði og gengur vel. Vísir/Vilhelm Þeir hreindýraveiðimenn sem ekki fengu úthlutað leyfum, en eru á biðlista, ættu að fylgjast vel með tölvupósti sínum næstu daga því veruleg brögð eru af því að veiðimenn vitji ekki leyfa sinna. Tarfaveiðin hófst fyrir rúmum hálfum mánuði og gengur vel að sögn Jóhanns G. Gunnarssonar hjá Umhverfisstofnun á Egilsstöðum. Hann hefur skráð í sínar bækur 91 tarf fallinn af ríflega 600 sem til stendur að fella. Jóhann segir þetta ágæta byrjun. Mikil bleyta hefur verið á hálendinu eftir snjóþungan vetur en veiðimenn hafa ekki lent í teljandi vandræðum vegna hennar. „Nei ég hef nú ekki heyrt af því, það hefur náttúrulega verið ansi góð tíð undanfarið, með mikilli uppgufun og bráðnun. Það hefur verið heitt til fjalla og kannski bleytan þess vegna verið fljótari að fara. Það er eitthvað um að það séu skaflar í hálendisslóðum ennþá. Það er nú kannski búið að veiða meira á fjarðasvæðunum þar sem lítið reynir á slóðir þar sem menn þurfa að fara beint upp og niður fjöll, og þá gangandi. En það er náttúrulega víða svona bleyta í landi ennþá þannig að menn verða að passa sig þegar menn eru að fara um slóðirnar“, segir Jóhann. Ekki á morgun heldur hinn hefjast svo veiðar á hreindýrakúm, sem væntanlega fara rólega af stað af því að þær hefjast um Verslunarmannahelgi, en þá hefur veiði verið róleg. Og, nokkur brögð eru af því að menn vitji ekki leyfa sinna. „Það voru 130 leyfi sem ég úthlutaði núna eftir að menn áttu að vera búnir að klára seinni greiðsluna, og mér sýnist það að ég hafi fengið upp undir 70 af þeim í hausinn til baka. Sem sagt menn sem ég úthlutaði á biðlistana þáðu þau ekki þannig að ég verð að halda áfram að reyna að koma út þessum leyfum, sem er náttúrulega dálítið bagalegt að þurfa að standa í því þegar veiðitíminn er kominn á fullt. En þeir sem eru á biðlistum og eru í sumarfríi, ég ætla allavega að biðja þá um að fylgjast með tölvupóstum sínum og svona, ef þeir telja að þeir séu næstir á biðlista,“ segir Jóhann G. Gunnarsson Egilsstöðum. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Þeir hreindýraveiðimenn sem ekki fengu úthlutað leyfum, en eru á biðlista, ættu að fylgjast vel með tölvupósti sínum næstu daga því veruleg brögð eru af því að veiðimenn vitji ekki leyfa sinna. Tarfaveiðin hófst fyrir rúmum hálfum mánuði og gengur vel að sögn Jóhanns G. Gunnarssonar hjá Umhverfisstofnun á Egilsstöðum. Hann hefur skráð í sínar bækur 91 tarf fallinn af ríflega 600 sem til stendur að fella. Jóhann segir þetta ágæta byrjun. Mikil bleyta hefur verið á hálendinu eftir snjóþungan vetur en veiðimenn hafa ekki lent í teljandi vandræðum vegna hennar. „Nei ég hef nú ekki heyrt af því, það hefur náttúrulega verið ansi góð tíð undanfarið, með mikilli uppgufun og bráðnun. Það hefur verið heitt til fjalla og kannski bleytan þess vegna verið fljótari að fara. Það er eitthvað um að það séu skaflar í hálendisslóðum ennþá. Það er nú kannski búið að veiða meira á fjarðasvæðunum þar sem lítið reynir á slóðir þar sem menn þurfa að fara beint upp og niður fjöll, og þá gangandi. En það er náttúrulega víða svona bleyta í landi ennþá þannig að menn verða að passa sig þegar menn eru að fara um slóðirnar“, segir Jóhann. Ekki á morgun heldur hinn hefjast svo veiðar á hreindýrakúm, sem væntanlega fara rólega af stað af því að þær hefjast um Verslunarmannahelgi, en þá hefur veiði verið róleg. Og, nokkur brögð eru af því að menn vitji ekki leyfa sinna. „Það voru 130 leyfi sem ég úthlutaði núna eftir að menn áttu að vera búnir að klára seinni greiðsluna, og mér sýnist það að ég hafi fengið upp undir 70 af þeim í hausinn til baka. Sem sagt menn sem ég úthlutaði á biðlistana þáðu þau ekki þannig að ég verð að halda áfram að reyna að koma út þessum leyfum, sem er náttúrulega dálítið bagalegt að þurfa að standa í því þegar veiðitíminn er kominn á fullt. En þeir sem eru á biðlistum og eru í sumarfríi, ég ætla allavega að biðja þá um að fylgjast með tölvupóstum sínum og svona, ef þeir telja að þeir séu næstir á biðlista,“ segir Jóhann G. Gunnarsson Egilsstöðum.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira