Lífið

Fullt út úr dyrum hjá FKA

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjölmargar glæsilegar konur létu sig ekki vanta.
Fjölmargar glæsilegar konur létu sig ekki vanta.

Húsfylli var í Gamla bíói í gær þegar FKA hélt árlega viðurkenningarhátíð sína. Hægt var að fylgjast með hátíðinni í beinni útsendingu hér á Vísi. Veittar voru viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd. Fjölmargir létu sjá sig á viðburðinum og voru teknar myndir af gestum og gangandi eins og sjá má hér neðst í greininni.

Sjá einnig: Bein útsending: FKA heiðrar þrjár konur úr atvinnulífinu

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, hlaut FKA viðurkenningu 2020 fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd.

Anna Stefánsdóttir, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, hlaut Þakkarviðurkenningu FKA 2020 sem er veitt konu fyr­ir eft­ir­tekt­ar­vert ævi­starf stjórn­anda í atvinnu­líf­inu.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Kara Connect, hlaut Hvatningarviðurkenningu FKA 2020 sem er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra flutti erindi og fjölbreyttur hópur fólks úr íslensku atvinnulífi var saman komið á hátíðinni í gær. 

Hér að neðan má sjá myndir frá viðurkenningarhátíðinni með því að fletta myndasafninu.


Tengdar fréttir

Guðbjörg, Anna og Þorbjörg heiðraðar af FKA

Húsfylli var í Gamla bíói í gær þegar FKA hélt árlega viðurkenningarhátíð sína. Hægt var að fylgjast með hátíðinni í beinni útsendingu hér á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×