Margslunginn Lewis 9. desember 2010 15:00 Barnabækur C.S. Lewis um ævintýraheim Narníu eru ákaflega umdeildar. Sumir halda því fram að þær séu hreinasta trúboð og trúarinnræting en aðrir telja Lewis hafa verið innblásinn af stjörnufræði miðalda. Þriðja myndin í Narníu-flokknum, Sigling Dagfara, verður frumsýnd um helgina. Nordic Photos/Getty Sennilega hafa engar barnabækur verið jafn umdeildar og Narníu-bækurnar. Fræðimenn hafa rifist um duldar merkingar þeirra, falin skilaboð og hvað í ósköpunum höfundurinn C.S Lewis var að reyna að segja. Þriðja myndin í Narníu-flokknum, Voyage of the Dawn Treader eða Sigling Dagfara, verður frumsýnd um helgina. Hinar myndirnar tvær hafa hlotið fína aðsókn þótt aðdáendur bókanna og gagnrýnendur hafi skipst í tvö ólík horn. Narníu-myndunum hefur ekki tekist að feta í fótspor ótrúlegra vinsælda Hringadrottins-þríleiksins en það að Hollywood skuli ætla að klára að kvikmynda bækurnar sjö gefur til kynna að peningamaskínan sé nokkuð sátt. Narníu-bókaflokkurinn er eftir C.S. Lewis, guðfræðing og góðvin J.R.R. Tolkien, höfund Hringadrottins-bálksins. Um kristilegar tilvísanir í bókum Tolkiens hefur mikið verið fjallað um og á næsta ári mun holskefla greina og frétta um bálkinn dynja á lesendum enda verða þá tíu ár liðin frá því að fyrsta myndin var frumsýnd. Bækurnar þrjár hafa þó fyrst og fremst verið sögð hörð ádeila á hvers konar stríðsrekstur sem Tolkien kynntist af eigin raun í fyrri heimsstyrjöldinni. Kristilegur boðskapur bóka C.S. Lewis fer hins vegar ekki fram hjá neinum. Og enginn hefur reynt að fela hann. Síðasta Narníu-myndin, Kaspían konungsson, fékk meira að segja skammir fyrir að vera hreint og beint trúboð. Og framleiðendur myndanna hafa viðurkennt í viðtölum að þeir vildu nýta sér „trúarlegan meðbyr“ píslargöngu Krists sem Mel Gibson leikstýrði 2005. Í bréfasafni Lewis hafa síðan fundist beinharðar sannanir fyrir því að ljónið Aslan sé Kristsgervingur, áðurnefndur Kaspían boðberi nýrra tíma sem eigi að endurreisa hinna sönnu trú og apinn, sem birtist í lokaorrustunni, sé sjálfur antíkristur. Það væri aftur á móti einföldun að kalla Narníu-bókaflokkinn kristna allegoríu (táknsögu), því Lewis blandar saman kristinni trú og menningu við gríska og rómverska en ekkert síður írska og breska. Og þær tvær síðastnefndu koma töluvert við sögu í Siglingu Dagfara. Kenningarnar um hvaðan hugmyndin að Narníu sé komin eru ótal margar en árið 2008 varpaði fræðimaðurinn og presturinn Michael Ward fram þeirri kenningu að Narníu-bækurnar væri innblásnar af miðaldakenningum í stjörnufræði. Að bækurnar sjö fjölluðu um eiginleika stjarnanna sjö sem mynduðu himinhvolfið; tunglið, sólina, Merkúr, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Bókinni var vel tekið í fræðimannasamfélaginu í Bretlandi, meðal annars í Oxford og BBC gerði heimildarmynd um kenningu klerksins. Samkvæmt kenningu Wards var bókin Kaspían konungsson saga um Mars, plánetu orrustu og hermanna en Sigling Dagfara fjallaði um sólina með öllum sínum björtu litum. Ward benti á, máli sínu til stuðnings, að Lewis hefði verið einn fremsti fræðimaður háskólans í Oxford á sviði miðaldafræða og sérlegur áhugamaður um stjörnufræði þess tíma. Hvað sem öllum fræðimönnum liður, kenningum þeirra og hugmyndum um Narníu þá verður Sigling Dagfara frumsýnd um helgina. Og næsta mynd, Silfurstóllinn, er væntanleg í kvikmyndahús strax á næsta ári. Aðdáendur Narníu hafa því svo sannarlega til einhvers að hlakka. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Sennilega hafa engar barnabækur verið jafn umdeildar og Narníu-bækurnar. Fræðimenn hafa rifist um duldar merkingar þeirra, falin skilaboð og hvað í ósköpunum höfundurinn C.S Lewis var að reyna að segja. Þriðja myndin í Narníu-flokknum, Voyage of the Dawn Treader eða Sigling Dagfara, verður frumsýnd um helgina. Hinar myndirnar tvær hafa hlotið fína aðsókn þótt aðdáendur bókanna og gagnrýnendur hafi skipst í tvö ólík horn. Narníu-myndunum hefur ekki tekist að feta í fótspor ótrúlegra vinsælda Hringadrottins-þríleiksins en það að Hollywood skuli ætla að klára að kvikmynda bækurnar sjö gefur til kynna að peningamaskínan sé nokkuð sátt. Narníu-bókaflokkurinn er eftir C.S. Lewis, guðfræðing og góðvin J.R.R. Tolkien, höfund Hringadrottins-bálksins. Um kristilegar tilvísanir í bókum Tolkiens hefur mikið verið fjallað um og á næsta ári mun holskefla greina og frétta um bálkinn dynja á lesendum enda verða þá tíu ár liðin frá því að fyrsta myndin var frumsýnd. Bækurnar þrjár hafa þó fyrst og fremst verið sögð hörð ádeila á hvers konar stríðsrekstur sem Tolkien kynntist af eigin raun í fyrri heimsstyrjöldinni. Kristilegur boðskapur bóka C.S. Lewis fer hins vegar ekki fram hjá neinum. Og enginn hefur reynt að fela hann. Síðasta Narníu-myndin, Kaspían konungsson, fékk meira að segja skammir fyrir að vera hreint og beint trúboð. Og framleiðendur myndanna hafa viðurkennt í viðtölum að þeir vildu nýta sér „trúarlegan meðbyr“ píslargöngu Krists sem Mel Gibson leikstýrði 2005. Í bréfasafni Lewis hafa síðan fundist beinharðar sannanir fyrir því að ljónið Aslan sé Kristsgervingur, áðurnefndur Kaspían boðberi nýrra tíma sem eigi að endurreisa hinna sönnu trú og apinn, sem birtist í lokaorrustunni, sé sjálfur antíkristur. Það væri aftur á móti einföldun að kalla Narníu-bókaflokkinn kristna allegoríu (táknsögu), því Lewis blandar saman kristinni trú og menningu við gríska og rómverska en ekkert síður írska og breska. Og þær tvær síðastnefndu koma töluvert við sögu í Siglingu Dagfara. Kenningarnar um hvaðan hugmyndin að Narníu sé komin eru ótal margar en árið 2008 varpaði fræðimaðurinn og presturinn Michael Ward fram þeirri kenningu að Narníu-bækurnar væri innblásnar af miðaldakenningum í stjörnufræði. Að bækurnar sjö fjölluðu um eiginleika stjarnanna sjö sem mynduðu himinhvolfið; tunglið, sólina, Merkúr, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Bókinni var vel tekið í fræðimannasamfélaginu í Bretlandi, meðal annars í Oxford og BBC gerði heimildarmynd um kenningu klerksins. Samkvæmt kenningu Wards var bókin Kaspían konungsson saga um Mars, plánetu orrustu og hermanna en Sigling Dagfara fjallaði um sólina með öllum sínum björtu litum. Ward benti á, máli sínu til stuðnings, að Lewis hefði verið einn fremsti fræðimaður háskólans í Oxford á sviði miðaldafræða og sérlegur áhugamaður um stjörnufræði þess tíma. Hvað sem öllum fræðimönnum liður, kenningum þeirra og hugmyndum um Narníu þá verður Sigling Dagfara frumsýnd um helgina. Og næsta mynd, Silfurstóllinn, er væntanleg í kvikmyndahús strax á næsta ári. Aðdáendur Narníu hafa því svo sannarlega til einhvers að hlakka. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira