Margslunginn Lewis 9. desember 2010 15:00 Barnabækur C.S. Lewis um ævintýraheim Narníu eru ákaflega umdeildar. Sumir halda því fram að þær séu hreinasta trúboð og trúarinnræting en aðrir telja Lewis hafa verið innblásinn af stjörnufræði miðalda. Þriðja myndin í Narníu-flokknum, Sigling Dagfara, verður frumsýnd um helgina. Nordic Photos/Getty Sennilega hafa engar barnabækur verið jafn umdeildar og Narníu-bækurnar. Fræðimenn hafa rifist um duldar merkingar þeirra, falin skilaboð og hvað í ósköpunum höfundurinn C.S Lewis var að reyna að segja. Þriðja myndin í Narníu-flokknum, Voyage of the Dawn Treader eða Sigling Dagfara, verður frumsýnd um helgina. Hinar myndirnar tvær hafa hlotið fína aðsókn þótt aðdáendur bókanna og gagnrýnendur hafi skipst í tvö ólík horn. Narníu-myndunum hefur ekki tekist að feta í fótspor ótrúlegra vinsælda Hringadrottins-þríleiksins en það að Hollywood skuli ætla að klára að kvikmynda bækurnar sjö gefur til kynna að peningamaskínan sé nokkuð sátt. Narníu-bókaflokkurinn er eftir C.S. Lewis, guðfræðing og góðvin J.R.R. Tolkien, höfund Hringadrottins-bálksins. Um kristilegar tilvísanir í bókum Tolkiens hefur mikið verið fjallað um og á næsta ári mun holskefla greina og frétta um bálkinn dynja á lesendum enda verða þá tíu ár liðin frá því að fyrsta myndin var frumsýnd. Bækurnar þrjár hafa þó fyrst og fremst verið sögð hörð ádeila á hvers konar stríðsrekstur sem Tolkien kynntist af eigin raun í fyrri heimsstyrjöldinni. Kristilegur boðskapur bóka C.S. Lewis fer hins vegar ekki fram hjá neinum. Og enginn hefur reynt að fela hann. Síðasta Narníu-myndin, Kaspían konungsson, fékk meira að segja skammir fyrir að vera hreint og beint trúboð. Og framleiðendur myndanna hafa viðurkennt í viðtölum að þeir vildu nýta sér „trúarlegan meðbyr“ píslargöngu Krists sem Mel Gibson leikstýrði 2005. Í bréfasafni Lewis hafa síðan fundist beinharðar sannanir fyrir því að ljónið Aslan sé Kristsgervingur, áðurnefndur Kaspían boðberi nýrra tíma sem eigi að endurreisa hinna sönnu trú og apinn, sem birtist í lokaorrustunni, sé sjálfur antíkristur. Það væri aftur á móti einföldun að kalla Narníu-bókaflokkinn kristna allegoríu (táknsögu), því Lewis blandar saman kristinni trú og menningu við gríska og rómverska en ekkert síður írska og breska. Og þær tvær síðastnefndu koma töluvert við sögu í Siglingu Dagfara. Kenningarnar um hvaðan hugmyndin að Narníu sé komin eru ótal margar en árið 2008 varpaði fræðimaðurinn og presturinn Michael Ward fram þeirri kenningu að Narníu-bækurnar væri innblásnar af miðaldakenningum í stjörnufræði. Að bækurnar sjö fjölluðu um eiginleika stjarnanna sjö sem mynduðu himinhvolfið; tunglið, sólina, Merkúr, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Bókinni var vel tekið í fræðimannasamfélaginu í Bretlandi, meðal annars í Oxford og BBC gerði heimildarmynd um kenningu klerksins. Samkvæmt kenningu Wards var bókin Kaspían konungsson saga um Mars, plánetu orrustu og hermanna en Sigling Dagfara fjallaði um sólina með öllum sínum björtu litum. Ward benti á, máli sínu til stuðnings, að Lewis hefði verið einn fremsti fræðimaður háskólans í Oxford á sviði miðaldafræða og sérlegur áhugamaður um stjörnufræði þess tíma. Hvað sem öllum fræðimönnum liður, kenningum þeirra og hugmyndum um Narníu þá verður Sigling Dagfara frumsýnd um helgina. Og næsta mynd, Silfurstóllinn, er væntanleg í kvikmyndahús strax á næsta ári. Aðdáendur Narníu hafa því svo sannarlega til einhvers að hlakka. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Sennilega hafa engar barnabækur verið jafn umdeildar og Narníu-bækurnar. Fræðimenn hafa rifist um duldar merkingar þeirra, falin skilaboð og hvað í ósköpunum höfundurinn C.S Lewis var að reyna að segja. Þriðja myndin í Narníu-flokknum, Voyage of the Dawn Treader eða Sigling Dagfara, verður frumsýnd um helgina. Hinar myndirnar tvær hafa hlotið fína aðsókn þótt aðdáendur bókanna og gagnrýnendur hafi skipst í tvö ólík horn. Narníu-myndunum hefur ekki tekist að feta í fótspor ótrúlegra vinsælda Hringadrottins-þríleiksins en það að Hollywood skuli ætla að klára að kvikmynda bækurnar sjö gefur til kynna að peningamaskínan sé nokkuð sátt. Narníu-bókaflokkurinn er eftir C.S. Lewis, guðfræðing og góðvin J.R.R. Tolkien, höfund Hringadrottins-bálksins. Um kristilegar tilvísanir í bókum Tolkiens hefur mikið verið fjallað um og á næsta ári mun holskefla greina og frétta um bálkinn dynja á lesendum enda verða þá tíu ár liðin frá því að fyrsta myndin var frumsýnd. Bækurnar þrjár hafa þó fyrst og fremst verið sögð hörð ádeila á hvers konar stríðsrekstur sem Tolkien kynntist af eigin raun í fyrri heimsstyrjöldinni. Kristilegur boðskapur bóka C.S. Lewis fer hins vegar ekki fram hjá neinum. Og enginn hefur reynt að fela hann. Síðasta Narníu-myndin, Kaspían konungsson, fékk meira að segja skammir fyrir að vera hreint og beint trúboð. Og framleiðendur myndanna hafa viðurkennt í viðtölum að þeir vildu nýta sér „trúarlegan meðbyr“ píslargöngu Krists sem Mel Gibson leikstýrði 2005. Í bréfasafni Lewis hafa síðan fundist beinharðar sannanir fyrir því að ljónið Aslan sé Kristsgervingur, áðurnefndur Kaspían boðberi nýrra tíma sem eigi að endurreisa hinna sönnu trú og apinn, sem birtist í lokaorrustunni, sé sjálfur antíkristur. Það væri aftur á móti einföldun að kalla Narníu-bókaflokkinn kristna allegoríu (táknsögu), því Lewis blandar saman kristinni trú og menningu við gríska og rómverska en ekkert síður írska og breska. Og þær tvær síðastnefndu koma töluvert við sögu í Siglingu Dagfara. Kenningarnar um hvaðan hugmyndin að Narníu sé komin eru ótal margar en árið 2008 varpaði fræðimaðurinn og presturinn Michael Ward fram þeirri kenningu að Narníu-bækurnar væri innblásnar af miðaldakenningum í stjörnufræði. Að bækurnar sjö fjölluðu um eiginleika stjarnanna sjö sem mynduðu himinhvolfið; tunglið, sólina, Merkúr, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Bókinni var vel tekið í fræðimannasamfélaginu í Bretlandi, meðal annars í Oxford og BBC gerði heimildarmynd um kenningu klerksins. Samkvæmt kenningu Wards var bókin Kaspían konungsson saga um Mars, plánetu orrustu og hermanna en Sigling Dagfara fjallaði um sólina með öllum sínum björtu litum. Ward benti á, máli sínu til stuðnings, að Lewis hefði verið einn fremsti fræðimaður háskólans í Oxford á sviði miðaldafræða og sérlegur áhugamaður um stjörnufræði þess tíma. Hvað sem öllum fræðimönnum liður, kenningum þeirra og hugmyndum um Narníu þá verður Sigling Dagfara frumsýnd um helgina. Og næsta mynd, Silfurstóllinn, er væntanleg í kvikmyndahús strax á næsta ári. Aðdáendur Narníu hafa því svo sannarlega til einhvers að hlakka. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira