Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2019 01:08 Það var þónokkur umgangur inn og út úr karphúsinu í kvöld. Vísir/Sigurjón Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. „Við vorum bara að kíkja aðeins í hús og fara yfir stöðu mála. Við höfum ekki átt neina samningafundi í dag, samflot iðnaðarmanna,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna í kjaraviðræðum, á leið sinni út úr húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan hálf eitt í nótt. „Við munum eiga fund hjá sáttasemjara á morgun. Það er svona fyrsti formlegi fundur eftir að það slitnaði upp úr hjá okkur og það er svo sem bara sú staða sem er í gangi hjá okkur,“ segir Kristján Þórður, sem kvaðst lítið fleira geta sagt um stöðuna. Fundað hefur verið stíft í húsakynnum ríkissáttasemjara í allan dag þar sem reynt er til þrautar að landa samningum í kjaradeilu VR, Eflingar og fjögurra annarra stéttarfélaga. Fyrr í kvöld var greint frá því að boðuðum verkföllum VR og Eflingar, sem hefjast áttu síðar í vikunni, hafi verið aflýst. Fundur í kjaraviðræðum stéttarfélaganna sex og Samtaka atvinnulífsins, stóð enn yfir nú um klukkan eitt. Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að árangur dagsins standi og falli með aðkomu ríkisins. Samningaaðilar hafi náð árangri en samtalið muni svo halda áfram við stjórnvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru líkur á því að það samtal muni eiga sér stað í fyrramálið. Kjaramál Tengdar fréttir Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Sjá meira
Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. „Við vorum bara að kíkja aðeins í hús og fara yfir stöðu mála. Við höfum ekki átt neina samningafundi í dag, samflot iðnaðarmanna,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna í kjaraviðræðum, á leið sinni út úr húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan hálf eitt í nótt. „Við munum eiga fund hjá sáttasemjara á morgun. Það er svona fyrsti formlegi fundur eftir að það slitnaði upp úr hjá okkur og það er svo sem bara sú staða sem er í gangi hjá okkur,“ segir Kristján Þórður, sem kvaðst lítið fleira geta sagt um stöðuna. Fundað hefur verið stíft í húsakynnum ríkissáttasemjara í allan dag þar sem reynt er til þrautar að landa samningum í kjaradeilu VR, Eflingar og fjögurra annarra stéttarfélaga. Fyrr í kvöld var greint frá því að boðuðum verkföllum VR og Eflingar, sem hefjast áttu síðar í vikunni, hafi verið aflýst. Fundur í kjaraviðræðum stéttarfélaganna sex og Samtaka atvinnulífsins, stóð enn yfir nú um klukkan eitt. Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að árangur dagsins standi og falli með aðkomu ríkisins. Samningaaðilar hafi náð árangri en samtalið muni svo halda áfram við stjórnvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru líkur á því að það samtal muni eiga sér stað í fyrramálið.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Sjá meira