Leðurblökumaðurinn með endurkomu á hvíta tjaldið 26. júlí 2012 14:00 Drungaleg hetja Leðurblökumaðurinn er mættur aftur til leiks. Þriðja kvikmynd leikstjórans Christopher Nolans um Leðurblökumanninn, The Dark Knight Rises, var frumsýnd í gær. The Dark Knight Rises gerist átta árum eftir að Leðurblökumaðurinn tókst á við Jókerinn í The Dark Knight og hefur hetjan verið í felum síðan þá. Bruce Wayne hefur dregið sig í hlé á heimili sínu Wayne Manor og fyrirtæki hans, Wayne Enterprises, er á barmi gjaldþrots. Leðurblökumaðurinn er þó dreginn úr fylgsni sínu þegar glæpamaðurinn Bane lætur á sér kræla og ræðst á hlutabréfamarkað Gotham City og gerir þar með fyrirtæki Wayne gjaldþrota. Kattarkonan Selina Kyle leiðir Batman til Bane og upphefst að nýju bardagi milli góðs og ills í Gotham-borg. Kvikmyndin er þriðja og síðasta mynd breska leikstjórans Christophers Nolan um Leðurblökumanninn, en Nolan bar hugmyndina um þríleikinn undir Warner Bros og leikstýrði í kjölfarið Batman Begins, frá árinu 2005, og The Dark Knight, frá árinu 2008. Handritin skrifaði Nolan ásamt yngri bróður sínum, handritshöfundinum Jonathan Nolan. Sem áður fer stórleikarinn Christian Bale með hlutverk Leðurblökumannsins og Michael Caine fer með hlutverk yfirþjóns Wayne, Alfred Pennyworth. Anne Hathaway leikur Kattarkonuna og Tom Hardy tekur að sér hlutverk illmennisins Bane. Með önnur hlutverk fara gæðaleikararnir Gary Oldman, Marion Cotillard, Joseph Gordon-Levitt og Morgan Freeman. Leðurblökumaðurinn á sér marga aðdáendur og kemur því lítið á óvart að The Dark Knight Rises hefur fengið góða dóma víðast hvar og þeir gagnrýnendur sem fóru síður lofsamlegum orðum um myndina fengu holskeflu fúkyrða yfir sig frá einlægum aðdáendum myndanna. Þeirra á meðal var gagnrýnandi The Associated Press, Christy Lemire. „Ég held að aðdáendur Leðurblökumannsins séu mjög ástríðufullir og umhugað um þessar persónur. Leðurblökumaðurinn hefur verið til í meira en 70 ár og það er ástæða fyrir því,“ sagði Nolan er hann kom aðdáendum ofurhetjunnar til varnar. Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Þriðja kvikmynd leikstjórans Christopher Nolans um Leðurblökumanninn, The Dark Knight Rises, var frumsýnd í gær. The Dark Knight Rises gerist átta árum eftir að Leðurblökumaðurinn tókst á við Jókerinn í The Dark Knight og hefur hetjan verið í felum síðan þá. Bruce Wayne hefur dregið sig í hlé á heimili sínu Wayne Manor og fyrirtæki hans, Wayne Enterprises, er á barmi gjaldþrots. Leðurblökumaðurinn er þó dreginn úr fylgsni sínu þegar glæpamaðurinn Bane lætur á sér kræla og ræðst á hlutabréfamarkað Gotham City og gerir þar með fyrirtæki Wayne gjaldþrota. Kattarkonan Selina Kyle leiðir Batman til Bane og upphefst að nýju bardagi milli góðs og ills í Gotham-borg. Kvikmyndin er þriðja og síðasta mynd breska leikstjórans Christophers Nolan um Leðurblökumanninn, en Nolan bar hugmyndina um þríleikinn undir Warner Bros og leikstýrði í kjölfarið Batman Begins, frá árinu 2005, og The Dark Knight, frá árinu 2008. Handritin skrifaði Nolan ásamt yngri bróður sínum, handritshöfundinum Jonathan Nolan. Sem áður fer stórleikarinn Christian Bale með hlutverk Leðurblökumannsins og Michael Caine fer með hlutverk yfirþjóns Wayne, Alfred Pennyworth. Anne Hathaway leikur Kattarkonuna og Tom Hardy tekur að sér hlutverk illmennisins Bane. Með önnur hlutverk fara gæðaleikararnir Gary Oldman, Marion Cotillard, Joseph Gordon-Levitt og Morgan Freeman. Leðurblökumaðurinn á sér marga aðdáendur og kemur því lítið á óvart að The Dark Knight Rises hefur fengið góða dóma víðast hvar og þeir gagnrýnendur sem fóru síður lofsamlegum orðum um myndina fengu holskeflu fúkyrða yfir sig frá einlægum aðdáendum myndanna. Þeirra á meðal var gagnrýnandi The Associated Press, Christy Lemire. „Ég held að aðdáendur Leðurblökumannsins séu mjög ástríðufullir og umhugað um þessar persónur. Leðurblökumaðurinn hefur verið til í meira en 70 ár og það er ástæða fyrir því,“ sagði Nolan er hann kom aðdáendum ofurhetjunnar til varnar.
Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira