Leðurblökumaðurinn með endurkomu á hvíta tjaldið 26. júlí 2012 14:00 Drungaleg hetja Leðurblökumaðurinn er mættur aftur til leiks. Þriðja kvikmynd leikstjórans Christopher Nolans um Leðurblökumanninn, The Dark Knight Rises, var frumsýnd í gær. The Dark Knight Rises gerist átta árum eftir að Leðurblökumaðurinn tókst á við Jókerinn í The Dark Knight og hefur hetjan verið í felum síðan þá. Bruce Wayne hefur dregið sig í hlé á heimili sínu Wayne Manor og fyrirtæki hans, Wayne Enterprises, er á barmi gjaldþrots. Leðurblökumaðurinn er þó dreginn úr fylgsni sínu þegar glæpamaðurinn Bane lætur á sér kræla og ræðst á hlutabréfamarkað Gotham City og gerir þar með fyrirtæki Wayne gjaldþrota. Kattarkonan Selina Kyle leiðir Batman til Bane og upphefst að nýju bardagi milli góðs og ills í Gotham-borg. Kvikmyndin er þriðja og síðasta mynd breska leikstjórans Christophers Nolan um Leðurblökumanninn, en Nolan bar hugmyndina um þríleikinn undir Warner Bros og leikstýrði í kjölfarið Batman Begins, frá árinu 2005, og The Dark Knight, frá árinu 2008. Handritin skrifaði Nolan ásamt yngri bróður sínum, handritshöfundinum Jonathan Nolan. Sem áður fer stórleikarinn Christian Bale með hlutverk Leðurblökumannsins og Michael Caine fer með hlutverk yfirþjóns Wayne, Alfred Pennyworth. Anne Hathaway leikur Kattarkonuna og Tom Hardy tekur að sér hlutverk illmennisins Bane. Með önnur hlutverk fara gæðaleikararnir Gary Oldman, Marion Cotillard, Joseph Gordon-Levitt og Morgan Freeman. Leðurblökumaðurinn á sér marga aðdáendur og kemur því lítið á óvart að The Dark Knight Rises hefur fengið góða dóma víðast hvar og þeir gagnrýnendur sem fóru síður lofsamlegum orðum um myndina fengu holskeflu fúkyrða yfir sig frá einlægum aðdáendum myndanna. Þeirra á meðal var gagnrýnandi The Associated Press, Christy Lemire. „Ég held að aðdáendur Leðurblökumannsins séu mjög ástríðufullir og umhugað um þessar persónur. Leðurblökumaðurinn hefur verið til í meira en 70 ár og það er ástæða fyrir því,“ sagði Nolan er hann kom aðdáendum ofurhetjunnar til varnar. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Þriðja kvikmynd leikstjórans Christopher Nolans um Leðurblökumanninn, The Dark Knight Rises, var frumsýnd í gær. The Dark Knight Rises gerist átta árum eftir að Leðurblökumaðurinn tókst á við Jókerinn í The Dark Knight og hefur hetjan verið í felum síðan þá. Bruce Wayne hefur dregið sig í hlé á heimili sínu Wayne Manor og fyrirtæki hans, Wayne Enterprises, er á barmi gjaldþrots. Leðurblökumaðurinn er þó dreginn úr fylgsni sínu þegar glæpamaðurinn Bane lætur á sér kræla og ræðst á hlutabréfamarkað Gotham City og gerir þar með fyrirtæki Wayne gjaldþrota. Kattarkonan Selina Kyle leiðir Batman til Bane og upphefst að nýju bardagi milli góðs og ills í Gotham-borg. Kvikmyndin er þriðja og síðasta mynd breska leikstjórans Christophers Nolan um Leðurblökumanninn, en Nolan bar hugmyndina um þríleikinn undir Warner Bros og leikstýrði í kjölfarið Batman Begins, frá árinu 2005, og The Dark Knight, frá árinu 2008. Handritin skrifaði Nolan ásamt yngri bróður sínum, handritshöfundinum Jonathan Nolan. Sem áður fer stórleikarinn Christian Bale með hlutverk Leðurblökumannsins og Michael Caine fer með hlutverk yfirþjóns Wayne, Alfred Pennyworth. Anne Hathaway leikur Kattarkonuna og Tom Hardy tekur að sér hlutverk illmennisins Bane. Með önnur hlutverk fara gæðaleikararnir Gary Oldman, Marion Cotillard, Joseph Gordon-Levitt og Morgan Freeman. Leðurblökumaðurinn á sér marga aðdáendur og kemur því lítið á óvart að The Dark Knight Rises hefur fengið góða dóma víðast hvar og þeir gagnrýnendur sem fóru síður lofsamlegum orðum um myndina fengu holskeflu fúkyrða yfir sig frá einlægum aðdáendum myndanna. Þeirra á meðal var gagnrýnandi The Associated Press, Christy Lemire. „Ég held að aðdáendur Leðurblökumannsins séu mjög ástríðufullir og umhugað um þessar persónur. Leðurblökumaðurinn hefur verið til í meira en 70 ár og það er ástæða fyrir því,“ sagði Nolan er hann kom aðdáendum ofurhetjunnar til varnar.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira