Bjarni Ben og Sigmundur Davíð boða komu sína á Alþingi í dag Ingvar Haraldsson skrifar 4. apríl 2016 05:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Fréttablaðið/Valli Stjórnarandstaðan hyggst leggja fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina og þingrof á næstu dögum. „Í alþjóðlegu samhengi kemur þetta skelfilega út fyrir íslenskt samfélag og forsætisráðherra segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna. Fjallað var um aflandsfélög tengd Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og öðrum íslenskra stjórnmálamönnum í fjölmiðlum um allan heim í gær. Katrín segir að Sigmundur hefði átt að gera grein fyrir félaginu Wintris, þegar hann var kosinn á þing árið 2009 og með því hafi Sigmundur ákveðið að spila ekki eftir reglum samfélagsins með því að halda félaginu leyndu. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata segist ekki sjá aðra leið en að lýsa yfir vantrausti á stjórnina og rjúfa þing. „Ef ekki undir þessum kringumstæðum, hvenær í ósköpunum ætti þingið að lýsa yfir vantrausti,“ segir Helgi. Þá segir Helgi Hrafn skýringar Sigmundar á aðkomu sinni að félaginu Wintris ekki standast. Til að mynda segist Helgi Hrafn ekki skilja þá útskýringu Sigmundar að mistök bankans hafi orðið til þess að forsætisráðherra hafi átt helmingshlut í Wintris, miðað við upplýsingar sem birtust í gær. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir málið mun alvarlegra en hann hafi búist við. Þá dugi ekki þær skýringar sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi gefið á sínum málum. Ríkisstjórnin sé rúin trausti og að hans mati er engin leið að komast hjá vantrauststillögu við þessar aðstæður „Við þessar aðstæður, þegar þessi ásýnd af Íslandi blasir við, einu vestrænna lýðræðisríkja, að þar sé stjórnmálastéttin á bólakafi í skattsvikum það kallar auðvitað á það að við sameinumst hér á vettvangi Alþingis um það að bjarga ásýnd lýðræðis og góðra stjórnarhátta í landinu,“ segir Árni Páll. Stjórnarandstaðan hafði óskað eftir því að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis yrði kallaður fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis. Árni Páll segir Birgi Ármannsson, starfandi formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafa sagt að ekki væri ástæða til að kalla Tryggva fyrir nefndina en ekki náðist í Birgi í gær. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðu ríkisstjórnarinnar verða rædda á þingflokksfundi í dag og hvort styðja eigi áfram Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem forsætisráðherra. Nú bíði hann hins vegar eftir því að forsætisráðherra svari því sem kom fram í þætti Kastljóssins í gær. Hann segir það hins vegar þannig að hann treysti Sigmundi sem forsætisráðherra og það hafi ekki breyst. „Ég tala auðvitað ekki fyrir hönd flokksins en þetta verður rætt á fundi í dag. Við ræðum stöðu ríkisstjórnarinnar í hverri viku og á því verður engin breyting á þingflokksfundinum,“ segir Brynjar. „Þetta lítur hins vegar verr út fyrir Sigmund eftir Kastljósþáttinn og þetta er pólitískt erfitt fyrir forsætisráðherrann.“ Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hafa boðað komu í óundirbúinn fyrirspurnartíma Alþingi klukkan þrjú í dag. Hvorki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra né aðra ráðherra í ríkisstjórninni þrátt fyrir ítarlegar tilraunir. Þá náðist ekki heldur í Vigdísi Hauksdóttir, formann fjárlaganefndar, Ásmund Einar Daðason, þingsflokksformann Framsóknarflokksins, eða Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vildu ekki tjá sig um málið. Panama-skjölin Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan hyggst leggja fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina og þingrof á næstu dögum. „Í alþjóðlegu samhengi kemur þetta skelfilega út fyrir íslenskt samfélag og forsætisráðherra segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna. Fjallað var um aflandsfélög tengd Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og öðrum íslenskra stjórnmálamönnum í fjölmiðlum um allan heim í gær. Katrín segir að Sigmundur hefði átt að gera grein fyrir félaginu Wintris, þegar hann var kosinn á þing árið 2009 og með því hafi Sigmundur ákveðið að spila ekki eftir reglum samfélagsins með því að halda félaginu leyndu. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata segist ekki sjá aðra leið en að lýsa yfir vantrausti á stjórnina og rjúfa þing. „Ef ekki undir þessum kringumstæðum, hvenær í ósköpunum ætti þingið að lýsa yfir vantrausti,“ segir Helgi. Þá segir Helgi Hrafn skýringar Sigmundar á aðkomu sinni að félaginu Wintris ekki standast. Til að mynda segist Helgi Hrafn ekki skilja þá útskýringu Sigmundar að mistök bankans hafi orðið til þess að forsætisráðherra hafi átt helmingshlut í Wintris, miðað við upplýsingar sem birtust í gær. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir málið mun alvarlegra en hann hafi búist við. Þá dugi ekki þær skýringar sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi gefið á sínum málum. Ríkisstjórnin sé rúin trausti og að hans mati er engin leið að komast hjá vantrauststillögu við þessar aðstæður „Við þessar aðstæður, þegar þessi ásýnd af Íslandi blasir við, einu vestrænna lýðræðisríkja, að þar sé stjórnmálastéttin á bólakafi í skattsvikum það kallar auðvitað á það að við sameinumst hér á vettvangi Alþingis um það að bjarga ásýnd lýðræðis og góðra stjórnarhátta í landinu,“ segir Árni Páll. Stjórnarandstaðan hafði óskað eftir því að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis yrði kallaður fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis. Árni Páll segir Birgi Ármannsson, starfandi formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafa sagt að ekki væri ástæða til að kalla Tryggva fyrir nefndina en ekki náðist í Birgi í gær. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðu ríkisstjórnarinnar verða rædda á þingflokksfundi í dag og hvort styðja eigi áfram Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem forsætisráðherra. Nú bíði hann hins vegar eftir því að forsætisráðherra svari því sem kom fram í þætti Kastljóssins í gær. Hann segir það hins vegar þannig að hann treysti Sigmundi sem forsætisráðherra og það hafi ekki breyst. „Ég tala auðvitað ekki fyrir hönd flokksins en þetta verður rætt á fundi í dag. Við ræðum stöðu ríkisstjórnarinnar í hverri viku og á því verður engin breyting á þingflokksfundinum,“ segir Brynjar. „Þetta lítur hins vegar verr út fyrir Sigmund eftir Kastljósþáttinn og þetta er pólitískt erfitt fyrir forsætisráðherrann.“ Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hafa boðað komu í óundirbúinn fyrirspurnartíma Alþingi klukkan þrjú í dag. Hvorki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra né aðra ráðherra í ríkisstjórninni þrátt fyrir ítarlegar tilraunir. Þá náðist ekki heldur í Vigdísi Hauksdóttir, formann fjárlaganefndar, Ásmund Einar Daðason, þingsflokksformann Framsóknarflokksins, eða Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vildu ekki tjá sig um málið.
Panama-skjölin Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent