Forsætisráðherra segir Svíþjóð og Bretland vera skattaskjól Jóhann Óli Eiðsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 4. apríl 2016 16:59 "Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu.“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. Vísir/Valli „Ég bendi einfaldlega á að skattaskjól er það þegar menn leyna eignum til að forða þeim frá sköttum. Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu, “ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi í dag er hann svaraði fyrirspurnum þingmanna stjórnarandstöðunnar vegna Wintris-málsins og þeirra upplýsinga sem í ljós hafa í komið í kjölfar Panama-lekans. „Svíþjóð hefur verið nefnt skattaskjól því þar hafa menn geymt fjármagn. Skattaskjól eru ekki skilgreind eftir hvaða landi heldur hvort menn greiði alla skatta sem þeir eiga sannarlega að greiða,“ sagði forsætisráðherra eftir fyrirspurn Helga Hjörvars, þingmanns Samfylkinngar sem spurði hvort að forsætisráðherra hafi ætlað sér að segja að Tortóla væri ekki skattaskjól. „Ríkisskattstjóri hefur úrskurðað að Tortóla sé skattaskjól. Ætlar hann að halda því fram að hvítt sé svart?,“ sagði Helgi Hjörvar. „Forsætisráðherra leyndi upplýsingum um gríðarlega hagsmuni sína bæði þegar hann var skráður eigandi og eftir að það var leiðrétt. Svíþjóð er ekki á skrá fjármálaráðuneytis yfir skattaskjól,“ sagði Helgi Hjörvar. „Ég get ekki látið hjá líða að gera athugasemd við að háttvirtur þingmaður geri ráð fyrir að, ég eða eiginkona mín höfum átt eignir í skattaskjóli. Það er ekki rétt. Það hefur verið greitt af þeim frá upphafi,“ sagði Sigmundur Davíð sem þvertók fyrir það að Wintris sé aflandsfélag í skattaskjóli. Panama-skjölin Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
„Ég bendi einfaldlega á að skattaskjól er það þegar menn leyna eignum til að forða þeim frá sköttum. Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu, “ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi í dag er hann svaraði fyrirspurnum þingmanna stjórnarandstöðunnar vegna Wintris-málsins og þeirra upplýsinga sem í ljós hafa í komið í kjölfar Panama-lekans. „Svíþjóð hefur verið nefnt skattaskjól því þar hafa menn geymt fjármagn. Skattaskjól eru ekki skilgreind eftir hvaða landi heldur hvort menn greiði alla skatta sem þeir eiga sannarlega að greiða,“ sagði forsætisráðherra eftir fyrirspurn Helga Hjörvars, þingmanns Samfylkinngar sem spurði hvort að forsætisráðherra hafi ætlað sér að segja að Tortóla væri ekki skattaskjól. „Ríkisskattstjóri hefur úrskurðað að Tortóla sé skattaskjól. Ætlar hann að halda því fram að hvítt sé svart?,“ sagði Helgi Hjörvar. „Forsætisráðherra leyndi upplýsingum um gríðarlega hagsmuni sína bæði þegar hann var skráður eigandi og eftir að það var leiðrétt. Svíþjóð er ekki á skrá fjármálaráðuneytis yfir skattaskjól,“ sagði Helgi Hjörvar. „Ég get ekki látið hjá líða að gera athugasemd við að háttvirtur þingmaður geri ráð fyrir að, ég eða eiginkona mín höfum átt eignir í skattaskjóli. Það er ekki rétt. Það hefur verið greitt af þeim frá upphafi,“ sagði Sigmundur Davíð sem þvertók fyrir það að Wintris sé aflandsfélag í skattaskjóli.
Panama-skjölin Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira