Erlent

Álpaðist til Frakklands

Merkið kettina.
Emily vildi til happs að franskir verkamenn lásu á nafnspjald hennar og gerðu eigendunum viðvart.
Merkið kettina. Emily vildi til happs að franskir verkamenn lásu á nafnspjald hennar og gerðu eigendunum viðvart.

Þegar læðan Emily týndist í heimabæ sínum, Appleton í Wisconsin, fyrir rúmum mánuði bjuggust eigendur hennar við að hana væri að finna í kattageymslum bæjarins. Þeim varð því hverft við þegar fréttist af henni í Nancy í Frakklandi. Talið er að Emily hafi álpast upp í vörugám við pappírsverksmiðju sem síðan var fluttur sjóleiðis yfir Atlantshafið.

Að sögn hafnarverkamanmna var Emily pattaraleg þegar hún laumaði sér út úr gámnum og er talið að hún hafi gætt sér á músum og regnvatni á leiðinni. Áður en kisa kemst til eigenda sinna á ný þarf hún að dvelja í sóttkví í nokkra daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×