Grunaður um stórfellda líkamsárás með hjóli á göngustíg í Reykjavík Birgir Olgeirsson skrifar 5. júní 2018 14:58 Lögregla var kölluð til vegna málsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í mánaðarlangt gæsluvarðhald grunaður um að hafa barið vegfaranda með hjóli og haft af honum síma á göngustíg í Reykjavík í gær. Brotnaði vegfarandinn í andliti við árásina, var illa skorinn og marinn.Greint var fyrst frá gæsluvarðhaldinu á vef Ríkisútvarpsins en Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að árásin átti sér stað á göngustíg milli Engjateigs og Sigtúns um klukkan tvö í gærdag. Sá sem varð fyrir árásinni er á fertugsaldri en Guðmundur Páll segir hann hafa verið á gangi með hund sinn þegar árásarmaðurinn kom að honum á reiðhjóli. Árásarmaðurinn veittist að vegfarandanum með höggum og spörkum og barði hann síðan með reiðhjólinu.Göngustígur á milli Engjavegar og Sigtúns.ja.isHafði ræninginn síma mannsins með sér og gat því vegfarandinn ekki hringt eftir hjálp. Hann náði þó að gera fólki sem var nálægt viðvart sem hafði samband við lögreglu. Var ræninginn handtekinn í Lágmúla um það bil klukkustund síðar. Guðmundur Páll segir lögregluna telja ræningjann hafa verið í annarlegu ástandi en hann á nokkur brot að baki. Hann segir afstöðu árásarmannsins til brotsins ekki liggja fyrir, það er hvort hann neitar eða gengst við sök, en Guðmundur tekur fram að lögreglan hafi nokkuð sterkar sannanir gegn honum. Þar á meðal frásagnir vitna og þá staðreynd að árásarmaðurinn var með síma brotaþolans á sér þegar hann var handtekinn. Þá megi ætla að blóð hafi verið á árásarmanninum sem tilheyrir brotaþolanum. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira
Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í mánaðarlangt gæsluvarðhald grunaður um að hafa barið vegfaranda með hjóli og haft af honum síma á göngustíg í Reykjavík í gær. Brotnaði vegfarandinn í andliti við árásina, var illa skorinn og marinn.Greint var fyrst frá gæsluvarðhaldinu á vef Ríkisútvarpsins en Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að árásin átti sér stað á göngustíg milli Engjateigs og Sigtúns um klukkan tvö í gærdag. Sá sem varð fyrir árásinni er á fertugsaldri en Guðmundur Páll segir hann hafa verið á gangi með hund sinn þegar árásarmaðurinn kom að honum á reiðhjóli. Árásarmaðurinn veittist að vegfarandanum með höggum og spörkum og barði hann síðan með reiðhjólinu.Göngustígur á milli Engjavegar og Sigtúns.ja.isHafði ræninginn síma mannsins með sér og gat því vegfarandinn ekki hringt eftir hjálp. Hann náði þó að gera fólki sem var nálægt viðvart sem hafði samband við lögreglu. Var ræninginn handtekinn í Lágmúla um það bil klukkustund síðar. Guðmundur Páll segir lögregluna telja ræningjann hafa verið í annarlegu ástandi en hann á nokkur brot að baki. Hann segir afstöðu árásarmannsins til brotsins ekki liggja fyrir, það er hvort hann neitar eða gengst við sök, en Guðmundur tekur fram að lögreglan hafi nokkuð sterkar sannanir gegn honum. Þar á meðal frásagnir vitna og þá staðreynd að árásarmaðurinn var með síma brotaþolans á sér þegar hann var handtekinn. Þá megi ætla að blóð hafi verið á árásarmanninum sem tilheyrir brotaþolanum.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira