Sex stjörnur sem gengu út úr viðtölum 11. september 2013 16:00 nordicphotos/Getty Naomi Watts gekk nýlega út úr viðtali við BBC Radio 2 vegna þess að hún var ósátt við spurningu útvarpsmannsins. Margar aðrar stjörnur hafa undanfarin ár gengið út úr viðtölum eða stöðvað þau. Lítum á nokkur eftirminnileg dæmi. Watts fékk viðkvæma spurningu Ástralska leikkonan Naomi Watts gekk út úr viðtali við BBC Radio 2 fyrir skömmu. Þar var hún að ræða nýjustu mynd sína Diana, sem fjallar um Díönu prinsessu, og virtist ekki sátt við spurningu útvarpsmannsins Simons Mayo. Eftir uppákomuna sagðist hann ekki vita hvað hefði nákvæmlega komið leikkonunni úr jafnvægi.Heimskulegt hjá Chris Martin Chris Martin, söngvari í Coldplay, gekk út úr viðtali við John Wilson hjá BBC Radio 4. Martin var að kynna nýjustu plötu Coldplay, Viva La Vida, þegar hann sagði: „Ég segi alltaf eitthvað heimskulegt. Þú ert að reyna að láta mig segja eitthvað sem ég meina ekki.“ Martin bætti við að hann hefði ekki gaman af spjallinu og hefði ekki áhuga á að „þurfa að ræða um hluti“. Ekki eins fræg og Kardashian Hótelerfinginn Paris Hilton var í viðtali við Dan Harris hjá ABC News. Hann spurði hana hvort Kim Kardashian væri ekki orðin frægari en hún og hvort hennar tími væri ekki liðinn. Hilton horfði í átt að upplýsingafulltrúa sínum og gekk í burtu. Hún sneri þó aftur, ekki í viðtalið, heldur til að sýna Harris glæsihýsi hundsins síns. Ósátt við óléttuspurningu Leikkonan Megan Fox var í viðtali við sjónvarpsþáttinn Entertainment Tonight þegar upplýsingafulltrúi hennar sagði hingað og ekki lengra. Fréttamaðurinn Steve Jones mátti ekki spyrja hana út í óléttu hennar en gerði það samt. Það varð til þess að upplýsingafulltrúinn stöðvaði viðtalið hið snarasta og Fox lét sig hverfa. Hrói með írskan hreim? Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe, sem ólst upp í Ástralíu, var spurður í viðtali við Mark Lawson hjá BBC Radio hvort hann hefði notað írskan hreim þegar hann lék hinn enska Hróa hött. „Þú hlýtur að heyra eitthvað illa ef þú heldur að þetta hafi verið írskur hreimur,“ svaraði Crowe og strunsaði skömmu síðar út úr stúdíóinu. Assange lét sig hverfa Wikileaks-uppljóstrarinn Julian Assange gekk út úr sjónvarpsviðtali við Atica Shubert hjá CNN. Samkvæmt Assange mátti Shubert eingöngu spyrja út það sem Wikileaks hafði afhjúpað varðandi Íraksstríðið. Að sögn Assange hringdi Shubert í hann síðar og baðst afsökunar. Sagði hún að yfirmenn hennar hefðu beðið hana um að fara út fyrir efnið. Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Naomi Watts gekk nýlega út úr viðtali við BBC Radio 2 vegna þess að hún var ósátt við spurningu útvarpsmannsins. Margar aðrar stjörnur hafa undanfarin ár gengið út úr viðtölum eða stöðvað þau. Lítum á nokkur eftirminnileg dæmi. Watts fékk viðkvæma spurningu Ástralska leikkonan Naomi Watts gekk út úr viðtali við BBC Radio 2 fyrir skömmu. Þar var hún að ræða nýjustu mynd sína Diana, sem fjallar um Díönu prinsessu, og virtist ekki sátt við spurningu útvarpsmannsins Simons Mayo. Eftir uppákomuna sagðist hann ekki vita hvað hefði nákvæmlega komið leikkonunni úr jafnvægi.Heimskulegt hjá Chris Martin Chris Martin, söngvari í Coldplay, gekk út úr viðtali við John Wilson hjá BBC Radio 4. Martin var að kynna nýjustu plötu Coldplay, Viva La Vida, þegar hann sagði: „Ég segi alltaf eitthvað heimskulegt. Þú ert að reyna að láta mig segja eitthvað sem ég meina ekki.“ Martin bætti við að hann hefði ekki gaman af spjallinu og hefði ekki áhuga á að „þurfa að ræða um hluti“. Ekki eins fræg og Kardashian Hótelerfinginn Paris Hilton var í viðtali við Dan Harris hjá ABC News. Hann spurði hana hvort Kim Kardashian væri ekki orðin frægari en hún og hvort hennar tími væri ekki liðinn. Hilton horfði í átt að upplýsingafulltrúa sínum og gekk í burtu. Hún sneri þó aftur, ekki í viðtalið, heldur til að sýna Harris glæsihýsi hundsins síns. Ósátt við óléttuspurningu Leikkonan Megan Fox var í viðtali við sjónvarpsþáttinn Entertainment Tonight þegar upplýsingafulltrúi hennar sagði hingað og ekki lengra. Fréttamaðurinn Steve Jones mátti ekki spyrja hana út í óléttu hennar en gerði það samt. Það varð til þess að upplýsingafulltrúinn stöðvaði viðtalið hið snarasta og Fox lét sig hverfa. Hrói með írskan hreim? Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe, sem ólst upp í Ástralíu, var spurður í viðtali við Mark Lawson hjá BBC Radio hvort hann hefði notað írskan hreim þegar hann lék hinn enska Hróa hött. „Þú hlýtur að heyra eitthvað illa ef þú heldur að þetta hafi verið írskur hreimur,“ svaraði Crowe og strunsaði skömmu síðar út úr stúdíóinu. Assange lét sig hverfa Wikileaks-uppljóstrarinn Julian Assange gekk út úr sjónvarpsviðtali við Atica Shubert hjá CNN. Samkvæmt Assange mátti Shubert eingöngu spyrja út það sem Wikileaks hafði afhjúpað varðandi Íraksstríðið. Að sögn Assange hringdi Shubert í hann síðar og baðst afsökunar. Sagði hún að yfirmenn hennar hefðu beðið hana um að fara út fyrir efnið.
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira