Sex stjörnur sem gengu út úr viðtölum 11. september 2013 16:00 nordicphotos/Getty Naomi Watts gekk nýlega út úr viðtali við BBC Radio 2 vegna þess að hún var ósátt við spurningu útvarpsmannsins. Margar aðrar stjörnur hafa undanfarin ár gengið út úr viðtölum eða stöðvað þau. Lítum á nokkur eftirminnileg dæmi. Watts fékk viðkvæma spurningu Ástralska leikkonan Naomi Watts gekk út úr viðtali við BBC Radio 2 fyrir skömmu. Þar var hún að ræða nýjustu mynd sína Diana, sem fjallar um Díönu prinsessu, og virtist ekki sátt við spurningu útvarpsmannsins Simons Mayo. Eftir uppákomuna sagðist hann ekki vita hvað hefði nákvæmlega komið leikkonunni úr jafnvægi.Heimskulegt hjá Chris Martin Chris Martin, söngvari í Coldplay, gekk út úr viðtali við John Wilson hjá BBC Radio 4. Martin var að kynna nýjustu plötu Coldplay, Viva La Vida, þegar hann sagði: „Ég segi alltaf eitthvað heimskulegt. Þú ert að reyna að láta mig segja eitthvað sem ég meina ekki.“ Martin bætti við að hann hefði ekki gaman af spjallinu og hefði ekki áhuga á að „þurfa að ræða um hluti“. Ekki eins fræg og Kardashian Hótelerfinginn Paris Hilton var í viðtali við Dan Harris hjá ABC News. Hann spurði hana hvort Kim Kardashian væri ekki orðin frægari en hún og hvort hennar tími væri ekki liðinn. Hilton horfði í átt að upplýsingafulltrúa sínum og gekk í burtu. Hún sneri þó aftur, ekki í viðtalið, heldur til að sýna Harris glæsihýsi hundsins síns. Ósátt við óléttuspurningu Leikkonan Megan Fox var í viðtali við sjónvarpsþáttinn Entertainment Tonight þegar upplýsingafulltrúi hennar sagði hingað og ekki lengra. Fréttamaðurinn Steve Jones mátti ekki spyrja hana út í óléttu hennar en gerði það samt. Það varð til þess að upplýsingafulltrúinn stöðvaði viðtalið hið snarasta og Fox lét sig hverfa. Hrói með írskan hreim? Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe, sem ólst upp í Ástralíu, var spurður í viðtali við Mark Lawson hjá BBC Radio hvort hann hefði notað írskan hreim þegar hann lék hinn enska Hróa hött. „Þú hlýtur að heyra eitthvað illa ef þú heldur að þetta hafi verið írskur hreimur,“ svaraði Crowe og strunsaði skömmu síðar út úr stúdíóinu. Assange lét sig hverfa Wikileaks-uppljóstrarinn Julian Assange gekk út úr sjónvarpsviðtali við Atica Shubert hjá CNN. Samkvæmt Assange mátti Shubert eingöngu spyrja út það sem Wikileaks hafði afhjúpað varðandi Íraksstríðið. Að sögn Assange hringdi Shubert í hann síðar og baðst afsökunar. Sagði hún að yfirmenn hennar hefðu beðið hana um að fara út fyrir efnið. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Naomi Watts gekk nýlega út úr viðtali við BBC Radio 2 vegna þess að hún var ósátt við spurningu útvarpsmannsins. Margar aðrar stjörnur hafa undanfarin ár gengið út úr viðtölum eða stöðvað þau. Lítum á nokkur eftirminnileg dæmi. Watts fékk viðkvæma spurningu Ástralska leikkonan Naomi Watts gekk út úr viðtali við BBC Radio 2 fyrir skömmu. Þar var hún að ræða nýjustu mynd sína Diana, sem fjallar um Díönu prinsessu, og virtist ekki sátt við spurningu útvarpsmannsins Simons Mayo. Eftir uppákomuna sagðist hann ekki vita hvað hefði nákvæmlega komið leikkonunni úr jafnvægi.Heimskulegt hjá Chris Martin Chris Martin, söngvari í Coldplay, gekk út úr viðtali við John Wilson hjá BBC Radio 4. Martin var að kynna nýjustu plötu Coldplay, Viva La Vida, þegar hann sagði: „Ég segi alltaf eitthvað heimskulegt. Þú ert að reyna að láta mig segja eitthvað sem ég meina ekki.“ Martin bætti við að hann hefði ekki gaman af spjallinu og hefði ekki áhuga á að „þurfa að ræða um hluti“. Ekki eins fræg og Kardashian Hótelerfinginn Paris Hilton var í viðtali við Dan Harris hjá ABC News. Hann spurði hana hvort Kim Kardashian væri ekki orðin frægari en hún og hvort hennar tími væri ekki liðinn. Hilton horfði í átt að upplýsingafulltrúa sínum og gekk í burtu. Hún sneri þó aftur, ekki í viðtalið, heldur til að sýna Harris glæsihýsi hundsins síns. Ósátt við óléttuspurningu Leikkonan Megan Fox var í viðtali við sjónvarpsþáttinn Entertainment Tonight þegar upplýsingafulltrúi hennar sagði hingað og ekki lengra. Fréttamaðurinn Steve Jones mátti ekki spyrja hana út í óléttu hennar en gerði það samt. Það varð til þess að upplýsingafulltrúinn stöðvaði viðtalið hið snarasta og Fox lét sig hverfa. Hrói með írskan hreim? Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe, sem ólst upp í Ástralíu, var spurður í viðtali við Mark Lawson hjá BBC Radio hvort hann hefði notað írskan hreim þegar hann lék hinn enska Hróa hött. „Þú hlýtur að heyra eitthvað illa ef þú heldur að þetta hafi verið írskur hreimur,“ svaraði Crowe og strunsaði skömmu síðar út úr stúdíóinu. Assange lét sig hverfa Wikileaks-uppljóstrarinn Julian Assange gekk út úr sjónvarpsviðtali við Atica Shubert hjá CNN. Samkvæmt Assange mátti Shubert eingöngu spyrja út það sem Wikileaks hafði afhjúpað varðandi Íraksstríðið. Að sögn Assange hringdi Shubert í hann síðar og baðst afsökunar. Sagði hún að yfirmenn hennar hefðu beðið hana um að fara út fyrir efnið.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira