Frammistaðan nokkuð undir væntingum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 12:07 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis tekur undir með stjórnarandstöðunni að mál frá ríkisstjórn hafi skilað sér hægt til þingsins. Þótt tilkoma samráðsgáttar sé af hinu góða sé þetta nýja ferli eitt af því sem kunni að skýra hvað veldur seinagangi. Þá hafi menn ef til vill verið full bjartsýnir og þurfi að tileinka sér raunhæfari áætlanagerð. Þingmenn stjórnarandstöðunnar auglýstu eftir ríkisstjórninni og kvörtuðu yfir seinagangi og málefnaþurrð frá ríkisstjórninni á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist sammála því að mál hafi borist hægar en ákjósanlegt væri.Sjá einnig: Auglýsa eftir ríkisstjórninni: „Hún er greinilega ekki í vinnunni“ „Það er vissulega rétt að við hefðum gjarnan viljað sjá svona jafnari dreifingu á málum sem eru að koma frá ríkisstjórn,“ segir Steingrímur. „Þrátt fyrir ýmsa viðleitni á undanförnum misserum þá ber enn á því að menn eru greinilega of bjartsýnir þegar þeir eru að gera sínar áætlanir um afgreiðslu mála eða vanmeta þann tíma sem að undirbúningsferlið tekur.“ Með tilkomu samráðsgáttar hafi þetta ferli til að mynda lengst. Flestir séu þó sammála að samráðsgáttin sé af hinu góða þar sem öllum gefst tækifæri til að skila inn umsögnum á fyrri stigum hafi sá tími sem ferlið tekur ef til vill verið vanmetinn. „Þannig að kannski er það verkefnið, að endurmeta svolítið ferlið og þann tíma sem það tekur með þessari aðferðafræði, að málefni séu almennt lögð upp í samráðsgátt, og að gera svo á þeim grunni raunhæfari áætlanir, raunhæfari þingmálaskrá,“ segir Steingrímur. Mál einnig lengi í þingnefndum Þingið þurfi einnig að líta í eigin barm en mál hafa sömuleiðis verið að skila sér hægt frá þingnefndum. Þingmannamál hafi í auknum mæli komist að en í byrjun vikunnar tilkynnti Steingrímur að nefndadögum yrði fjölgað í þessari viku. Samkvæmt starfsáætlun áttu að vera þingfundir í dag og á morgun en úr varð að þeim var breytt í nefndadaga. „Þingmannamál hafa komist til nefnda í ríkara mæli heldur en kannski oftast áður og við erum líka að, lengjum þá aðeins starfstíma nefndanna þannig að þau hafa þá meiri tíma fyrir sig. Það er minni þörf fyrir þingfundi akkúrat núna þessa dagana, meiri þörf fyrir tíma í nefndum þannig að við aðlögum okkur að þessu,“ segir Steingrímur. Fjármálaáætlun seinna á ferðinni Enn er beðið eftir að fjölmörgum málum frá ríkisstjórninni verði dreift á þinginu og þá var umræðu um fjármálaáætlun seinkað um viku frá því sem gert var ráð fyrir í starfsáætlun. Steingrímur kveðst ekki hafa áhyggjur af því að þetta valdi of miklu álagi þegar líður á vorið. „Ég hef ekkert af þessu stórar áhyggjur. Þetta er allt í eðlilegum farvegi sem slíkum, en uppá jafna dreifingu vinnunnar og álagsins hér þá er náttúrlega mjög mikilvægt að menn komist meira áleiðis í þessum efnum, að forðast uppsöfnun mála rétt fyrir jól og aftur rétt fyrir vor,“ segir Steingrímur. Það hafi verið mikil og ágæt samskipti milli stjórnarráðsins og Alþingis um að bæta úr þessum ferlum. Teknir hafi verið upp reglubundnar heimsóknir forsætisráðherra til þingsins til að fara yfir stöðu mála. „Þannig ég held að samskiptin séu ágæt en enn sem komið er þá eru, já má segja að frammistaðan sé að nokkru leyti undir væntingum.“ Þótt umræðu um fjármálaáætlun hafi verið seinkað sé hún þó á áælun innan lögbundins frests. „Sá frestur sem ráðherra hefur til að leggja áætlunina fram er 1. apríl. Þannig að við erum enn á undan áætlun hvað það varðar. En þetta hefur verið hluti af viðleitninni og við höfum rætt við fjármálaráðuneytið um að reyna að færa fjármálaáætlun framar þannig að umræðum um hana sé lokið og hún komin til nefndar helst vel fyrir mánaðarmótin mars apríl,“ útskýrir Steingrímur. Þá hafi verið brugðist að nokkru leyti með því að gera ráð fyrir þingfundum lengra fram í júní en áður. Alþingi Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Forseti Alþingis tekur undir með stjórnarandstöðunni að mál frá ríkisstjórn hafi skilað sér hægt til þingsins. Þótt tilkoma samráðsgáttar sé af hinu góða sé þetta nýja ferli eitt af því sem kunni að skýra hvað veldur seinagangi. Þá hafi menn ef til vill verið full bjartsýnir og þurfi að tileinka sér raunhæfari áætlanagerð. Þingmenn stjórnarandstöðunnar auglýstu eftir ríkisstjórninni og kvörtuðu yfir seinagangi og málefnaþurrð frá ríkisstjórninni á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist sammála því að mál hafi borist hægar en ákjósanlegt væri.Sjá einnig: Auglýsa eftir ríkisstjórninni: „Hún er greinilega ekki í vinnunni“ „Það er vissulega rétt að við hefðum gjarnan viljað sjá svona jafnari dreifingu á málum sem eru að koma frá ríkisstjórn,“ segir Steingrímur. „Þrátt fyrir ýmsa viðleitni á undanförnum misserum þá ber enn á því að menn eru greinilega of bjartsýnir þegar þeir eru að gera sínar áætlanir um afgreiðslu mála eða vanmeta þann tíma sem að undirbúningsferlið tekur.“ Með tilkomu samráðsgáttar hafi þetta ferli til að mynda lengst. Flestir séu þó sammála að samráðsgáttin sé af hinu góða þar sem öllum gefst tækifæri til að skila inn umsögnum á fyrri stigum hafi sá tími sem ferlið tekur ef til vill verið vanmetinn. „Þannig að kannski er það verkefnið, að endurmeta svolítið ferlið og þann tíma sem það tekur með þessari aðferðafræði, að málefni séu almennt lögð upp í samráðsgátt, og að gera svo á þeim grunni raunhæfari áætlanir, raunhæfari þingmálaskrá,“ segir Steingrímur. Mál einnig lengi í þingnefndum Þingið þurfi einnig að líta í eigin barm en mál hafa sömuleiðis verið að skila sér hægt frá þingnefndum. Þingmannamál hafi í auknum mæli komist að en í byrjun vikunnar tilkynnti Steingrímur að nefndadögum yrði fjölgað í þessari viku. Samkvæmt starfsáætlun áttu að vera þingfundir í dag og á morgun en úr varð að þeim var breytt í nefndadaga. „Þingmannamál hafa komist til nefnda í ríkara mæli heldur en kannski oftast áður og við erum líka að, lengjum þá aðeins starfstíma nefndanna þannig að þau hafa þá meiri tíma fyrir sig. Það er minni þörf fyrir þingfundi akkúrat núna þessa dagana, meiri þörf fyrir tíma í nefndum þannig að við aðlögum okkur að þessu,“ segir Steingrímur. Fjármálaáætlun seinna á ferðinni Enn er beðið eftir að fjölmörgum málum frá ríkisstjórninni verði dreift á þinginu og þá var umræðu um fjármálaáætlun seinkað um viku frá því sem gert var ráð fyrir í starfsáætlun. Steingrímur kveðst ekki hafa áhyggjur af því að þetta valdi of miklu álagi þegar líður á vorið. „Ég hef ekkert af þessu stórar áhyggjur. Þetta er allt í eðlilegum farvegi sem slíkum, en uppá jafna dreifingu vinnunnar og álagsins hér þá er náttúrlega mjög mikilvægt að menn komist meira áleiðis í þessum efnum, að forðast uppsöfnun mála rétt fyrir jól og aftur rétt fyrir vor,“ segir Steingrímur. Það hafi verið mikil og ágæt samskipti milli stjórnarráðsins og Alþingis um að bæta úr þessum ferlum. Teknir hafi verið upp reglubundnar heimsóknir forsætisráðherra til þingsins til að fara yfir stöðu mála. „Þannig ég held að samskiptin séu ágæt en enn sem komið er þá eru, já má segja að frammistaðan sé að nokkru leyti undir væntingum.“ Þótt umræðu um fjármálaáætlun hafi verið seinkað sé hún þó á áælun innan lögbundins frests. „Sá frestur sem ráðherra hefur til að leggja áætlunina fram er 1. apríl. Þannig að við erum enn á undan áætlun hvað það varðar. En þetta hefur verið hluti af viðleitninni og við höfum rætt við fjármálaráðuneytið um að reyna að færa fjármálaáætlun framar þannig að umræðum um hana sé lokið og hún komin til nefndar helst vel fyrir mánaðarmótin mars apríl,“ útskýrir Steingrímur. Þá hafi verið brugðist að nokkru leyti með því að gera ráð fyrir þingfundum lengra fram í júní en áður.
Alþingi Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira