Láta veðrið ekki á sig fá Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. júlí 2013 11:53 Frá hlaupinu í fyrra. Þá viðraði mun betur en í ár. Galvaskir hlaupakappar láta veðrið þó ekki á sig fá. Hið árlega Laugavegshlaup var ræst í Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlaupararnir láta veðrið ekki á sig fá, en hlaupaleiðin er köld og blaut. Galvaskir hlauparar lögðu af stað í rútu í Landmannalaugar klukkan hálf fimm í morgun og hófu hlaup sín klukkan níu. Þessi vinsæla gönguleið um íslensk öræfi er 55 kílómetra löng og venjan er að ganga hana á fjórum dögum. Fljótustu hlaupararnir gera sér aftur á móti lítið fyrir og hlaupa vegalengdina á fimm til sex tímum. Það er því aðeins fyrir vel æfða hlaupara að taka þátt í þessari miklu þolraun. Hlaupararnir þurfa ekki aðeins að berjast við mikla hækkun á leiðinni heldur eru veðuraðstæður mun erfiðari en verið hefur síðustu ár. Leiðin er köld og blaut, og mikill snjór á efsta punkti leiðarinnar við Hrafntinnusker og nágrenni. Svava Oddný Ásgeirsdóttir, hlaupstjóri, segir hlauparana vera í toppformi og láti veðrið alls ekki setja strik í reikninginn. Fólk hafi einfaldlega búið sig eftir veðri. „Veðrið er nú ekki alveg upp á sitt besta, það snjóaði við Hrafntinnusker og það er mikill snjór þarna upp frá. En þetta fólk sem er vant ýmsum aðstæðum, er vel þjálfað og hefur ekki áhyggjur af þessu,“ segir Svava. Alls hlaupa 306 hlauparar leiðina í ár, 89 konur og 217 karlar. Fjöldi erlendra þáttakenda hefur aldrei verið meiri, en 126 einstaklingar af 27 mismunandi þjóðernum taka þátt í dag. Aldur þátttakenda er frá 22 ára til 72 ára. Von er á fyrstu hlaupurunum í mark í Þórsmörk á milli eitt og tvö í dag. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Hið árlega Laugavegshlaup var ræst í Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlaupararnir láta veðrið ekki á sig fá, en hlaupaleiðin er köld og blaut. Galvaskir hlauparar lögðu af stað í rútu í Landmannalaugar klukkan hálf fimm í morgun og hófu hlaup sín klukkan níu. Þessi vinsæla gönguleið um íslensk öræfi er 55 kílómetra löng og venjan er að ganga hana á fjórum dögum. Fljótustu hlaupararnir gera sér aftur á móti lítið fyrir og hlaupa vegalengdina á fimm til sex tímum. Það er því aðeins fyrir vel æfða hlaupara að taka þátt í þessari miklu þolraun. Hlaupararnir þurfa ekki aðeins að berjast við mikla hækkun á leiðinni heldur eru veðuraðstæður mun erfiðari en verið hefur síðustu ár. Leiðin er köld og blaut, og mikill snjór á efsta punkti leiðarinnar við Hrafntinnusker og nágrenni. Svava Oddný Ásgeirsdóttir, hlaupstjóri, segir hlauparana vera í toppformi og láti veðrið alls ekki setja strik í reikninginn. Fólk hafi einfaldlega búið sig eftir veðri. „Veðrið er nú ekki alveg upp á sitt besta, það snjóaði við Hrafntinnusker og það er mikill snjór þarna upp frá. En þetta fólk sem er vant ýmsum aðstæðum, er vel þjálfað og hefur ekki áhyggjur af þessu,“ segir Svava. Alls hlaupa 306 hlauparar leiðina í ár, 89 konur og 217 karlar. Fjöldi erlendra þáttakenda hefur aldrei verið meiri, en 126 einstaklingar af 27 mismunandi þjóðernum taka þátt í dag. Aldur þátttakenda er frá 22 ára til 72 ára. Von er á fyrstu hlaupurunum í mark í Þórsmörk á milli eitt og tvö í dag.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira