Lífið

Tíu merkilegar staðreyndir um Titanic

Stefán Árni Pálsson skrifar
Titanic sökk árið 1912 í jómfrúarferðinni.
Titanic sökk árið 1912 í jómfrúarferðinni.

Risaskipinu Titanic sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912 og liggur skipið á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi í dag.

Titanic fórst í jómfrúrferð sinni frá Southampton í Englandi til New York. Þegar skipið sökk voru 2223 manneskjur um borð. Af þeim fórust yfir 1500.

Eins margir muna kom út kvikmynd um slysið árið 1997 með þeim Leonardo DiCaprio og Kate Winslet í aðalhlutverkum en myndin vann alls 11 Óskarsverðlaun.

Nú hefur YouTube-síðan Top Trending tekið saman tíu merkilegar staðreyndir um Titanic og slysið sjálft. 

10. - John Jacob Astor IV var um borð í skipinu þegar það sökk en hann var þá ríkasti maður heims. Astor fórst í slysinu en eiginkona hans lifði af. 

9. - Hjúkrunarfræðingurinn Violet Jessop var um borð í Titanic þegar skipið sökk. Hún lifði aftur á móti af. Jessop var aftur á móti einnig um borð í systurskipi Titanic, Britannic fjórum árum síðar þegar það skip sökk. Hún lifði bæði slysin af. 

8. - Það kostaði meira að framleiða kvikmyndina Titanic en skipið sjálft kostaði. Á núvirði kostaði kvikmyndin 360 milljónir dollara og skipið sjálft kostaði 190 milljónir dollara. Kvikmyndin malaði aftur á móti gull þegar hún kom út.

7. - Það tók 73 ár að finna skipið á botninum í Norður-Atlantshafi og fannst skipsflakið árið 1985.

6. - 97% af þeim konum sem voru á fyrsta farrými í skipinu var bjargað á meðan 32% af karlmönnunum á fyrsta farrými lifðu slysið af. Aðeins 14/168 konum um borð í skipinu á öðru farrými lifðu slysið af.

5. – Margir farþegar tóku með sér gæludýr um borð í skipið og lifðu aðeins tvö þeirra af.

4. – Yngsti farþeginn var aðeins tveggja mánaða og lifðu stúlkan af. Eliza Gladys Dean lést sjálf árið 2009, þá 97 ára.

3. – Titanic var 270 metra langt, fór í gegnum 825 tonn af kolum á dag og yfir tíu þúsund ljósaperur voru um borð. Tveir verkamenn létust við störf þegar skipið var smíðað. Skipið gat tekið á móti 3500 farþegum en rúmlega 2300 voru um borð þegar það sökk. Þrettán pör um borð voru að byrja brúðkaupsferð sína.

2. – Titanic var stærsta skip heims til ársins 1936 þegar Queen Mary fór í sína fyrstu ferð.

1. – Það var Frederick Fleet sem sá ísjakann sem skipið sigldi á. Hann tilkynnti strax um hættuna en það var of seint. Hann greindi síðar frá að kíkir sem vaktmenn höfðu oft notað var ekki að finna um borð í skipinu. Hann hefði mögulega getað komið í veg fyrir slysið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.