Akureyrarbær mátti ekki afturkalla ráðningu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 22:51 Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til Akureyrarbæjar að leita leiða til að rétta hlut konunnar og taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu. vísir/vilhelm Akureyrarbæ var ekki heimilt að afturkalla ráðningu konu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar hjá bænum eftir að henni hafði verið tilkynnt um ráðninguna. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis sem birt hefur álit sitt á vefnum en fyrst var greint frá á vef RÚV. Í áliti umboðsmanns kemur fram að konunni hafi verið boðið starfið að loknu ráðningarferli. Skömmu síðar hafi Akureyrarbær hins vegar tilkynnt henni að ekki gæti orðið af ráðningunni vegna þess að háskólapróf konunnar væri annars eðlis en gengið hefði verið út frá þegar umsóknir um starfið voru metnar. Laut athugun umboðsmanns að því menntunarskilyrði sem bærinn ákvað að leggja til grundvallar ráðningunni auk málsmeðferðar sveitarfélagsins við undirbúning þess að ráðning konunnar var afturkölluð. Þegar starfið var auglýst í febrúar 2019 var eitt skilyrðið að umsækjendur hefðu háskólapróf sem nýttist í starfi. Konan sem ráðin var hafði meðal annars lokið einu ári í grunnnámi við Háskóla Íslands og síðar lokaprófi í tveggja ára blaðamennskunámi við norskan háskóla. Rök bæjarins fyrir því að afturkalla ráðninguna voru þau að konan hefði ekki lokið BA-, BS-prófi eða sambærilegu prófi en litið hefði verið svo á að skilyrðið um „háskólapróf“ í auglýsingunni hefði falið það í sér. Ekki minnst á bakkalárpróf í auglýsingunni Að mati umboðsmanns er Akureyrarbær bundinn af orðalaginu í auglýsingunni og getur ekki breytt hæfniskröfunum fyrir starfið eftir á. Ekki hafi verið minnst á bakkalárpróf í auglýsingunni og hugtakið „háskólapróf“ væri almennt ekki skilið svo að þar væri eingöngu um að ræða bakkalárpróf. „Þar þyrfti m.a. að líta til þess að prófgráðum við háskóla gæti lokið á styttri tíma en þau teldust engu að síður fullnaðarpróf, og þá eftir atvikum í samræmi við kröfur sem gerðar hefðu verið á þeim tíma sem þeim var lokið. Af því leiddi, með hliðsjón af gögnum málsins, að ekki yrði annað ráðið en að A hafi uppfyllt það skilyrði að vera með háskólapróf þar sem hún hefði lokið tveggja ára námi í blaðamennsku á háskólastigi. Jafnframt hefði orðalag auglýsingar um starfið ekki gefið ótvírætt til kynna þá ætlan sveitarfélagsins að krefjast bakkalárprófs,“ segir á vef umboðsmanns. Það er því niðurstaða umboðsmanns að sveitarfélagið hafi brostið skilyrði til þess að afturkalla ráðningu á þeim grundvelli sem það var gert. Enn fremur benti umboðsmaður á það að við undirbúning þess að ráðningin var afturkölluð hefði bærinn látið hjá líða að tilkynna konunni með skýrum og ótvíræðum hætti að til stæði að afturkalla ráðninguna og veita henni tiltekinn frest til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Málsmeðferðin hefði því að þessu leyti ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu og andmælareglu stjórnsýslulaga. Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til Akureyrarbæjar að leita leiða til að rétta hlut konunnar og taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu. Akureyri Stjórnsýsla Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Akureyrarbæ var ekki heimilt að afturkalla ráðningu konu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar hjá bænum eftir að henni hafði verið tilkynnt um ráðninguna. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis sem birt hefur álit sitt á vefnum en fyrst var greint frá á vef RÚV. Í áliti umboðsmanns kemur fram að konunni hafi verið boðið starfið að loknu ráðningarferli. Skömmu síðar hafi Akureyrarbær hins vegar tilkynnt henni að ekki gæti orðið af ráðningunni vegna þess að háskólapróf konunnar væri annars eðlis en gengið hefði verið út frá þegar umsóknir um starfið voru metnar. Laut athugun umboðsmanns að því menntunarskilyrði sem bærinn ákvað að leggja til grundvallar ráðningunni auk málsmeðferðar sveitarfélagsins við undirbúning þess að ráðning konunnar var afturkölluð. Þegar starfið var auglýst í febrúar 2019 var eitt skilyrðið að umsækjendur hefðu háskólapróf sem nýttist í starfi. Konan sem ráðin var hafði meðal annars lokið einu ári í grunnnámi við Háskóla Íslands og síðar lokaprófi í tveggja ára blaðamennskunámi við norskan háskóla. Rök bæjarins fyrir því að afturkalla ráðninguna voru þau að konan hefði ekki lokið BA-, BS-prófi eða sambærilegu prófi en litið hefði verið svo á að skilyrðið um „háskólapróf“ í auglýsingunni hefði falið það í sér. Ekki minnst á bakkalárpróf í auglýsingunni Að mati umboðsmanns er Akureyrarbær bundinn af orðalaginu í auglýsingunni og getur ekki breytt hæfniskröfunum fyrir starfið eftir á. Ekki hafi verið minnst á bakkalárpróf í auglýsingunni og hugtakið „háskólapróf“ væri almennt ekki skilið svo að þar væri eingöngu um að ræða bakkalárpróf. „Þar þyrfti m.a. að líta til þess að prófgráðum við háskóla gæti lokið á styttri tíma en þau teldust engu að síður fullnaðarpróf, og þá eftir atvikum í samræmi við kröfur sem gerðar hefðu verið á þeim tíma sem þeim var lokið. Af því leiddi, með hliðsjón af gögnum málsins, að ekki yrði annað ráðið en að A hafi uppfyllt það skilyrði að vera með háskólapróf þar sem hún hefði lokið tveggja ára námi í blaðamennsku á háskólastigi. Jafnframt hefði orðalag auglýsingar um starfið ekki gefið ótvírætt til kynna þá ætlan sveitarfélagsins að krefjast bakkalárprófs,“ segir á vef umboðsmanns. Það er því niðurstaða umboðsmanns að sveitarfélagið hafi brostið skilyrði til þess að afturkalla ráðningu á þeim grundvelli sem það var gert. Enn fremur benti umboðsmaður á það að við undirbúning þess að ráðningin var afturkölluð hefði bærinn látið hjá líða að tilkynna konunni með skýrum og ótvíræðum hætti að til stæði að afturkalla ráðninguna og veita henni tiltekinn frest til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Málsmeðferðin hefði því að þessu leyti ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu og andmælareglu stjórnsýslulaga. Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til Akureyrarbæjar að leita leiða til að rétta hlut konunnar og taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu.
Akureyri Stjórnsýsla Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira