Akureyrarbær mátti ekki afturkalla ráðningu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 22:51 Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til Akureyrarbæjar að leita leiða til að rétta hlut konunnar og taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu. vísir/vilhelm Akureyrarbæ var ekki heimilt að afturkalla ráðningu konu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar hjá bænum eftir að henni hafði verið tilkynnt um ráðninguna. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis sem birt hefur álit sitt á vefnum en fyrst var greint frá á vef RÚV. Í áliti umboðsmanns kemur fram að konunni hafi verið boðið starfið að loknu ráðningarferli. Skömmu síðar hafi Akureyrarbær hins vegar tilkynnt henni að ekki gæti orðið af ráðningunni vegna þess að háskólapróf konunnar væri annars eðlis en gengið hefði verið út frá þegar umsóknir um starfið voru metnar. Laut athugun umboðsmanns að því menntunarskilyrði sem bærinn ákvað að leggja til grundvallar ráðningunni auk málsmeðferðar sveitarfélagsins við undirbúning þess að ráðning konunnar var afturkölluð. Þegar starfið var auglýst í febrúar 2019 var eitt skilyrðið að umsækjendur hefðu háskólapróf sem nýttist í starfi. Konan sem ráðin var hafði meðal annars lokið einu ári í grunnnámi við Háskóla Íslands og síðar lokaprófi í tveggja ára blaðamennskunámi við norskan háskóla. Rök bæjarins fyrir því að afturkalla ráðninguna voru þau að konan hefði ekki lokið BA-, BS-prófi eða sambærilegu prófi en litið hefði verið svo á að skilyrðið um „háskólapróf“ í auglýsingunni hefði falið það í sér. Ekki minnst á bakkalárpróf í auglýsingunni Að mati umboðsmanns er Akureyrarbær bundinn af orðalaginu í auglýsingunni og getur ekki breytt hæfniskröfunum fyrir starfið eftir á. Ekki hafi verið minnst á bakkalárpróf í auglýsingunni og hugtakið „háskólapróf“ væri almennt ekki skilið svo að þar væri eingöngu um að ræða bakkalárpróf. „Þar þyrfti m.a. að líta til þess að prófgráðum við háskóla gæti lokið á styttri tíma en þau teldust engu að síður fullnaðarpróf, og þá eftir atvikum í samræmi við kröfur sem gerðar hefðu verið á þeim tíma sem þeim var lokið. Af því leiddi, með hliðsjón af gögnum málsins, að ekki yrði annað ráðið en að A hafi uppfyllt það skilyrði að vera með háskólapróf þar sem hún hefði lokið tveggja ára námi í blaðamennsku á háskólastigi. Jafnframt hefði orðalag auglýsingar um starfið ekki gefið ótvírætt til kynna þá ætlan sveitarfélagsins að krefjast bakkalárprófs,“ segir á vef umboðsmanns. Það er því niðurstaða umboðsmanns að sveitarfélagið hafi brostið skilyrði til þess að afturkalla ráðningu á þeim grundvelli sem það var gert. Enn fremur benti umboðsmaður á það að við undirbúning þess að ráðningin var afturkölluð hefði bærinn látið hjá líða að tilkynna konunni með skýrum og ótvíræðum hætti að til stæði að afturkalla ráðninguna og veita henni tiltekinn frest til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Málsmeðferðin hefði því að þessu leyti ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu og andmælareglu stjórnsýslulaga. Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til Akureyrarbæjar að leita leiða til að rétta hlut konunnar og taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu. Akureyri Stjórnsýsla Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Akureyrarbæ var ekki heimilt að afturkalla ráðningu konu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar hjá bænum eftir að henni hafði verið tilkynnt um ráðninguna. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis sem birt hefur álit sitt á vefnum en fyrst var greint frá á vef RÚV. Í áliti umboðsmanns kemur fram að konunni hafi verið boðið starfið að loknu ráðningarferli. Skömmu síðar hafi Akureyrarbær hins vegar tilkynnt henni að ekki gæti orðið af ráðningunni vegna þess að háskólapróf konunnar væri annars eðlis en gengið hefði verið út frá þegar umsóknir um starfið voru metnar. Laut athugun umboðsmanns að því menntunarskilyrði sem bærinn ákvað að leggja til grundvallar ráðningunni auk málsmeðferðar sveitarfélagsins við undirbúning þess að ráðning konunnar var afturkölluð. Þegar starfið var auglýst í febrúar 2019 var eitt skilyrðið að umsækjendur hefðu háskólapróf sem nýttist í starfi. Konan sem ráðin var hafði meðal annars lokið einu ári í grunnnámi við Háskóla Íslands og síðar lokaprófi í tveggja ára blaðamennskunámi við norskan háskóla. Rök bæjarins fyrir því að afturkalla ráðninguna voru þau að konan hefði ekki lokið BA-, BS-prófi eða sambærilegu prófi en litið hefði verið svo á að skilyrðið um „háskólapróf“ í auglýsingunni hefði falið það í sér. Ekki minnst á bakkalárpróf í auglýsingunni Að mati umboðsmanns er Akureyrarbær bundinn af orðalaginu í auglýsingunni og getur ekki breytt hæfniskröfunum fyrir starfið eftir á. Ekki hafi verið minnst á bakkalárpróf í auglýsingunni og hugtakið „háskólapróf“ væri almennt ekki skilið svo að þar væri eingöngu um að ræða bakkalárpróf. „Þar þyrfti m.a. að líta til þess að prófgráðum við háskóla gæti lokið á styttri tíma en þau teldust engu að síður fullnaðarpróf, og þá eftir atvikum í samræmi við kröfur sem gerðar hefðu verið á þeim tíma sem þeim var lokið. Af því leiddi, með hliðsjón af gögnum málsins, að ekki yrði annað ráðið en að A hafi uppfyllt það skilyrði að vera með háskólapróf þar sem hún hefði lokið tveggja ára námi í blaðamennsku á háskólastigi. Jafnframt hefði orðalag auglýsingar um starfið ekki gefið ótvírætt til kynna þá ætlan sveitarfélagsins að krefjast bakkalárprófs,“ segir á vef umboðsmanns. Það er því niðurstaða umboðsmanns að sveitarfélagið hafi brostið skilyrði til þess að afturkalla ráðningu á þeim grundvelli sem það var gert. Enn fremur benti umboðsmaður á það að við undirbúning þess að ráðningin var afturkölluð hefði bærinn látið hjá líða að tilkynna konunni með skýrum og ótvíræðum hætti að til stæði að afturkalla ráðninguna og veita henni tiltekinn frest til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Málsmeðferðin hefði því að þessu leyti ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu og andmælareglu stjórnsýslulaga. Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til Akureyrarbæjar að leita leiða til að rétta hlut konunnar og taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu.
Akureyri Stjórnsýsla Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira