Flogið frá Ameríku til að smala í fámennasta sveitarfélagi landsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Hér eru margir að hjálpast að við að draga fé í Steinstúnsdilkinn. Vísir/Stefán Réttað var á Melum í Árneshreppi á Ströndum síðasta laugardag eftir tveggja daga göngur. Það var tíundi smölunardagur heimafólks og hunda. Nú hafði einnig skyldulið og vini drifið að – jafnvel alla leið frá Ameríku – til að kemba fjöll og dali við Eyvindarfjörð, Ófeigsfjörð og Ingólfsfjörð. Enn fleiri smalar af öllum stærðum bættust við uppi á Eyrarhálsinum til að reka fjárhópinn niður Meladalinn og veðrið lék við menn og skepnur. Við réttina var stemningin góð, vasapelarnir gengu manna á milli og söngurinn ómaði í haustblíðunni undir harmóníku- og gítartónum. Eflaust var þó gleðin blandin því fjórar fjölskyldur eru að hætta búskap í sveitinni og ungt fólk er að flytja burt. Því var það táknrænt fyrir tregann sem undir bjó að þegar lagið Blessuð sértu sveitin mín var sungið gerði skúr og himnarnir grétu höfgum tárum um stund. Þegar mesta réttastússið var yfirstaðið buðu hjónin á Melum, Júlía Fossdal og Björn Torfason, smölunum heim til sín í steik og ávaxtagraut og var þar þéttsetinn bekkurinn. Um næstu helgi verður aftur stór smölun í hinum víðáttumikla Árneshreppi, þá verður reynt að hreinsa svæðið sunnan frá Kaldbaksvík í Reykjarfjörð.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. september 2016.Þó flest féð sé hvítt þá leynist mislitt innan um, hér sést mórautt, flekkótt og bíldótt.Vísir/StefánSumt féð var komið alla leið úr Eyvindarfirði og ekkert að flýta sér upp brekkuna. Ingólfsfjörðurinn breiðir úr sér í baksýn og mannvirkin á Eyrinni vitna um öflugt atvinnulíf um miðja síðustu öld.Vísir/StefánHilmar Hjartarson, Ágúst Guðmundsson og Ragnar Torfason léku undir fjöldasöng. Úlfar Eyjólfsson, bóndi í Krossnesi, tók vel undir og klappaði í takt.Vísir/StefánEin og ein ær er hyrnd og þær er auðvelt að handsama. En langflest lömbin eru kollótt, bæði hrútar og gimbrar.Vísir/StefánSafnið teygði úr sér og þræddi veginn síðasta spölinn niður af Eyrarhálsinum. Reykjaneshyrnan, útvörður Trékyllisvíkur í suðri, er í baksýn.Vísir/StefánSólveig Rún Samúelsdóttir var ein þeirra sem smöluðu afréttina í nyrðri hluta Árneshrepps og var líka ein af mörgum sem létu muna um sig í Melarétt.Vísir/Stefán Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Réttað var á Melum í Árneshreppi á Ströndum síðasta laugardag eftir tveggja daga göngur. Það var tíundi smölunardagur heimafólks og hunda. Nú hafði einnig skyldulið og vini drifið að – jafnvel alla leið frá Ameríku – til að kemba fjöll og dali við Eyvindarfjörð, Ófeigsfjörð og Ingólfsfjörð. Enn fleiri smalar af öllum stærðum bættust við uppi á Eyrarhálsinum til að reka fjárhópinn niður Meladalinn og veðrið lék við menn og skepnur. Við réttina var stemningin góð, vasapelarnir gengu manna á milli og söngurinn ómaði í haustblíðunni undir harmóníku- og gítartónum. Eflaust var þó gleðin blandin því fjórar fjölskyldur eru að hætta búskap í sveitinni og ungt fólk er að flytja burt. Því var það táknrænt fyrir tregann sem undir bjó að þegar lagið Blessuð sértu sveitin mín var sungið gerði skúr og himnarnir grétu höfgum tárum um stund. Þegar mesta réttastússið var yfirstaðið buðu hjónin á Melum, Júlía Fossdal og Björn Torfason, smölunum heim til sín í steik og ávaxtagraut og var þar þéttsetinn bekkurinn. Um næstu helgi verður aftur stór smölun í hinum víðáttumikla Árneshreppi, þá verður reynt að hreinsa svæðið sunnan frá Kaldbaksvík í Reykjarfjörð.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. september 2016.Þó flest féð sé hvítt þá leynist mislitt innan um, hér sést mórautt, flekkótt og bíldótt.Vísir/StefánSumt féð var komið alla leið úr Eyvindarfirði og ekkert að flýta sér upp brekkuna. Ingólfsfjörðurinn breiðir úr sér í baksýn og mannvirkin á Eyrinni vitna um öflugt atvinnulíf um miðja síðustu öld.Vísir/StefánHilmar Hjartarson, Ágúst Guðmundsson og Ragnar Torfason léku undir fjöldasöng. Úlfar Eyjólfsson, bóndi í Krossnesi, tók vel undir og klappaði í takt.Vísir/StefánEin og ein ær er hyrnd og þær er auðvelt að handsama. En langflest lömbin eru kollótt, bæði hrútar og gimbrar.Vísir/StefánSafnið teygði úr sér og þræddi veginn síðasta spölinn niður af Eyrarhálsinum. Reykjaneshyrnan, útvörður Trékyllisvíkur í suðri, er í baksýn.Vísir/StefánSólveig Rún Samúelsdóttir var ein þeirra sem smöluðu afréttina í nyrðri hluta Árneshrepps og var líka ein af mörgum sem létu muna um sig í Melarétt.Vísir/Stefán
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira