Flogið frá Ameríku til að smala í fámennasta sveitarfélagi landsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Hér eru margir að hjálpast að við að draga fé í Steinstúnsdilkinn. Vísir/Stefán Réttað var á Melum í Árneshreppi á Ströndum síðasta laugardag eftir tveggja daga göngur. Það var tíundi smölunardagur heimafólks og hunda. Nú hafði einnig skyldulið og vini drifið að – jafnvel alla leið frá Ameríku – til að kemba fjöll og dali við Eyvindarfjörð, Ófeigsfjörð og Ingólfsfjörð. Enn fleiri smalar af öllum stærðum bættust við uppi á Eyrarhálsinum til að reka fjárhópinn niður Meladalinn og veðrið lék við menn og skepnur. Við réttina var stemningin góð, vasapelarnir gengu manna á milli og söngurinn ómaði í haustblíðunni undir harmóníku- og gítartónum. Eflaust var þó gleðin blandin því fjórar fjölskyldur eru að hætta búskap í sveitinni og ungt fólk er að flytja burt. Því var það táknrænt fyrir tregann sem undir bjó að þegar lagið Blessuð sértu sveitin mín var sungið gerði skúr og himnarnir grétu höfgum tárum um stund. Þegar mesta réttastússið var yfirstaðið buðu hjónin á Melum, Júlía Fossdal og Björn Torfason, smölunum heim til sín í steik og ávaxtagraut og var þar þéttsetinn bekkurinn. Um næstu helgi verður aftur stór smölun í hinum víðáttumikla Árneshreppi, þá verður reynt að hreinsa svæðið sunnan frá Kaldbaksvík í Reykjarfjörð.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. september 2016.Þó flest féð sé hvítt þá leynist mislitt innan um, hér sést mórautt, flekkótt og bíldótt.Vísir/StefánSumt féð var komið alla leið úr Eyvindarfirði og ekkert að flýta sér upp brekkuna. Ingólfsfjörðurinn breiðir úr sér í baksýn og mannvirkin á Eyrinni vitna um öflugt atvinnulíf um miðja síðustu öld.Vísir/StefánHilmar Hjartarson, Ágúst Guðmundsson og Ragnar Torfason léku undir fjöldasöng. Úlfar Eyjólfsson, bóndi í Krossnesi, tók vel undir og klappaði í takt.Vísir/StefánEin og ein ær er hyrnd og þær er auðvelt að handsama. En langflest lömbin eru kollótt, bæði hrútar og gimbrar.Vísir/StefánSafnið teygði úr sér og þræddi veginn síðasta spölinn niður af Eyrarhálsinum. Reykjaneshyrnan, útvörður Trékyllisvíkur í suðri, er í baksýn.Vísir/StefánSólveig Rún Samúelsdóttir var ein þeirra sem smöluðu afréttina í nyrðri hluta Árneshrepps og var líka ein af mörgum sem létu muna um sig í Melarétt.Vísir/Stefán Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Réttað var á Melum í Árneshreppi á Ströndum síðasta laugardag eftir tveggja daga göngur. Það var tíundi smölunardagur heimafólks og hunda. Nú hafði einnig skyldulið og vini drifið að – jafnvel alla leið frá Ameríku – til að kemba fjöll og dali við Eyvindarfjörð, Ófeigsfjörð og Ingólfsfjörð. Enn fleiri smalar af öllum stærðum bættust við uppi á Eyrarhálsinum til að reka fjárhópinn niður Meladalinn og veðrið lék við menn og skepnur. Við réttina var stemningin góð, vasapelarnir gengu manna á milli og söngurinn ómaði í haustblíðunni undir harmóníku- og gítartónum. Eflaust var þó gleðin blandin því fjórar fjölskyldur eru að hætta búskap í sveitinni og ungt fólk er að flytja burt. Því var það táknrænt fyrir tregann sem undir bjó að þegar lagið Blessuð sértu sveitin mín var sungið gerði skúr og himnarnir grétu höfgum tárum um stund. Þegar mesta réttastússið var yfirstaðið buðu hjónin á Melum, Júlía Fossdal og Björn Torfason, smölunum heim til sín í steik og ávaxtagraut og var þar þéttsetinn bekkurinn. Um næstu helgi verður aftur stór smölun í hinum víðáttumikla Árneshreppi, þá verður reynt að hreinsa svæðið sunnan frá Kaldbaksvík í Reykjarfjörð.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. september 2016.Þó flest féð sé hvítt þá leynist mislitt innan um, hér sést mórautt, flekkótt og bíldótt.Vísir/StefánSumt féð var komið alla leið úr Eyvindarfirði og ekkert að flýta sér upp brekkuna. Ingólfsfjörðurinn breiðir úr sér í baksýn og mannvirkin á Eyrinni vitna um öflugt atvinnulíf um miðja síðustu öld.Vísir/StefánHilmar Hjartarson, Ágúst Guðmundsson og Ragnar Torfason léku undir fjöldasöng. Úlfar Eyjólfsson, bóndi í Krossnesi, tók vel undir og klappaði í takt.Vísir/StefánEin og ein ær er hyrnd og þær er auðvelt að handsama. En langflest lömbin eru kollótt, bæði hrútar og gimbrar.Vísir/StefánSafnið teygði úr sér og þræddi veginn síðasta spölinn niður af Eyrarhálsinum. Reykjaneshyrnan, útvörður Trékyllisvíkur í suðri, er í baksýn.Vísir/StefánSólveig Rún Samúelsdóttir var ein þeirra sem smöluðu afréttina í nyrðri hluta Árneshrepps og var líka ein af mörgum sem létu muna um sig í Melarétt.Vísir/Stefán
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira