Villuráfandi skarfur var í vandræðum við Kárastíg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2020 21:00 Skarfurinn var nokkuð gæfur en kolvilltur. Mynd/Hlíf Una Bárudóttir Hlíf Una Bárudóttir, íbúi við Kárastíg í Reykjavík, rak upp stór augu fyrr í dag þegar stærðarinnar skarfur var á ferðinni um götuna. „Þessi gaur er að þvælast á Kárastíg og virðist lítill í sér. Hvert hringir kona vegna villuráfandi skarfa?“ skrifaði Hlíf á Facebook í dag og birti hún myndir á Facebook af fuglinum fagra. Skarfurinn reyndist bæði vera ungur og hraustur.Mynd/Hlíf Una Bárudóttir Í samtali við Vísi segir Hlíf að svarið við spurningunni sé Reykjavíkurborg. Eftir að hafa náð þangað inn og útskýrt erindið var meindýraeyðir sendur á vetvang. „Hann fræddi mig um það skarfar geti ekki hafið sig á loft nema á vatni þannig að hann væri í raunverulegum vandræðum,“ segir Hlíf en talið er líklegt að skarfurinn hafi hreinlega fokið inn í borgina í hvassviðrinu sem þar hefur verið í dag. Bjargvætturinn á vegum borgarinnar fangaði fuglinn með háfi og eftir því sem Hlíf best veit var skarfinum sleppt við sjóinn. „Ég fylgdi honum ekki á enda en maðurinn sem kom hingað sagði að þetta væri ungur og hraustur fugl og það væri minnsta málið að keyra hann niður að sjó.“ Hlíf náði meðfylgjandi myndum af skarfinum sem hún sagði hafa verið nokkuð gæfan eftir að hann plantaði sér á Káratorg, þar sem hann var í um tvo tíma áður en hann var fluttur niður að sjónum. Skarfar eru sjófuglar sem halda sig helst við ströndina eða á vötnum nálægt sjó, en eru alla jafna sjaldséðir inn í íbúðarhverfum. Dýr Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Hlíf Una Bárudóttir, íbúi við Kárastíg í Reykjavík, rak upp stór augu fyrr í dag þegar stærðarinnar skarfur var á ferðinni um götuna. „Þessi gaur er að þvælast á Kárastíg og virðist lítill í sér. Hvert hringir kona vegna villuráfandi skarfa?“ skrifaði Hlíf á Facebook í dag og birti hún myndir á Facebook af fuglinum fagra. Skarfurinn reyndist bæði vera ungur og hraustur.Mynd/Hlíf Una Bárudóttir Í samtali við Vísi segir Hlíf að svarið við spurningunni sé Reykjavíkurborg. Eftir að hafa náð þangað inn og útskýrt erindið var meindýraeyðir sendur á vetvang. „Hann fræddi mig um það skarfar geti ekki hafið sig á loft nema á vatni þannig að hann væri í raunverulegum vandræðum,“ segir Hlíf en talið er líklegt að skarfurinn hafi hreinlega fokið inn í borgina í hvassviðrinu sem þar hefur verið í dag. Bjargvætturinn á vegum borgarinnar fangaði fuglinn með háfi og eftir því sem Hlíf best veit var skarfinum sleppt við sjóinn. „Ég fylgdi honum ekki á enda en maðurinn sem kom hingað sagði að þetta væri ungur og hraustur fugl og það væri minnsta málið að keyra hann niður að sjó.“ Hlíf náði meðfylgjandi myndum af skarfinum sem hún sagði hafa verið nokkuð gæfan eftir að hann plantaði sér á Káratorg, þar sem hann var í um tvo tíma áður en hann var fluttur niður að sjónum. Skarfar eru sjófuglar sem halda sig helst við ströndina eða á vötnum nálægt sjó, en eru alla jafna sjaldséðir inn í íbúðarhverfum.
Dýr Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira