Forsetinn vill ekki hitta eiginkonu dæmds bankamanns Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2017 11:32 Viðhorfspistill Tinnu Brynjólfsdóttur á Vísi hefur vakið verulega athygli en þar greinir hún frá því að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson hafi neitað að taka á móti henni en hún hefur falast eftir því að fá fund með forsetanum. Tinna er eiginkona Magnúsar Arnar Arngrímssonar sem hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti í hinu svokallaða BK-máli í desember 2015 auk þess sem hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Aurummálinu í héraðsdómi í nóvember árið 2016. Tinna óskaði eftir fundi en forsetinn svaraði á þá leið að honum sé ekki heimilt að hlutast til um málefni einstaklinga sem telja á sér brotið í stjórnkerfinu. Hann bendir á að í því ljósi sé ekki skynsamlegt að þau eigi fund. „Þarna sjáum við úr hverju Guðni er gerður. Hann vill ekki einu sinni vita hvað ég hef að segja!“ skrifar Tinna sem kynnir sig í pistli sínum sem eiginkonu manns sem situr saklaus í fangelsi. Guðni tók vel í beiðni Dagnýjar Magnúsdóttur á dögunum að hitta sig. Skrifaði Dagný forsetanum bréf og bað hann um að hjálpa sér að láta draum sinn rætast, að taka í hönd forsetans. Guðni svaraði kalli Dagnýjar og hitti hana á skrifstofu sinni. Tinna deildi fréttinni á Facebook með textanum: „Flottar myndirnar af Guðna og Dagnýju, koma virkilega vel út... Vísir birti jafnframt annan pistil þar sem tekið er í sama streng. Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar sem kenndur hefur verið við Samskip, er höfundur. Ólafur hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í Hæstarétti í febrúar 2015 fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Hún segir pistil Tinnu athyglisverðan og viðbrögð Guðna séu afleit. „Ég er agndofa yfir þessu svari. Hann hefur að mér sýnist, lagt sig fram um að opna Bessastaði fyrir sem flestum. Hann hefur meðal annars opnað dyr sínar fyrir flóttamönnum, sem er gott og hann hefur verið iðinn við að tala fyrir málstaði minnihlutahópa. Að sjálfsögðu hafa allir þessir fundir verið í fylgd fjölmiðla og vel kynntir á fésbókarsíðu hans og í fjölmiðlum.“ Ingibjörg bendir á að Guðni fái einkaskilaboð frá „ráðþrota manneskju sem biður hann um fund til þess að ræða háalvarlegt mál sem eru mannréttindabrot framin af íslenska ríkinu á þegnum sínum. Hvað gerir hann?…jú hann einfaldlega hafnar því að hitta hana.“ Tengdar fréttir Forseti Íslands og óhreinu börnin hennar Evu Grein Tinnu Brynjólfsdóttur á Vísi í morgun þar sem hún segir frá höfnun forseta Íslands, Guðna Th Jóhannessyni á beiðni sinni um viðtal er athyglisverð. 2. mars 2017 09:57 Fékk ekki fund með forsetanum Ég ákvað að senda forsetanum línu því hann á víst að vera svo mikið til í að hitta og spjalla við fólkið sitt í landinu. 2. mars 2017 08:20 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Viðhorfspistill Tinnu Brynjólfsdóttur á Vísi hefur vakið verulega athygli en þar greinir hún frá því að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson hafi neitað að taka á móti henni en hún hefur falast eftir því að fá fund með forsetanum. Tinna er eiginkona Magnúsar Arnar Arngrímssonar sem hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti í hinu svokallaða BK-máli í desember 2015 auk þess sem hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Aurummálinu í héraðsdómi í nóvember árið 2016. Tinna óskaði eftir fundi en forsetinn svaraði á þá leið að honum sé ekki heimilt að hlutast til um málefni einstaklinga sem telja á sér brotið í stjórnkerfinu. Hann bendir á að í því ljósi sé ekki skynsamlegt að þau eigi fund. „Þarna sjáum við úr hverju Guðni er gerður. Hann vill ekki einu sinni vita hvað ég hef að segja!“ skrifar Tinna sem kynnir sig í pistli sínum sem eiginkonu manns sem situr saklaus í fangelsi. Guðni tók vel í beiðni Dagnýjar Magnúsdóttur á dögunum að hitta sig. Skrifaði Dagný forsetanum bréf og bað hann um að hjálpa sér að láta draum sinn rætast, að taka í hönd forsetans. Guðni svaraði kalli Dagnýjar og hitti hana á skrifstofu sinni. Tinna deildi fréttinni á Facebook með textanum: „Flottar myndirnar af Guðna og Dagnýju, koma virkilega vel út... Vísir birti jafnframt annan pistil þar sem tekið er í sama streng. Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar sem kenndur hefur verið við Samskip, er höfundur. Ólafur hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í Hæstarétti í febrúar 2015 fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Hún segir pistil Tinnu athyglisverðan og viðbrögð Guðna séu afleit. „Ég er agndofa yfir þessu svari. Hann hefur að mér sýnist, lagt sig fram um að opna Bessastaði fyrir sem flestum. Hann hefur meðal annars opnað dyr sínar fyrir flóttamönnum, sem er gott og hann hefur verið iðinn við að tala fyrir málstaði minnihlutahópa. Að sjálfsögðu hafa allir þessir fundir verið í fylgd fjölmiðla og vel kynntir á fésbókarsíðu hans og í fjölmiðlum.“ Ingibjörg bendir á að Guðni fái einkaskilaboð frá „ráðþrota manneskju sem biður hann um fund til þess að ræða háalvarlegt mál sem eru mannréttindabrot framin af íslenska ríkinu á þegnum sínum. Hvað gerir hann?…jú hann einfaldlega hafnar því að hitta hana.“
Tengdar fréttir Forseti Íslands og óhreinu börnin hennar Evu Grein Tinnu Brynjólfsdóttur á Vísi í morgun þar sem hún segir frá höfnun forseta Íslands, Guðna Th Jóhannessyni á beiðni sinni um viðtal er athyglisverð. 2. mars 2017 09:57 Fékk ekki fund með forsetanum Ég ákvað að senda forsetanum línu því hann á víst að vera svo mikið til í að hitta og spjalla við fólkið sitt í landinu. 2. mars 2017 08:20 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Forseti Íslands og óhreinu börnin hennar Evu Grein Tinnu Brynjólfsdóttur á Vísi í morgun þar sem hún segir frá höfnun forseta Íslands, Guðna Th Jóhannessyni á beiðni sinni um viðtal er athyglisverð. 2. mars 2017 09:57
Fékk ekki fund með forsetanum Ég ákvað að senda forsetanum línu því hann á víst að vera svo mikið til í að hitta og spjalla við fólkið sitt í landinu. 2. mars 2017 08:20
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent