Forsetinn vill ekki hitta eiginkonu dæmds bankamanns Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2017 11:32 Viðhorfspistill Tinnu Brynjólfsdóttur á Vísi hefur vakið verulega athygli en þar greinir hún frá því að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson hafi neitað að taka á móti henni en hún hefur falast eftir því að fá fund með forsetanum. Tinna er eiginkona Magnúsar Arnar Arngrímssonar sem hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti í hinu svokallaða BK-máli í desember 2015 auk þess sem hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Aurummálinu í héraðsdómi í nóvember árið 2016. Tinna óskaði eftir fundi en forsetinn svaraði á þá leið að honum sé ekki heimilt að hlutast til um málefni einstaklinga sem telja á sér brotið í stjórnkerfinu. Hann bendir á að í því ljósi sé ekki skynsamlegt að þau eigi fund. „Þarna sjáum við úr hverju Guðni er gerður. Hann vill ekki einu sinni vita hvað ég hef að segja!“ skrifar Tinna sem kynnir sig í pistli sínum sem eiginkonu manns sem situr saklaus í fangelsi. Guðni tók vel í beiðni Dagnýjar Magnúsdóttur á dögunum að hitta sig. Skrifaði Dagný forsetanum bréf og bað hann um að hjálpa sér að láta draum sinn rætast, að taka í hönd forsetans. Guðni svaraði kalli Dagnýjar og hitti hana á skrifstofu sinni. Tinna deildi fréttinni á Facebook með textanum: „Flottar myndirnar af Guðna og Dagnýju, koma virkilega vel út... Vísir birti jafnframt annan pistil þar sem tekið er í sama streng. Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar sem kenndur hefur verið við Samskip, er höfundur. Ólafur hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í Hæstarétti í febrúar 2015 fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Hún segir pistil Tinnu athyglisverðan og viðbrögð Guðna séu afleit. „Ég er agndofa yfir þessu svari. Hann hefur að mér sýnist, lagt sig fram um að opna Bessastaði fyrir sem flestum. Hann hefur meðal annars opnað dyr sínar fyrir flóttamönnum, sem er gott og hann hefur verið iðinn við að tala fyrir málstaði minnihlutahópa. Að sjálfsögðu hafa allir þessir fundir verið í fylgd fjölmiðla og vel kynntir á fésbókarsíðu hans og í fjölmiðlum.“ Ingibjörg bendir á að Guðni fái einkaskilaboð frá „ráðþrota manneskju sem biður hann um fund til þess að ræða háalvarlegt mál sem eru mannréttindabrot framin af íslenska ríkinu á þegnum sínum. Hvað gerir hann?…jú hann einfaldlega hafnar því að hitta hana.“ Tengdar fréttir Forseti Íslands og óhreinu börnin hennar Evu Grein Tinnu Brynjólfsdóttur á Vísi í morgun þar sem hún segir frá höfnun forseta Íslands, Guðna Th Jóhannessyni á beiðni sinni um viðtal er athyglisverð. 2. mars 2017 09:57 Fékk ekki fund með forsetanum Ég ákvað að senda forsetanum línu því hann á víst að vera svo mikið til í að hitta og spjalla við fólkið sitt í landinu. 2. mars 2017 08:20 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Viðhorfspistill Tinnu Brynjólfsdóttur á Vísi hefur vakið verulega athygli en þar greinir hún frá því að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson hafi neitað að taka á móti henni en hún hefur falast eftir því að fá fund með forsetanum. Tinna er eiginkona Magnúsar Arnar Arngrímssonar sem hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti í hinu svokallaða BK-máli í desember 2015 auk þess sem hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Aurummálinu í héraðsdómi í nóvember árið 2016. Tinna óskaði eftir fundi en forsetinn svaraði á þá leið að honum sé ekki heimilt að hlutast til um málefni einstaklinga sem telja á sér brotið í stjórnkerfinu. Hann bendir á að í því ljósi sé ekki skynsamlegt að þau eigi fund. „Þarna sjáum við úr hverju Guðni er gerður. Hann vill ekki einu sinni vita hvað ég hef að segja!“ skrifar Tinna sem kynnir sig í pistli sínum sem eiginkonu manns sem situr saklaus í fangelsi. Guðni tók vel í beiðni Dagnýjar Magnúsdóttur á dögunum að hitta sig. Skrifaði Dagný forsetanum bréf og bað hann um að hjálpa sér að láta draum sinn rætast, að taka í hönd forsetans. Guðni svaraði kalli Dagnýjar og hitti hana á skrifstofu sinni. Tinna deildi fréttinni á Facebook með textanum: „Flottar myndirnar af Guðna og Dagnýju, koma virkilega vel út... Vísir birti jafnframt annan pistil þar sem tekið er í sama streng. Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar sem kenndur hefur verið við Samskip, er höfundur. Ólafur hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í Hæstarétti í febrúar 2015 fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Hún segir pistil Tinnu athyglisverðan og viðbrögð Guðna séu afleit. „Ég er agndofa yfir þessu svari. Hann hefur að mér sýnist, lagt sig fram um að opna Bessastaði fyrir sem flestum. Hann hefur meðal annars opnað dyr sínar fyrir flóttamönnum, sem er gott og hann hefur verið iðinn við að tala fyrir málstaði minnihlutahópa. Að sjálfsögðu hafa allir þessir fundir verið í fylgd fjölmiðla og vel kynntir á fésbókarsíðu hans og í fjölmiðlum.“ Ingibjörg bendir á að Guðni fái einkaskilaboð frá „ráðþrota manneskju sem biður hann um fund til þess að ræða háalvarlegt mál sem eru mannréttindabrot framin af íslenska ríkinu á þegnum sínum. Hvað gerir hann?…jú hann einfaldlega hafnar því að hitta hana.“
Tengdar fréttir Forseti Íslands og óhreinu börnin hennar Evu Grein Tinnu Brynjólfsdóttur á Vísi í morgun þar sem hún segir frá höfnun forseta Íslands, Guðna Th Jóhannessyni á beiðni sinni um viðtal er athyglisverð. 2. mars 2017 09:57 Fékk ekki fund með forsetanum Ég ákvað að senda forsetanum línu því hann á víst að vera svo mikið til í að hitta og spjalla við fólkið sitt í landinu. 2. mars 2017 08:20 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Forseti Íslands og óhreinu börnin hennar Evu Grein Tinnu Brynjólfsdóttur á Vísi í morgun þar sem hún segir frá höfnun forseta Íslands, Guðna Th Jóhannessyni á beiðni sinni um viðtal er athyglisverð. 2. mars 2017 09:57
Fékk ekki fund með forsetanum Ég ákvað að senda forsetanum línu því hann á víst að vera svo mikið til í að hitta og spjalla við fólkið sitt í landinu. 2. mars 2017 08:20