Innlent

Kanadamenn fluttu færanlega ratsjá á Stokksnes

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá þegar verið er að koma færanlega rátsjárkerfinu fyrir.
Hér má sjá þegar verið er að koma færanlega rátsjárkerfinu fyrir.

Kanadíski flugherinn hefur komið fyrir færanlegu ratsjárkerfi á Stokksnesi. Kerfið var sett upp þar svo tryggja megi órofinn rekstur á ratsjárkerfum Atlantshafsbandalagsins hér á landi á meðan endurbætur standa yfir.

Samkvæmt færslu á Facebooksíðu Landhelgisgæslunnar hófst verkefnið á MIðnesheiði í febrúar og heldur það áfram á Stokksnesi í þessari viku.

„Á ratsjár- og fjarskiptastöðvunum á Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokksnesi eru langdrægar þrívíddar ratsjár sem notaðar eru fyrir loftrýmisgæslu og loftrýmiseftirlit Atlantshafsbandalagsins en hluti kerfisins einnig nýttur af Isavia fyrir almenna flugleiðsögu og flugöryggi,“ segir í færslunni.

Þar segir að endurbæturnar á ratsjárkerfunum séu umfangsmiklar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×