Haldið upp á 150 ára afmæli í Skagafirðinum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. maí 2017 13:15 Hjalti Pálsson er formaður Sögufélags Skagfirðinga. Skagfirsk fræði í nútíð og fortíð verður umfjöllunarefni málþings í Miðgarði í Varmahlíð á morgun. Það er haldið í tilefni 80 ára afmælis Sögufélags Skagfirðinga og 70 ára afmælis Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Guðni Th. Jóhannesson forseti verður meðal gesta, og ætlar að flytja ávarp enda sagnfræðingur að mennt. „Sögufélaginu og Héraðsskjalasafninu hefur hvoru tveggja verið sinnt vel í gegnum tíðina og eru þar af leiðandi öflugar stofnanir,“ segir Hjalti Pálsson, formaður Sögufélagsins, þegar hann er beðinn um að líta um öxl. Segir hafa verið gefin út á bilinu 90 til 100 rit á þessum tíma og mikið og gott samstarf hafi verið milli sögufélagsins og safnsins. „Þetta eru öflugustu menningarstofnanir sveitarfélagsins á sína vísu,“ fullyrðir hann. Hjalti segir Sögufélag Skagfirðinga elsta héraðssögufélag landsins. Það hafi starfað óslitið síðan það var stofnað 1937 og félagsmenn séu nú um 750 talsins.Safnahús Skagfirðinga, aðsetur Héraðsskjalasafns og Sögufélags.Bæði Sögufélagið og Héraðsskjalasafnið standa í stórræðum á þessum tímamótum því þeirra umfangsmesta verkefni er í fullum gangi. Það er útgáfa Byggðasögu Skagafjarðar sem mun fylla tíu bindi í stóru broti. „Það verk hefur þegar verið tuttugu og eitt ár í framkvæmd af tuttugu og fimm sem áætluð voru,“ segir Hjalti og upplýsir að í haust komi áttunda bindið út. Í ritunum er farið yfir allar bújarðir í Skagafirði, sem eru yfir sex hundruð talsins. „Byggðasagan er hugsuð sem handbók og yfirlitsrit yfir allar jarðir í Skagafirði og hefur nú þegar komið að miklum notum, meðal annars við skipulagningu, til dæmis með tilliti til ferðaþjónustu,“ segir hann og er ekki í vafa um að útgáfan sé einstök á landsvísu. Afmælishaldið ber upp á lokadag Sæluviku Skagfirðinga 2017 sem er ein elsta menningarhátíð landsins að sögn Hjalta. „Saga hennar nær allt aftur til ársins 1874 þegar svonefndar sýslunefndarvikur hófu göngu sína.“ Auk ávarps forsetans verða eftirfarandi erindi og fyrirlestrar á dagskránni:Guðný Zoega: Byggðasagan ofan jarðar og neðan- vitnisburður fornleifafræðinnar. Harpa Björnsdóttir: Bóndi í klammeríi. Um fangavist Sölva Helgasonar í Danmörku. Unnar Ingvarsson: Bærinn sem varð að þorpi. Sauðárkrókur í sókn og vörn um aldamótin 1900. Viðar Hreinsson: Jón lærði í vísindavagninum. Samskipti Jóns lærða við Hólamenn. Auk þess munu Ásta Pálmadóttir sveitastjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Hjalti Pálsson, formaður Sögufélagsins og Sólborg Una Pálsdóttir héraðsskjalavörður taka til máls. Sölvi Sveinsson stýrir málþinginu. Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Skagfirsk fræði í nútíð og fortíð verður umfjöllunarefni málþings í Miðgarði í Varmahlíð á morgun. Það er haldið í tilefni 80 ára afmælis Sögufélags Skagfirðinga og 70 ára afmælis Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Guðni Th. Jóhannesson forseti verður meðal gesta, og ætlar að flytja ávarp enda sagnfræðingur að mennt. „Sögufélaginu og Héraðsskjalasafninu hefur hvoru tveggja verið sinnt vel í gegnum tíðina og eru þar af leiðandi öflugar stofnanir,“ segir Hjalti Pálsson, formaður Sögufélagsins, þegar hann er beðinn um að líta um öxl. Segir hafa verið gefin út á bilinu 90 til 100 rit á þessum tíma og mikið og gott samstarf hafi verið milli sögufélagsins og safnsins. „Þetta eru öflugustu menningarstofnanir sveitarfélagsins á sína vísu,“ fullyrðir hann. Hjalti segir Sögufélag Skagfirðinga elsta héraðssögufélag landsins. Það hafi starfað óslitið síðan það var stofnað 1937 og félagsmenn séu nú um 750 talsins.Safnahús Skagfirðinga, aðsetur Héraðsskjalasafns og Sögufélags.Bæði Sögufélagið og Héraðsskjalasafnið standa í stórræðum á þessum tímamótum því þeirra umfangsmesta verkefni er í fullum gangi. Það er útgáfa Byggðasögu Skagafjarðar sem mun fylla tíu bindi í stóru broti. „Það verk hefur þegar verið tuttugu og eitt ár í framkvæmd af tuttugu og fimm sem áætluð voru,“ segir Hjalti og upplýsir að í haust komi áttunda bindið út. Í ritunum er farið yfir allar bújarðir í Skagafirði, sem eru yfir sex hundruð talsins. „Byggðasagan er hugsuð sem handbók og yfirlitsrit yfir allar jarðir í Skagafirði og hefur nú þegar komið að miklum notum, meðal annars við skipulagningu, til dæmis með tilliti til ferðaþjónustu,“ segir hann og er ekki í vafa um að útgáfan sé einstök á landsvísu. Afmælishaldið ber upp á lokadag Sæluviku Skagfirðinga 2017 sem er ein elsta menningarhátíð landsins að sögn Hjalta. „Saga hennar nær allt aftur til ársins 1874 þegar svonefndar sýslunefndarvikur hófu göngu sína.“ Auk ávarps forsetans verða eftirfarandi erindi og fyrirlestrar á dagskránni:Guðný Zoega: Byggðasagan ofan jarðar og neðan- vitnisburður fornleifafræðinnar. Harpa Björnsdóttir: Bóndi í klammeríi. Um fangavist Sölva Helgasonar í Danmörku. Unnar Ingvarsson: Bærinn sem varð að þorpi. Sauðárkrókur í sókn og vörn um aldamótin 1900. Viðar Hreinsson: Jón lærði í vísindavagninum. Samskipti Jóns lærða við Hólamenn. Auk þess munu Ásta Pálmadóttir sveitastjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Hjalti Pálsson, formaður Sögufélagsins og Sólborg Una Pálsdóttir héraðsskjalavörður taka til máls. Sölvi Sveinsson stýrir málþinginu.
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira