Íslendingar héldu uppi stuðinu í Kænugarði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Svala þarf að svara spurningum fjölmargra blaðamanna. mynd/eurovision Um hundrað manns sóttu gleðskap íslensku Eurovision-sendinefndarinnar í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í gær. Meðal annars létu sendinefndir Finna, Ástrala og Moldóva sjá sig. „Við erum að vonum ánægð með mætinguna. Þarna kom fólk úr öðrum sendinefndum, svolítið af þulum. Við lögðum áherslu á að reyna að ná þulunum sem eru með okkur í undanriðli til að fá þá til að tala svolítið fallega um okkur og fá þá atkvæði frá þeim þjóðum,“ segir Felix Bergsson, einn nefndarmanna, léttur í bragði. Felix segir stemninguna hafa verið rosalega góða. „Ekki síst vegna þess að Svala steig á stokk og söng og gerði það alveg dásamlega. Það kom einna helst á óvart að Vetrarsól Gunnars Þórðarsonar fór svona vel í þá sem voru á svæðinu. Fólk bara táraðist.“Felix Bergsson.Þá segir hann að Svala Björgvinsdóttir, keppandi Íslands, hafi að sjálfsögðu flutt lag sitt, Paper, bæði á íslensku og á ensku. Íslenska sendinefndin er í keppnisskapi og ætlar að sjá til þess að Svölu gangi sem allra best. „Við erum bara á fullu að kynna hana til að koma henni á framfæri og koma laginu áfram. Þetta er endalaus vinna. Þetta er í raun heilmikið álag á listamanninum,“ segir Felix. Til dæmis hafi Svala sungið fjögur lög í boðinu og staðið svo í viðtölum og myndatökum í klukkutíma. Hún fær hins vegar litla hvíld. „Hún er rétt búin að skríða heim á hótel núna til að hvíla sig í hálftíma. Svo förum við af stað í rútu, nýmáluð og í nýju átfitti, til að fara í moldóvska partíið þar sem hún ætlar að performera,“ segir Felix. Hann segir að margir geri sér ekki grein fyrir því að keppendur eigi það til að missa röddina eftir allan undirbúninginn. „Það er ekki síst vegna þess að þeir tala svo mikið. Það er svo mikið áreiti, mikið af viðtölum og mikið af aðdáendum sem þarf að sinna.“ Svala stígur á svið á þriðjudaginn á fyrra undanúrslitakvöldinu. Aðalkeppnin fer síðan fram laugardagskvöldið 13. maí, eftir rétta viku, og íslenska þjóðin stendur af heilum hug á bakvið íslenska keppandann. Ábyrgð Felix og félaga í íslensku sendinefndinni er því mikil. „Við erum með stóran og góðan hóp í kringum hana og þetta gengur allt mjög vel,“ segir Felix. Þeir Benedikt Bóas Hinriksson og Stefán Árni Pálsson, blaðamenn á fréttastofu 365, eru í Kænugarði. Munu þeir standa fyrir ítarlegri umfjöllun á Vísi, Stöð 2, Bylgjunni og hér í Fréttablaðinu á næstu dögum. Eurovision Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
Um hundrað manns sóttu gleðskap íslensku Eurovision-sendinefndarinnar í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í gær. Meðal annars létu sendinefndir Finna, Ástrala og Moldóva sjá sig. „Við erum að vonum ánægð með mætinguna. Þarna kom fólk úr öðrum sendinefndum, svolítið af þulum. Við lögðum áherslu á að reyna að ná þulunum sem eru með okkur í undanriðli til að fá þá til að tala svolítið fallega um okkur og fá þá atkvæði frá þeim þjóðum,“ segir Felix Bergsson, einn nefndarmanna, léttur í bragði. Felix segir stemninguna hafa verið rosalega góða. „Ekki síst vegna þess að Svala steig á stokk og söng og gerði það alveg dásamlega. Það kom einna helst á óvart að Vetrarsól Gunnars Þórðarsonar fór svona vel í þá sem voru á svæðinu. Fólk bara táraðist.“Felix Bergsson.Þá segir hann að Svala Björgvinsdóttir, keppandi Íslands, hafi að sjálfsögðu flutt lag sitt, Paper, bæði á íslensku og á ensku. Íslenska sendinefndin er í keppnisskapi og ætlar að sjá til þess að Svölu gangi sem allra best. „Við erum bara á fullu að kynna hana til að koma henni á framfæri og koma laginu áfram. Þetta er endalaus vinna. Þetta er í raun heilmikið álag á listamanninum,“ segir Felix. Til dæmis hafi Svala sungið fjögur lög í boðinu og staðið svo í viðtölum og myndatökum í klukkutíma. Hún fær hins vegar litla hvíld. „Hún er rétt búin að skríða heim á hótel núna til að hvíla sig í hálftíma. Svo förum við af stað í rútu, nýmáluð og í nýju átfitti, til að fara í moldóvska partíið þar sem hún ætlar að performera,“ segir Felix. Hann segir að margir geri sér ekki grein fyrir því að keppendur eigi það til að missa röddina eftir allan undirbúninginn. „Það er ekki síst vegna þess að þeir tala svo mikið. Það er svo mikið áreiti, mikið af viðtölum og mikið af aðdáendum sem þarf að sinna.“ Svala stígur á svið á þriðjudaginn á fyrra undanúrslitakvöldinu. Aðalkeppnin fer síðan fram laugardagskvöldið 13. maí, eftir rétta viku, og íslenska þjóðin stendur af heilum hug á bakvið íslenska keppandann. Ábyrgð Felix og félaga í íslensku sendinefndinni er því mikil. „Við erum með stóran og góðan hóp í kringum hana og þetta gengur allt mjög vel,“ segir Felix. Þeir Benedikt Bóas Hinriksson og Stefán Árni Pálsson, blaðamenn á fréttastofu 365, eru í Kænugarði. Munu þeir standa fyrir ítarlegri umfjöllun á Vísi, Stöð 2, Bylgjunni og hér í Fréttablaðinu á næstu dögum.
Eurovision Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira