Rithöfundasambandið: „Starfsmenn sambandsins hafa aldrei átt nokkurn þátt í nauðungarvistun félagsmanns“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. maí 2017 16:26 Bjarni Bernharður Bjarnason skáld og Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður RSÍ. Rithöfundasamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það segist aldrei hafa átt nokkurn þátt í nauðgunarvistun félagsmanns, hvorki með beinum né óbeinum hætti. Sambandið sendir frá sér yfirlýsinguna í ljósi umræðu sem hefur átt sér stað síðustu daga um málefni Bjarna Bernharðs, rithöfundar og ljóðskálds. í viðtali við Bjarna Bernharð í útvarpsþættinum Harmageddon kom fram að hann var lokaður inni á geðdeild. Að sögn Bjarna var sú vistun að undirlagi einhvers innan rithöfundasambandsins en hann telur víst að einhver hafi viljað losna við hann af aðalfundi sem nýverið var haldinn á vegum sambandsins. Áður hafði honum verið úthýst af lokuðum Facebookhópi rithöfunda. „Þegar fjölmargar kvartanir berast um að félagsmaður fari ekki að reglum fésbókarhóps RSÍ telur skrifstofan rétt að bregðast við,“ segir í yfirlýsingu rithöfundarsambandsins. Enda segir m.a. í reglum hópsins að vettvangurinn sé hugsaður sem leið til upplýsingamiðlunar og fyrir félaga til að spyrja spurninga, vekja athygli á málefnum og til umræðna. Sömuleiðis segir að stjórn RSÍ og starfsfólk hafi vald til að fjarlægja færslur sem eru meiðandi eða falla ekki undir málefnalega umræðu.“Sjá einnig: Öryggishnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins vegna dauðahótana Mikið var rætt um málið í Facebook-hópnum Menningarátökin í gær og þar upplýsti Kristján B. Jónasson um að afar ströng öryggisgæsla sé á skrifstofu Rithöfundasambandsins. „Síðast þegar ég vissi var starfsfólk Rithöfundasambandsins með öryggishnapp við borðið sitt og vann bak við læstar útidyrahurðir vegna ágangs ýmissa aðila. Kom þarna oft á fundi og varð að tilkynna það áður svo opnað yrði fyrir mér, þá hafði einmitt borist dauðahótun skömmu áður, þetta var fyrir svona 5 árum. Það virðist vera mjög algengt að rithöfundar kenni sambandinu um allt sem aflaga fer í lífi sínu. Ég myndi ekki nenna að vinna á svona stað,“ skrifar Kristján. Stjórn og starfsfólk sambandsins svarar þessu einnig í yfirlýsingunni. „Einnig er rétt að taka fram hér að atvik þau sem lúta að öryggisráðstöfunum í Gunnarshúsi og vísað er í á þræðinum Menningarátökin komu upp fyrir nokkrum árum. Þar var um beinar hótanir að ræða af hálfu einstaklings sem hvorki er né var félagi í RSÍ. Í dag eru allt aðrar aðstæður uppi í Gunnarshúsi.“ Tengdar fréttir Öryggishnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins vegna dauðahótana Eiríkur Örn Norðdahl vill fá að vita hver innan RSÍ sigaði geðbatteríinu á Bjarna Bernharð. 5. maí 2017 11:59 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Rithöfundasamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það segist aldrei hafa átt nokkurn þátt í nauðgunarvistun félagsmanns, hvorki með beinum né óbeinum hætti. Sambandið sendir frá sér yfirlýsinguna í ljósi umræðu sem hefur átt sér stað síðustu daga um málefni Bjarna Bernharðs, rithöfundar og ljóðskálds. í viðtali við Bjarna Bernharð í útvarpsþættinum Harmageddon kom fram að hann var lokaður inni á geðdeild. Að sögn Bjarna var sú vistun að undirlagi einhvers innan rithöfundasambandsins en hann telur víst að einhver hafi viljað losna við hann af aðalfundi sem nýverið var haldinn á vegum sambandsins. Áður hafði honum verið úthýst af lokuðum Facebookhópi rithöfunda. „Þegar fjölmargar kvartanir berast um að félagsmaður fari ekki að reglum fésbókarhóps RSÍ telur skrifstofan rétt að bregðast við,“ segir í yfirlýsingu rithöfundarsambandsins. Enda segir m.a. í reglum hópsins að vettvangurinn sé hugsaður sem leið til upplýsingamiðlunar og fyrir félaga til að spyrja spurninga, vekja athygli á málefnum og til umræðna. Sömuleiðis segir að stjórn RSÍ og starfsfólk hafi vald til að fjarlægja færslur sem eru meiðandi eða falla ekki undir málefnalega umræðu.“Sjá einnig: Öryggishnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins vegna dauðahótana Mikið var rætt um málið í Facebook-hópnum Menningarátökin í gær og þar upplýsti Kristján B. Jónasson um að afar ströng öryggisgæsla sé á skrifstofu Rithöfundasambandsins. „Síðast þegar ég vissi var starfsfólk Rithöfundasambandsins með öryggishnapp við borðið sitt og vann bak við læstar útidyrahurðir vegna ágangs ýmissa aðila. Kom þarna oft á fundi og varð að tilkynna það áður svo opnað yrði fyrir mér, þá hafði einmitt borist dauðahótun skömmu áður, þetta var fyrir svona 5 árum. Það virðist vera mjög algengt að rithöfundar kenni sambandinu um allt sem aflaga fer í lífi sínu. Ég myndi ekki nenna að vinna á svona stað,“ skrifar Kristján. Stjórn og starfsfólk sambandsins svarar þessu einnig í yfirlýsingunni. „Einnig er rétt að taka fram hér að atvik þau sem lúta að öryggisráðstöfunum í Gunnarshúsi og vísað er í á þræðinum Menningarátökin komu upp fyrir nokkrum árum. Þar var um beinar hótanir að ræða af hálfu einstaklings sem hvorki er né var félagi í RSÍ. Í dag eru allt aðrar aðstæður uppi í Gunnarshúsi.“
Tengdar fréttir Öryggishnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins vegna dauðahótana Eiríkur Örn Norðdahl vill fá að vita hver innan RSÍ sigaði geðbatteríinu á Bjarna Bernharð. 5. maí 2017 11:59 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Öryggishnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins vegna dauðahótana Eiríkur Örn Norðdahl vill fá að vita hver innan RSÍ sigaði geðbatteríinu á Bjarna Bernharð. 5. maí 2017 11:59