Menning

Erna og Halla tilnefndar til FAUST-verðlauna

Andri Eysteinsson skrifar
Danshöfundarnir Erna og Halla hafa báðar starfað víða um heim og sameinuðu krafta sína í München í fyrra með þeim árangri að fá tilnefningu til virtra verðlauna.
Danshöfundarnir Erna og Halla hafa báðar starfað víða um heim og sameinuðu krafta sína í München í fyrra með þeim árangri að fá tilnefningu til virtra verðlauna. GVA/Lilja Jóns
Danshöfundarnir Erna Ómarsdóttir og Halla Ólafsdóttir hafa verið tilnefndar til FAUST-verðlauna í flokknum danshöfundar ársins.

Verðlaunin eru þýsk en Halla og Erna settu upp verkið Rómeó og Júlía eftir Shakespeare, við tónlist Prokofiev, fyrir dansflokk Gärtnerplatz leikhússins í München í fyrra.

Frá þessu greinir Íslenski dansflokkurinn á Facebook síðu sinni.





Erna og Halla settu verkið eins og áður segir upp í München í fyrra en verkið verður sett á svið með Íslenska dansflokknum fyrir Listahátíð í Reykjavík á næsta ári.

Auk Ernu og Höllu eru danshöfundarnir Edward Clug og Anne Teresa de Keersmaeker tilnefnd til verðlaunanna sem veitt verða 9. nóvember næstkomandi. FAUST verðlaunin eru ein eftirsóttustu leiklistarverðlaun Þýskalands






Fleiri fréttir

Sjá meira


×