Lífið

Nostalgía: Þegar Auddi og Anna Svava tóku stelpurnar í Nylon illa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hrekkurinn tókst vægast sagt vel. 
Hrekkurinn tókst vægast sagt vel. 

Á sínum tíma stóð Auðunn Blöndal fyrir þáttum á Stöð 2 sem nefndust Tekinn og þar fór hann oft á tíðum mjög illa með þekkta einstaklinga í falinni myndavél.

Skemmtikrafturinn Anna Svava Knútsdóttir sló rækilega í gegn í einu eftirminnilegu atriði þegar hún tók á móti stelpunum í Nylon sem áttu að koma fram í þætti hjá Hemma Gunn.

Þær voru ekki parsáttar með klæðnað sem bandið átti að vera í á sviðinu og lét Anna Svava þær heldur betur heyra það.

Þetta var rifjað upp í þættinum Nostalgía á Stöð 2 í gær en leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir er umsjónamaður þáttarins og má sjá atriðið hér að neðan.

Klippa: Þegar Auddi tók stelpurnar í Nylon illa


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.