Lífið

Höfundur I Love Rock and Roll lést af völdum Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
Alan Merrill varð 69 ára gamall.
Alan Merrill varð 69 ára gamall. Instagram

Bandaríski tónlistarmaðurinn Alan Merrill, sem frægastur er fyrir að hafa samið og flutt stórsmellinn I Love Rock and Roll, er látinn, 69 ára að aldri. Hann lést af völdum Covid-19.

„Hann gerði lítið úr „kvefinu“ sem hann hélt að hann væri með. Ég hef grínast með kórónuveiruna milljón sinnum og hvernig hún myndi „ná honum“… Þetta er allt svo skrýtið, skrifar dóttirin Laura Merrill á Facebook.

Alan Merrill bjó í New York þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar hefur verið sérstaklega mikil. Hafa nú á annað þúsund látið lífið í ríkinu af völdum veirunnar.

I Love Rock and Roll kom út í flutningi sveitar Merrill, Arrows, árið 1975, en það var svo Joan Jett sem gerði lagið heimsfrægt árið 1982.

Merrill gekk til liðs við hljómsveit Meat Loaf árið 1986 og tróð því upp í Reiðhöllinni í Víðidal árið 1987.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×