Fótbolti

Geta fengið endurgreiðslu á Rúmeníuleikinn til 6. apríl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tveir flottir stuðningsmenn íslenska landsliðsins í leik á Laugardalsvellinum í undankeppni EM.
Tveir flottir stuðningsmenn íslenska landsliðsins í leik á Laugardalsvellinum í undankeppni EM. Getty/Oliver Hardt

Ísland átti að mæta Rúmeníu á Laugardalsvellinum í dag í umspili um sæti á EM. Allir miðar á leikinn voru seldir en nú hefur KSÍ sent frá skilaboð til þeirra sem eiga miða.

Knattspyrnusamband Íslands fer yfir það á heimasíðu sinni í dag hvernig miðamálum verður háttað vegna leiks Íslands og Rúmeníu.

Miðakaupendur geta óskað eftir endurgreiðslu á miðum á leikinn en frestur til þess er til og með mánudagsins 6. apríl.

Áætlað er að leikur Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM A landsliða karla fari fram á Laugardalsvelli fimmtudaginn 4. júní næstkomandi.

Miðakaupendur sem vilja halda sínum miðum þurfa ekki að gera neitt og halda einfaldlega sínum upprunalegu miðum/sætum.

Miðakaupendur sem vilja fá miðana endurgreidda geta haft samband við KSÍ í tölvupósti á midasala@ksi.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.