Innlent

Heitavatninu aftur komið á í Vesturbænum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá viðgerðum við Valsheimilið.
Frá viðgerðum við Valsheimilið. Vísir/Sigurjón

Viðgerð er nú lokið á stofnæð hitaveitu við Valsheimilið sem fór í sundur í gærkvöldi með þeim afleiðingum að vesturhluti borgarinnar varð heitavatnslaus. 

Búið er að hleypa vatni aftur á kerfið en búast má við að það taki nokkrar klukkustundir að ná aftur upp fullum þrýstingi hjá öllum notendum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum.

Íbúar í Vesturbænum hafa verið heitavatnslausir síðan um níuleytið í gærkvöldi. Bilunin tengist stórum leka sem varð á svipuðum stað í desember. Svo virðist sem að sá leki hafi valdið skemmdum á lögninni og verður hún tekin úr rekstri.


Tengdar fréttir

Heitavatnslaust í vesturhluta Reykjavíkur

Heitavatnslaust er í stórum hluta Reykjavíkur, eða vesturhlutanum. Meðal annars á það við miðbæinn, Hlíðarnar og Vesturbæinn og er það vegna bilunar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.