Innlent

Sóttvarnalæknir telur ekki þörf á að loka Austurland af

Sylvía Hall skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm

Það er mat sóttvarnalæknis að það þjóni ekki tilgangi sínum að loka Austurland af í sóttvarnaskyni, en enn sem komið er hefur ekkert smit greinst á svæðinu. Þetta er niðurstaða samráðsfundar Almannavarnanefndar Austurlands, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi í kvöld. Þar segir jafnframt að umræða hafi átt sér stað meðal íbúa hvort loka ætti Austurland af til þess að koma í veg fyrir smit.

„Á fundinum var farið vandlega yfir kosti og galla slíkrar lokunar. Að vel athuguðu máli er það mat sóttvarnarlæknis að lokun þjóni ekki tilgangi sínum fremur en að loka landinu öllu. Það muni fremur fresta vandanum en leysa hann enda óvíst þá hversu lengi landshlutinn yrði að vera lokaður.“

Þá er tekið fram að líklegt sé að smit muni koma upp á Austurlandi á einhverjum tímapunkti. Íbúar eru þó hvattir til þess að fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis í hvívetna og fara eftir ráðum heilbrigðisyfirvalda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×