Á dagskrá í dag: Lokadagar The Open, úrslitasería KR og ÍR, krakkamót og tölvuleikir Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2020 06:00 KR og ÍR mættust í magnaðri úrslitaseríu á síðasta ári. VÍSIR/DANÍEL Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Stöð 2 Sport hefur gert knattspyrnumótum krakka góð skil síðustu ár og hægt er að sjá þætti um fjölda af þeim mótum á stöðinni í dag. Í kvöld verða svo sýndir þrír sígildir leikir úr úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta. Stöð 2 Sport 2 – Úrslitarimma KR og ÍR í heild Á Stöð 2 Sport 2 verður hægt að sjá alla fimm leikina í eftirminnilegu úrslitaeinvígi KR og ÍR um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla á síðustu leiktíð, auk fleiri leikja. Stöð 2 Sport 3 – Hnefaleikar og íþróttaþættir vikunnar Hinir nýju þættir stöðvarinnar, Sportið í dag og Sportið í kvöld, verða endursýndir á Stöð 2 Sport 3, auk Seinni bylgjunnar og Domino‘s Körfuboltakvölds. Þá verður stórbardagi Floyd Mayweather og Manny Pacquiao sýndur auk fleira efnis. Stöð 2 Golf – Úrslitadagar The Open Á Stöð 2 Golf verður sýndur lokadagur The Open, Opna breska meistaramótsins, frá árunum 2015, 2016, 2017 og 2018. Stöð 2 Sport 4 – Úrslitaleikir í CS og League of Legends Á hinni nýju rafíþróttastöð, Stöð 2 eSport, verða sýndir úrslitaleikir úr íslensku deildinni í Counter-Strike og League of Legends, auk úrslitaleikja í Counter-Strike á Reykjavíkurleikunum í ár og úrslita HM í íslenska leiknum KARDS. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is. Dominos-deild karla Íslenski boltinn Rafíþróttir Golf Box Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Stöð 2 Sport hefur gert knattspyrnumótum krakka góð skil síðustu ár og hægt er að sjá þætti um fjölda af þeim mótum á stöðinni í dag. Í kvöld verða svo sýndir þrír sígildir leikir úr úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta. Stöð 2 Sport 2 – Úrslitarimma KR og ÍR í heild Á Stöð 2 Sport 2 verður hægt að sjá alla fimm leikina í eftirminnilegu úrslitaeinvígi KR og ÍR um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla á síðustu leiktíð, auk fleiri leikja. Stöð 2 Sport 3 – Hnefaleikar og íþróttaþættir vikunnar Hinir nýju þættir stöðvarinnar, Sportið í dag og Sportið í kvöld, verða endursýndir á Stöð 2 Sport 3, auk Seinni bylgjunnar og Domino‘s Körfuboltakvölds. Þá verður stórbardagi Floyd Mayweather og Manny Pacquiao sýndur auk fleira efnis. Stöð 2 Golf – Úrslitadagar The Open Á Stöð 2 Golf verður sýndur lokadagur The Open, Opna breska meistaramótsins, frá árunum 2015, 2016, 2017 og 2018. Stöð 2 Sport 4 – Úrslitaleikir í CS og League of Legends Á hinni nýju rafíþróttastöð, Stöð 2 eSport, verða sýndir úrslitaleikir úr íslensku deildinni í Counter-Strike og League of Legends, auk úrslitaleikja í Counter-Strike á Reykjavíkurleikunum í ár og úrslita HM í íslenska leiknum KARDS. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is.
Dominos-deild karla Íslenski boltinn Rafíþróttir Golf Box Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira