Lífið

Think About Things ekki gjaldgengt í Eurovision 2021

Andri Eysteinsson skrifar
Daði Freyr gæti tekið þátt í Eurovision 2021 en þó ekki með lagið Think about things.
Daði Freyr gæti tekið þátt í Eurovision 2021 en þó ekki með lagið Think about things. Skjáskot

Lög sem höfðu verið valin til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra stjórnvarpsstöðva í ár verða ekki gjaldgeng þegar keppnin verður að haldin að ári liðnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá söngvakeppninni.

Fáir misstu af því þegar tilkynnt var að ekkert verði af Söngvakeppninni í ár, sem átti að fara fram í Rotterdam í maí. Framlagi Íslands, laginu Think About Things í flutningi Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins, hafði verið spáð góðu gengi í keppninni og var jafnan í efstu sætum hjá veðbönkum.

Í tilkynningunni segir að Samtök Evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi ákveðið að skoða möguleikann á því að halda viðburð sem eigi að koma með einhverju móti í stað fyrir söngvakeppnina í Rotterdam, því hafi ákvörðun verið tekin um að lögin sem áttu að taka þátt í maí yrðu ekki gjaldgeng 2021.

Í tilkynningunni segir þó að ekki sé loku skotið fyrir það að sami flytjandi og átti að taka þátt, verði sendur til þátttöku að ári liðnuAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.