Lífið

„Fólk má alveg búast við drama“

Stefán Árni Pálsson skrifar
PJ_Poster_1000x1500

Æði er raunveruleikaþáttur um íslenskan áhrifavald og er þáttaröðin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Patrekur Jaime er 19 ára samfélagsmiðla áhrifavaldur, fæddur og uppalinn á Akureyri en á ættir að rekja til Chile.

Í Æði verður fylgst við Patreki, eða Patta eins og vinir hans kalla hann, í daglegu amstri sem ungur maður í hröðum og síbreytilegum heimi.

„Við erum að fara sjá raunveruleikaseríu um hann Patta sem við framleiðum á Útvarp 101 og fyrir Stöð 2,“ segir Jóhann Kristófer Stefánsson, leikstjóri þáttanna, í Bítinu í gær en fyrsti þátturinn kom inn á Stöð 2 Maraþon í gær. Æði er fyrsti þátturinn sem Jóhann leikstýrir.

„Þau voru í raun að fylgja mér frá morgni til kvölds í átta eða níu daga í röð,“ segir Patrekur.

„Patti er bara skemmtilegur, fyndinn og bara sérstakur. Hann er ekki eins og fólk er felst og sker sig smá út úr,“ segir Jóhann.

„Fólk má alveg búast við drama í þessari seríu og það komu upp alveg nokkur rifrildi og svona,“ segir Patrekur en hér að neðan má sjá viðtalið við þá báða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×