Hugsanlegt að þúsundir eldra fólks séu búnar að loka sig af vegna veirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2020 13:54 Talið er að þúsundir eldra fólks, og þá sérstaklega þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, séu búnar að loka sig af vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að mun fleiri séu í sóttkví hér á landi en opinberar tölur segja til um. Sú tala uppfærist hægar en talan yfir þá sem eru með staðfest smit, meðal annars vegna þess að skráningin á öllum þeim Íslendingum sem koma núna að utan og þurfa þá að far beint í sóttkví tekur töluvert langan tíma. Þá eru líka fjölmörg dæmi um að sérstaklega eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé í svokallaðri sjálfskipaðri sóttkví án þess að hafa fengið bein fyrirmæli um það frá yfirvöldum að fara í sóttkví. Fólk fer þá hvorki út úr húsi né hittir annað fólk til þess að forðast mögulegt smit. Eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdómar eru í sérstaklega mikilli hættu á að veikjast alvarlega fái þeir kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Víðir segist hugsa að dæmin um þetta telji í einhverjum þúsundum einstaklinga. Mikil hætta á að fólk einangrist „Við vitum náttúrulega ekki um þau öll en við erum bara alltaf að heyra af því að það er mjög mikið um þetta að eldra fólk, sem er með undirliggjandi sjúkdóma sérstaklega, það er bara búið að loka sig af. Við höfum einmitt verið að reyna að miðla til þeirra upplýsingum og að tengslanetið í kringum þau sé að hringja og nota Skype eða slíkt til að spjalla við þetta fólk því það er svo mikil hætta á að það einangrist,“ segir Víðir. Þá hefði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, sagt af því að það væri mjög margt fólk í þessari stöðu. Hún hefði miklar áhyggjur af því að þetta fólk myndi einangrast, ekki síst þeir sem væru ekki með sterkt tengslanet. „Við höfum verið að reyna að vekja athygli á því að kanna með frænkuna eða frændann sem er kannski ekki mikið samband við, bara að hringja og ganga svolítið á eftir því að bjóða fram aðstoðina þótt það sé ekki meira en að fara í búð og skilja pokann eftir við hurðina,“ segir Víðir og bætir við að þetta sé kynslóð sem sé hörð af sér. „Og hættan er að menn vilji ekki vera að trufla aðra og ekki vera að valda álagi og þar af leiðandi er svo mikil hætta á að menn séu ekki með allt sem þeir þurfa, vanti góðan mat og annað,“ segir hann. Fólk setji sig ekki í óþarfa hættu Þá kveðst Víðir aðspurður heyrt dæmi um fólk sem þarf sjálft ekki að fara í sóttkví en ákveður að fara í sóttkví með aðstandanda eða aðstandendum sem hafa verið útsettir fyrir smiti. Ýmsar ástæður geti verið fyrir því, til dæmis það að einstaklingurinn sem ekki þarf að fara í sóttkví líkt og aðrir í fjölskyldunni treysti sér ekki einfaldlega ekki til þess að vera einn. „Við erum alveg að heyra af svoleiðis aðstæðum, að fólki finnist öruggara að vera með sinni fjölskyldu í sóttkví þótt það sé ekki ástæða til þess. Þá er það bara að leita að jákvæðu öryggi. Við höfum heyrt nokkur svona dæmi,“ segir Víðir. Þessu verði að sýna skilning þótt yfirvöld mæli ekki með þessu og alls ekki fyrir fólk í áhættuhópum. „Við erum ekkert að mæla með þessu en við skiljum það alveg ef fólk er í þannig aðstöðu að það treysti sér ekki til að vera eitt einhvers staðar og vill frekar vera með sinni fjölskyldu. En við höfum líka þá bent á það að þá verður fólk aðeins að meta hvort það sé í áhættuhópi eða eitthvað slíkt þannig að það sé ekki að setja sig í óþarfa hættu,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að mun fleiri séu í sóttkví hér á landi en opinberar tölur segja til um. Sú tala uppfærist hægar en talan yfir þá sem eru með staðfest smit, meðal annars vegna þess að skráningin á öllum þeim Íslendingum sem koma núna að utan og þurfa þá að far beint í sóttkví tekur töluvert langan tíma. Þá eru líka fjölmörg dæmi um að sérstaklega eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé í svokallaðri sjálfskipaðri sóttkví án þess að hafa fengið bein fyrirmæli um það frá yfirvöldum að fara í sóttkví. Fólk fer þá hvorki út úr húsi né hittir annað fólk til þess að forðast mögulegt smit. Eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdómar eru í sérstaklega mikilli hættu á að veikjast alvarlega fái þeir kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Víðir segist hugsa að dæmin um þetta telji í einhverjum þúsundum einstaklinga. Mikil hætta á að fólk einangrist „Við vitum náttúrulega ekki um þau öll en við erum bara alltaf að heyra af því að það er mjög mikið um þetta að eldra fólk, sem er með undirliggjandi sjúkdóma sérstaklega, það er bara búið að loka sig af. Við höfum einmitt verið að reyna að miðla til þeirra upplýsingum og að tengslanetið í kringum þau sé að hringja og nota Skype eða slíkt til að spjalla við þetta fólk því það er svo mikil hætta á að það einangrist,“ segir Víðir. Þá hefði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, sagt af því að það væri mjög margt fólk í þessari stöðu. Hún hefði miklar áhyggjur af því að þetta fólk myndi einangrast, ekki síst þeir sem væru ekki með sterkt tengslanet. „Við höfum verið að reyna að vekja athygli á því að kanna með frænkuna eða frændann sem er kannski ekki mikið samband við, bara að hringja og ganga svolítið á eftir því að bjóða fram aðstoðina þótt það sé ekki meira en að fara í búð og skilja pokann eftir við hurðina,“ segir Víðir og bætir við að þetta sé kynslóð sem sé hörð af sér. „Og hættan er að menn vilji ekki vera að trufla aðra og ekki vera að valda álagi og þar af leiðandi er svo mikil hætta á að menn séu ekki með allt sem þeir þurfa, vanti góðan mat og annað,“ segir hann. Fólk setji sig ekki í óþarfa hættu Þá kveðst Víðir aðspurður heyrt dæmi um fólk sem þarf sjálft ekki að fara í sóttkví en ákveður að fara í sóttkví með aðstandanda eða aðstandendum sem hafa verið útsettir fyrir smiti. Ýmsar ástæður geti verið fyrir því, til dæmis það að einstaklingurinn sem ekki þarf að fara í sóttkví líkt og aðrir í fjölskyldunni treysti sér ekki einfaldlega ekki til þess að vera einn. „Við erum alveg að heyra af svoleiðis aðstæðum, að fólki finnist öruggara að vera með sinni fjölskyldu í sóttkví þótt það sé ekki ástæða til þess. Þá er það bara að leita að jákvæðu öryggi. Við höfum heyrt nokkur svona dæmi,“ segir Víðir. Þessu verði að sýna skilning þótt yfirvöld mæli ekki með þessu og alls ekki fyrir fólk í áhættuhópum. „Við erum ekkert að mæla með þessu en við skiljum það alveg ef fólk er í þannig aðstöðu að það treysti sér ekki til að vera eitt einhvers staðar og vill frekar vera með sinni fjölskyldu. En við höfum líka þá bent á það að þá verður fólk aðeins að meta hvort það sé í áhættuhópi eða eitthvað slíkt þannig að það sé ekki að setja sig í óþarfa hættu,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira