Lífið

Ferðinni frestað um tvo mánuði vegna kórónuveirunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brynja er ekki hætt við ferðina út þrátt fyrir ástandið í heiminum en hún frestast aftur á móti um 60 daga. 
Brynja er ekki hætt við ferðina út þrátt fyrir ástandið í heiminum en hún frestast aftur á móti um 60 daga. 

Fjöldi stúlkna á flótta hefur ekki verið hærri frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar, stúlkurnar eru berskjaldaður hópur og eiga í mikilli hættu á að verða fyrir ofbeldi og misnotkun.

Eva Laufey hitti Brynju Dan Gunnarsdóttur í Íslandi í dag nú á dögunum, en hún situr í stjórn Barnaheilla. 

Samtökin vinna nú meðal annars að átakinu #pippioftoday til að vekja athygli á og safna fyrir stúlkum á flótta. Hún fer á næstunni til Síerra Leóne til að gera einskonar hagkvæmnisathugun til að finna út hvar þörfin fyrir aðstoð sé mest.

„Við ráðumst ekkert í aðgerðir í Afríku án þess að gera það í samstarfi við Barnaheill þar og stjórnvöld þannig að við ætlum að reyna finna hvar neyðin sé mest og hvar þörfin sé mest. Þetta er rosalega fátækt land og er númer 181 af 189 á lista Sameinuðu þjóðanna. Það er mikil fátækt og kynferðisofbeldi er ótrúlega mikið,“ segir Brynja Dan.

Ferð Brynju var frestað um tvo mánuði vegna kórónuveirunnar en hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×