Fótbolti

UEFA: Keppnistímabilinu verði lokið 30. júní

Sindri Sverrisson skrifar
Ekki er enn ljóst hvort Jordan Henderson fær að hefja Englandsmeistarabikarinn á loft fyrir lok leiktíðar.
Ekki er enn ljóst hvort Jordan Henderson fær að hefja Englandsmeistarabikarinn á loft fyrir lok leiktíðar. vísir/getty

UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur tilkynnt að stefnt sé að því að keppnistímabilinu í vetrardeildum álfunnar verði lokið 30. júní.

Í tilkynningu frá UEFA segir að um þetta hafi náðst víðtæk sátt. Vegna óvissunnar sem útbreiðsla kórónuveirunnar skapar er hins vegar sleginn sá varnagli að markmiðið um 30. júní velti á því að staðan batni og hægt verði að byrja að spila aftur fótbolta áður en langt um líður.

Áður hafði verið tilkynnt að Evrópumóti landsliða, sem hefjast átti í júní, yrði frestað um eitt ár.

UEFA hefur einnig samþykkt að hnika til leikdögum í forkeppnum Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar í sumar, eins og þurfa þykir dragist tímabilið enn frekar á langinn. Þannig er ljóst að UEFA útilokar ekki að halda tímabilinu áfram fram yfir 30. júní.

Í kvöld áttu lið Manchester City og Real Madrid að mætast, sem og Juventus og Lyon, í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ákveðið var í síðustu viku að fresta öllum leikjum í keppninni um óákveðinn tíma. Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað til 4. apríl hið minnsta, og svipaða sögu er að segja um aðrar knattspyrnudeildir Evrópu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.