Gunnlaugur krefst 60 milljóna frá Borgarbyggð vegna uppsagnarinnar Atli Ísleifsson skrifar 18. apríl 2020 09:37 Frá Borgarnesi. Vísir/Egill Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krafið það um 60 milljónir króna í bætur. Í fundargerð byggðaráðs sveitarfélagsins kemur fram að stefnan hafi verið lögð fram fyrsta dag aprílmánaðar, en RÚV segir frá því að krafan hljóði upp á 60 milljónir króna. Í bókun byggðaráðs Borgarbyggðar kemur fram kemur fram að ráðið harmi efni stefnunnar og að ítrustu kröfur Gunnlaugs séu langt umfram þær kröfur sem sveitarfélagið telur réttmætar. Sveitarstjórn hafi ávallt lagt áherslu á að gengið hafi verið frá starfslokum Gunnlaugs í samræmi við viðeigandi lög og ráðningarsamning. Gunnlaugur A. Júlíusson.Vefur Borgarbyggðar Sérlega íþyngjandi og bakaði honum andlegt tjón RÚV segir að í stefnunni komi fram að Gunnlaugur telji framferði Borgarbyggðar í tengslum við málið hafa verið sérlega íþyngjandi og bakað honum andlegt tjón, rýrt starfsheiður hans og álit annarra á honum. Málið hafi því valdið honum mikilli vanlíðan. Fjártjónskrafa sveitarstjórans fyrrverandi er sögð nema rúmum 50 milljónum króna, þar sem gerð er krafa um launaleiðréttingu, greiðslu orlofs og að sveitarfélagið greiði kostnað vegna lögmannsaðstoðar. Þá er farið fram á fjórar milljónir í miskabætur. Verður gripið til varna Byggðaráð segir að sé hvorki eðlilegt né heimilt að greitt verði úr sveitarsjóði og verði því tekið varna. „Biðlaunatímabil er enn yfirstandandandi og verður lokagreiðsla greidd í næsta mánuði, þar sem lokauppgjör fer fram af hálfu sveitarfélagsins og virtar verða allar skuldbindingar samkvæmt lögum og ráðningarsamningi,“ segir í bókuninni. Gunnlaugi var sagt upp störfum í nóvember síðastliðinn, en hann tók við starfi sveitarstjóra árið 2016. Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Dómsmál Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krafið það um 60 milljónir króna í bætur. Í fundargerð byggðaráðs sveitarfélagsins kemur fram að stefnan hafi verið lögð fram fyrsta dag aprílmánaðar, en RÚV segir frá því að krafan hljóði upp á 60 milljónir króna. Í bókun byggðaráðs Borgarbyggðar kemur fram kemur fram að ráðið harmi efni stefnunnar og að ítrustu kröfur Gunnlaugs séu langt umfram þær kröfur sem sveitarfélagið telur réttmætar. Sveitarstjórn hafi ávallt lagt áherslu á að gengið hafi verið frá starfslokum Gunnlaugs í samræmi við viðeigandi lög og ráðningarsamning. Gunnlaugur A. Júlíusson.Vefur Borgarbyggðar Sérlega íþyngjandi og bakaði honum andlegt tjón RÚV segir að í stefnunni komi fram að Gunnlaugur telji framferði Borgarbyggðar í tengslum við málið hafa verið sérlega íþyngjandi og bakað honum andlegt tjón, rýrt starfsheiður hans og álit annarra á honum. Málið hafi því valdið honum mikilli vanlíðan. Fjártjónskrafa sveitarstjórans fyrrverandi er sögð nema rúmum 50 milljónum króna, þar sem gerð er krafa um launaleiðréttingu, greiðslu orlofs og að sveitarfélagið greiði kostnað vegna lögmannsaðstoðar. Þá er farið fram á fjórar milljónir í miskabætur. Verður gripið til varna Byggðaráð segir að sé hvorki eðlilegt né heimilt að greitt verði úr sveitarsjóði og verði því tekið varna. „Biðlaunatímabil er enn yfirstandandandi og verður lokagreiðsla greidd í næsta mánuði, þar sem lokauppgjör fer fram af hálfu sveitarfélagsins og virtar verða allar skuldbindingar samkvæmt lögum og ráðningarsamningi,“ segir í bókuninni. Gunnlaugi var sagt upp störfum í nóvember síðastliðinn, en hann tók við starfi sveitarstjóra árið 2016.
Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Dómsmál Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira