Gunnlaugur krefst 60 milljóna frá Borgarbyggð vegna uppsagnarinnar Atli Ísleifsson skrifar 18. apríl 2020 09:37 Frá Borgarnesi. Vísir/Egill Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krafið það um 60 milljónir króna í bætur. Í fundargerð byggðaráðs sveitarfélagsins kemur fram að stefnan hafi verið lögð fram fyrsta dag aprílmánaðar, en RÚV segir frá því að krafan hljóði upp á 60 milljónir króna. Í bókun byggðaráðs Borgarbyggðar kemur fram kemur fram að ráðið harmi efni stefnunnar og að ítrustu kröfur Gunnlaugs séu langt umfram þær kröfur sem sveitarfélagið telur réttmætar. Sveitarstjórn hafi ávallt lagt áherslu á að gengið hafi verið frá starfslokum Gunnlaugs í samræmi við viðeigandi lög og ráðningarsamning. Gunnlaugur A. Júlíusson.Vefur Borgarbyggðar Sérlega íþyngjandi og bakaði honum andlegt tjón RÚV segir að í stefnunni komi fram að Gunnlaugur telji framferði Borgarbyggðar í tengslum við málið hafa verið sérlega íþyngjandi og bakað honum andlegt tjón, rýrt starfsheiður hans og álit annarra á honum. Málið hafi því valdið honum mikilli vanlíðan. Fjártjónskrafa sveitarstjórans fyrrverandi er sögð nema rúmum 50 milljónum króna, þar sem gerð er krafa um launaleiðréttingu, greiðslu orlofs og að sveitarfélagið greiði kostnað vegna lögmannsaðstoðar. Þá er farið fram á fjórar milljónir í miskabætur. Verður gripið til varna Byggðaráð segir að sé hvorki eðlilegt né heimilt að greitt verði úr sveitarsjóði og verði því tekið varna. „Biðlaunatímabil er enn yfirstandandandi og verður lokagreiðsla greidd í næsta mánuði, þar sem lokauppgjör fer fram af hálfu sveitarfélagsins og virtar verða allar skuldbindingar samkvæmt lögum og ráðningarsamningi,“ segir í bókuninni. Gunnlaugi var sagt upp störfum í nóvember síðastliðinn, en hann tók við starfi sveitarstjóra árið 2016. Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Dómsmál Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krafið það um 60 milljónir króna í bætur. Í fundargerð byggðaráðs sveitarfélagsins kemur fram að stefnan hafi verið lögð fram fyrsta dag aprílmánaðar, en RÚV segir frá því að krafan hljóði upp á 60 milljónir króna. Í bókun byggðaráðs Borgarbyggðar kemur fram kemur fram að ráðið harmi efni stefnunnar og að ítrustu kröfur Gunnlaugs séu langt umfram þær kröfur sem sveitarfélagið telur réttmætar. Sveitarstjórn hafi ávallt lagt áherslu á að gengið hafi verið frá starfslokum Gunnlaugs í samræmi við viðeigandi lög og ráðningarsamning. Gunnlaugur A. Júlíusson.Vefur Borgarbyggðar Sérlega íþyngjandi og bakaði honum andlegt tjón RÚV segir að í stefnunni komi fram að Gunnlaugur telji framferði Borgarbyggðar í tengslum við málið hafa verið sérlega íþyngjandi og bakað honum andlegt tjón, rýrt starfsheiður hans og álit annarra á honum. Málið hafi því valdið honum mikilli vanlíðan. Fjártjónskrafa sveitarstjórans fyrrverandi er sögð nema rúmum 50 milljónum króna, þar sem gerð er krafa um launaleiðréttingu, greiðslu orlofs og að sveitarfélagið greiði kostnað vegna lögmannsaðstoðar. Þá er farið fram á fjórar milljónir í miskabætur. Verður gripið til varna Byggðaráð segir að sé hvorki eðlilegt né heimilt að greitt verði úr sveitarsjóði og verði því tekið varna. „Biðlaunatímabil er enn yfirstandandandi og verður lokagreiðsla greidd í næsta mánuði, þar sem lokauppgjör fer fram af hálfu sveitarfélagsins og virtar verða allar skuldbindingar samkvæmt lögum og ráðningarsamningi,“ segir í bókuninni. Gunnlaugi var sagt upp störfum í nóvember síðastliðinn, en hann tók við starfi sveitarstjóra árið 2016.
Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Dómsmál Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?