„Það er eins og maður sé konungur um stund“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 13:00 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er kominn aftur í hnakkinn eftir 40 ára hlé. Hann er viðmælandi í fyrsta þætti af Hestalífið. Vísir/Hestalífið Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. Guðmundur er viðmælandinn í fyrsta þættinum af Hestalífið, sem sýndir verða hér á Vísi. Umsjónarmaður þáttanna er Telma Lucinda Tómasson. „Ég kem í hesthúsið og raunverulega lít ég ekki á klukkuna. Síminn er bara úti í bíl og ég lít á þetta sem andlega íhugun að vissu leyti, ég meina, ég er að hugsa um þá og ekkert annað. Það kemst ekkert annað að meðan maður er hér, alveg sama hvort maður er að moka skít eða leggja á, eða kemba eða bara í útreiðartúr,“ segir Guðmundur. „Svo þegar maður er á svona góðum hesti þá líður manni afskaplega vel á baki. Það er eins og maður sé konungur um stund.“Hægt er að horfa á þáttinn í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hestalífið - Guðmundur Guðmundsson Handboltinn tók yfir Guðmundur kynntist hestum fyrst níu til tíu ára gamall. Þá var hann hestasveinn hjá tveimur merkismönnum í neðri Fáki, þeim Jóni Kaldal ljósmyndara sem var einn af fyrstu portrett ljósmyndurum Íslands og Ottó A. Michelsen sem var með IBM og Skrifstofuvélar. Guðmundur og félagi hans voru fengnir til að hreyfa hestana reglulega. „Ég naut þess auðvitað, var þarna á hverjum einasta degi þegar ég var ungur og svo var ég í hestamennsku til svona 18 ára aldurs eða 19. Þá tók handboltinn alveg yfir. Þannig að ég tók mér 40 ára pásu,“ útskýrir Guðmundur. Guðmundur er auðvitað með vel merktan landsliðshjálm.Vísir/Hestalífið Stuðningur við dótturina Það var mjög góð ástæða fyrir því að Guðmundur fór aftur af stað í hestamennskunni og honum líður stórkostlega yfir því að vera kominn í hnakkinn aftur. „Mér finnst þetta mjög gaman. Ég ákvað líka að fylgja eftir áhugamáli dóttur minnar, hún er búin að þrá mikið að eignast hesta og fara í hestamennsku og hún er búin að tala mikið um þetta. Þannig að ég ákvað líka út af því að styðja við bakið á henni og fara í hestamennskuna með henni. Þannig eiginlega æxlaðist þetta.“ Júlía 12 ára dóttir Guðmundar gefur tóninn í hesthúsinu. Þar eru alls konar sprey og aukahlutir fyrir hestinn þeirra Fák. „Dóttir mín keypti þetta úti í Berlín, hún hefur voða gaman af því að gera þá fína og þetta er held ég á faxið og taglið. Og svo eru hérna alls konar hófhlífar og teygjur. Ég er nú ekki duglegur við að setja teygjurnar í. Það sér dóttir mín um.“Mannlífsþátturinn Hestalífið fór í loftið á Vísi í dag og má horfa á fyrsta þátt í spilaranum hér ofar í fréttinni. Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit. Hestalífið Hestar Tengdar fréttir Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45 Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. Guðmundur er viðmælandinn í fyrsta þættinum af Hestalífið, sem sýndir verða hér á Vísi. Umsjónarmaður þáttanna er Telma Lucinda Tómasson. „Ég kem í hesthúsið og raunverulega lít ég ekki á klukkuna. Síminn er bara úti í bíl og ég lít á þetta sem andlega íhugun að vissu leyti, ég meina, ég er að hugsa um þá og ekkert annað. Það kemst ekkert annað að meðan maður er hér, alveg sama hvort maður er að moka skít eða leggja á, eða kemba eða bara í útreiðartúr,“ segir Guðmundur. „Svo þegar maður er á svona góðum hesti þá líður manni afskaplega vel á baki. Það er eins og maður sé konungur um stund.“Hægt er að horfa á þáttinn í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hestalífið - Guðmundur Guðmundsson Handboltinn tók yfir Guðmundur kynntist hestum fyrst níu til tíu ára gamall. Þá var hann hestasveinn hjá tveimur merkismönnum í neðri Fáki, þeim Jóni Kaldal ljósmyndara sem var einn af fyrstu portrett ljósmyndurum Íslands og Ottó A. Michelsen sem var með IBM og Skrifstofuvélar. Guðmundur og félagi hans voru fengnir til að hreyfa hestana reglulega. „Ég naut þess auðvitað, var þarna á hverjum einasta degi þegar ég var ungur og svo var ég í hestamennsku til svona 18 ára aldurs eða 19. Þá tók handboltinn alveg yfir. Þannig að ég tók mér 40 ára pásu,“ útskýrir Guðmundur. Guðmundur er auðvitað með vel merktan landsliðshjálm.Vísir/Hestalífið Stuðningur við dótturina Það var mjög góð ástæða fyrir því að Guðmundur fór aftur af stað í hestamennskunni og honum líður stórkostlega yfir því að vera kominn í hnakkinn aftur. „Mér finnst þetta mjög gaman. Ég ákvað líka að fylgja eftir áhugamáli dóttur minnar, hún er búin að þrá mikið að eignast hesta og fara í hestamennsku og hún er búin að tala mikið um þetta. Þannig að ég ákvað líka út af því að styðja við bakið á henni og fara í hestamennskuna með henni. Þannig eiginlega æxlaðist þetta.“ Júlía 12 ára dóttir Guðmundar gefur tóninn í hesthúsinu. Þar eru alls konar sprey og aukahlutir fyrir hestinn þeirra Fák. „Dóttir mín keypti þetta úti í Berlín, hún hefur voða gaman af því að gera þá fína og þetta er held ég á faxið og taglið. Og svo eru hérna alls konar hófhlífar og teygjur. Ég er nú ekki duglegur við að setja teygjurnar í. Það sér dóttir mín um.“Mannlífsþátturinn Hestalífið fór í loftið á Vísi í dag og má horfa á fyrsta þátt í spilaranum hér ofar í fréttinni. Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestalífið Hestar Tengdar fréttir Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45 Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45