Innlent

Fréttatími Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn fengi mest fylgi ef að gengið yrði til Alþingiskosninga nú eða 22,5%. Fylgi flokksins er þó nokkuð minna en í síðustu kosningum. Þá mælist Samfylkingin með næst mest fylgi eða 17,2%. Greint verður frá könnuninni í hádegisfréttatíma Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem hefst á slaginu 12.

Einnig verður rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra en síðasti ríkisráðsfundur ársins var á Bessastöðum í morgun.

Auk þess verður fjallað um aurskriðurnar í Ask í Noregi og við heyrum í jarðfræðingi um ástandið.

Þá kíkjum við á flugeldasölu og hittum lækni á bráðamótökunni sem hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttökuna í nótt vegna öndunarfæraeinkenna vegna mikillar svifryksmengunar sem búist er við vegna veðurskilyrða í kvöld.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×